Leiðarljós að viðhalda óskertu skólastarfi

Leitast hefur verið við að skipuleggja skólastarf leik- og grunnskóla með það í huga að lágmarka líkur á smiti innan skólanna.

Áhrif Covid á leik- og grunnskóla í Kópavogi í haust eru af ýmsum toga. Áhersla er lögð á óskert skólastarf og haft að leiðarljósi að viðhalda og vernda skólastarf eins og kostur er, með velferð barna að leiðarljósi. Það á við um skólastarf á öllu höfuðborgarsvæðinu enda er mikið og gott samstarf og samráð milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og almannavarna og sóttvarnayfirvalda um skipulag skólastarfs sem hefur reynst afar gagnlegt. Þess má geta að hlutverk skólastjórnenda við smitrakningu hefur aukist mikið svo og samstarf og samskipti við smitrakningateymi. 

Leitast hefur verið við að skipuleggja skólastarf leik- og grunnskóla með það í huga að lágmarka líkur á smiti innan skólanna og það hefur virkað vel því afar fá dæmi eru um smit milli einstaklinga innan skóla og leikskóla.

Blöndun milli hópa og sameiginlegirsnertifletir hafa verið lágmarkaðir og í leikskólum má til dæmis nefna að foreldrar skila og sækja börn úti eða í anddyri/fataherbergileikskóla. Þá hafa leikskólastjórar verið skapandi og átt gott frumkvæði að því að styrkja sóttvarnir foreldra og starfsmanna með sprittáhöldum við hliðin og þess háttar.

„Það eru allir að gera sitt besta í þessum óvenjulegu kringumstæðum og það hefur í stórum dráttum gengið vel hjá okkur í Kópavogi. Starfsmenn og stjórnendur leikskóla og grunnskóla hafa unnið gríðarlega gott starf og tekist vel á við það óvenjulega verkefni sem heimsfaraldur er, í góðu samstarfi við börn og foreldra,“ segir Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs Kópavogsbæjar. „Mikill skilningur ríkir á því að skólastarf getur raskast tímabundið þegar upp koma smit og sóttkví hjá nemendum eða starfsfólki, og við erum undir það búin að það muni gerast öðru hvoru í vetur, þó að við höldum í bjartsýnina. Samstaða og umburðarlyndi hjálpar okkur í gegnum þessa tíma.“

Umræðan

Fleiri fréttir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á