Látum skynsemina ráða

Orri Hlöðversson skipar fyrsta sæti á lista Framsóknar í Kópavogi.

Kannanir hafa sýnt að stór hluti kjósenda gerir upp hug sinn síðustu daga fyrir kosningar. Nú þegar fáeinir dagar eru til kosninga er því mikið í húfi fyrir okkur frambjóðendur og við leggjum hart að okkur til að koma okkar málstað til skila og freista þess að afla honum fylgis.

Ef horft er til líðandi kosningabaráttu hér í Kópavogi er á margan hátt úr vöndu að ráða fyrir kjósendur. Ástæðan er fyrst og fremst sú að þegar grannt er skoðað, er í besta falli blæbrigðamunur á stefnuskrá. Skal engan undra því vitanlega vilja öll framboð gera vel þegar kemur að helstu snertiflötum íbúa við bæinn. Val kjósenda snýst því fyrst og fremst um það hvaða einstaklingum þeir treysta best til þess að halda skynsamlega um stjórnartaumana og leiða mál til lykta i sátt.

En um hvað er mest rætt? Jú, þjónusta við börn og fjölskyldufólk ofarlega í umræðunni þ.e. dagvistunarmál, leikskólamál og málefni grunnskóla. Beint aftan við þennan kjarna í degi barnafjölskyldna raðast síðan íþrótta- og tómstundamál sem skipa stóran sess í lífi barnanna okkar. Ef horft er til bakgrunns frambjóðenda Framsóknar má glöggt lesa að þessi málaflokkur er þeim mikið hjartans mál. Og þar leggjum við til lausnir sem miða fyrst og fremst við þarfir barnsins. Við viljum t.d.  koma heimgreiðslum á laggirnar svo foreldrar hafi raunverulegt val um að vera heima með barni þar til það fær dagvistunarpláss. Þá viljum við að þátttaka barna í íþrótta- og tómstundastarfi verði gjaldfrjálst til níu ára aldurs.

Málefni eldra fólks í Kópavogi eru okkur líka hugleikin og okkar áherslur þar eru á lýðheilsu og forvarnir. Við viljum auka aðgengi eldra fólks að líkamsrækt og koma á líkamsræktarstyrk. Við viljum vinna gegn félagslegri einangrun eldra fólks og styrkja starf í félagsmiðstöðvum þessa hóps. Okkur finnst að hér eigi fólk að fá að eldast með reisn.

Skipulagsmálin eru í brennidepli í Kópavogi. Áhersla á þéttingu byggðar undanfarin ár hefur kallað fram sterk viðbrögð í grónum hverfum bæjarins. Mikilvægt er að koma til móts við þessi sjónarmið. Framsókn vill beita sér fyrir sátt við íbúa við uppbyggingu þróunarreita þar sem samráð og samtal við íbúa eru í forgangi. Tryggja þarf að innviðir séu til staðar og að uppbyggingin skerði ekki lífsgæði þeirra sem fyrir búa í hverfunum. Nýr leikskóli á Kársnesi og íþróttahús á Vallagerðisvelli eru dæmi um slíka innviði og Framsókn er með á stefnuskrá sinni.

Af mörgu öðru er að taka þegar horft er til þeirra verkefna sem framundan eru við stjórn bæjarins á komandi árum. Ekki er auðvelt að koma öllum okkar áherslum á framfæri í einni blaðagein. Ég hvet lesendur því til að fara inn heimasíðu okkar xbkop.is  til að kynna sér betur áherslur okkar.

Mætumst á miðjunni og kjósum Framsókn í kosningunum 14.maí næstkomandi.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Grindvíkingar í Kópavogsbúið

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, afhenti Fannari Jónassyni, bæjarstjóra Grindavíkur lykla að íbúðum í gamla Kópavogsbúinu við hátíðlega viðhöfn miðvikudaginn 10. júlí en íbúðirnar verða til afnota fyrir eldra fólk úr

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Ert þú í tengslum?

Aðsent Ert þú í tengslum? Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Félagsleg einangrun er vaxandi vandamál í nútímasamfélagi og rannsóknir sýna að til mikils er að vinna

Pikka upp dósir í Kópavogi

Nú geta íbúar Kópavogs sem vilja styrkja iðkendur íþróttafélaga með dósapening skráð sig á Pikka.is og látið iðkendur koma eftir pöntun að sækja hjá sér dósirnar. Hér áður fyrr var það algengt

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð