Leiðarljós að viðhalda óskertu skólastarfi

Leitast hefur verið við að skipuleggja skólastarf leik- og grunnskóla með það í huga að lágmarka líkur á smiti innan skólanna.

Áhrif Covid á leik- og grunnskóla í Kópavogi í haust eru af ýmsum toga. Áhersla er lögð á óskert skólastarf og haft að leiðarljósi að viðhalda og vernda skólastarf eins og kostur er, með velferð barna að leiðarljósi. Það á við um skólastarf á öllu höfuðborgarsvæðinu enda er mikið og gott samstarf og samráð milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og almannavarna og sóttvarnayfirvalda um skipulag skólastarfs sem hefur reynst afar gagnlegt. Þess má geta að hlutverk skólastjórnenda við smitrakningu hefur aukist mikið svo og samstarf og samskipti við smitrakningateymi. 

Leitast hefur verið við að skipuleggja skólastarf leik- og grunnskóla með það í huga að lágmarka líkur á smiti innan skólanna og það hefur virkað vel því afar fá dæmi eru um smit milli einstaklinga innan skóla og leikskóla.

Blöndun milli hópa og sameiginlegirsnertifletir hafa verið lágmarkaðir og í leikskólum má til dæmis nefna að foreldrar skila og sækja börn úti eða í anddyri/fataherbergileikskóla. Þá hafa leikskólastjórar verið skapandi og átt gott frumkvæði að því að styrkja sóttvarnir foreldra og starfsmanna með sprittáhöldum við hliðin og þess háttar.

„Það eru allir að gera sitt besta í þessum óvenjulegu kringumstæðum og það hefur í stórum dráttum gengið vel hjá okkur í Kópavogi. Starfsmenn og stjórnendur leikskóla og grunnskóla hafa unnið gríðarlega gott starf og tekist vel á við það óvenjulega verkefni sem heimsfaraldur er, í góðu samstarfi við börn og foreldra,“ segir Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs Kópavogsbæjar. „Mikill skilningur ríkir á því að skólastarf getur raskast tímabundið þegar upp koma smit og sóttkví hjá nemendum eða starfsfólki, og við erum undir það búin að það muni gerast öðru hvoru í vetur, þó að við höldum í bjartsýnina. Samstaða og umburðarlyndi hjálpar okkur í gegnum þessa tíma.“

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér