Leiðangurinn frá Norðurey

v2ArnthorFlateyUm áramótin var opnuð heimasíðan www.horfinnheimur.is þar sem er gefin út bók með nokkuð nýstárlegum hætti. Bókin heitir Leiðangurinn frá Norðurey og er spennandi ævintýri  fyrir börn og unglinga. Sagan gerist langt aftur í fortíð og fjallar um 16 ára strák sem heitir Kári og er hann mennskur að hálfu leyti en að hálfu er hann af ljósálfum komin. Sagan hefst á því að Kári fær þær fréttir að ragnarök séu í nánd og að hann og hans fjölskylda eigi enga undakomu undan miklum hamförum sem spáð er fyrir. Kári sættir sig ekki við þau endalok og ákveður að taka til sinna ráða.

Á heimasíðu bókarinnar eru birtir tveir kaflar og geta allir lesið upphaf bókarinnar en síðan eru birtir minnst tveir kaflar í hverjum mánuði og geta áhugasamir gerst áskrifendur af framhaldi sögunnar. Sex kaflar hafa verið settir inn á síðuna frá áramótum en sögulok eru áætluð seinniparts eða í lok þessa árs. Vefurinn sjálfur er aðgengilegur fyrir allar tölvur, spjaldtölvur og snjallsíma sem hafa vafra.

Útgefandi bókarinnar og jafnframt höfundur er Kópavogsbúinn Arnþór Sigurðsson og er þetta fyrsta bókin sem hann ræðst í að skrifa. Sagan sjálf er skáldsaga en innblásturinn er víða að fenginn. Allt í kringum okkur eru kennileiti og sögur um álfa og huldufólk. Hvernig þessar frásagnir og kennileiti hafa orðið til er hinsvegar hulin ráðgáta. Í Kópavogi má finna mörg kennileiti um álfa og er Álfhóllinn við Álfhólsveg þekktastur. Víghóllinn í Kópavogi er minna þekktur sem kennileiti álfa en höfundur bókarinnar er alinn upp rétt við Víghólinn og er ekki frá því að hafa hitt álfa þar í bernsku þó svo að það sé ekki hægt að sanna það með nokkrum hætti. Arnþór hefur einnig alið manninn á Reykhólum við Breiðafjörð en þar eru kennileiti og frásagnir um álfa og huldufólk við hvert fótmál.

v2cover3

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér