Allur réttur áskilinn. Kópavogsblaðið slf. 2024.
Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi
„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á
Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi
Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi
Hæsta einkunn sem gefin hefur verið frá skólanum Á þessu vori fóru fram tvær útskriftir frá Menntaskólanum í Kópavogi við hátíðlegar athafnir í Digraneskirkju. Alls útskrifuðust 64 stúdentar og 42 iðnnemi. Þá brautskráðust 15 ferðafræðinemar, 51 leiðsögumaður, 19 matsveinar, 42 úr meistaraskóla matvælagreina, 17 af framhaldsskólabraut og 3 af starfsbraut. Þannig að alls voru brautskráðir […]
Menningarhúsin í Kópavogi iða af lífi á aðventunni og eru ókeypis jólalistasmiðjur og tónleikar í Bókasafni Kópavogs og Gerðarsafni, listasafni Kópavogs. Hin árlega jólalistasmiðja fer fram í Bókasafni Kópavogs, laugardaginn 12. Desember, frá kl. 13 til 16:30 Í Kórnum í fyrstu hæð safnsins og á hverjum miðvikudegi spila nemendur Tónlistarskóla Kópavogs jólalög á annarri hæð […]
Kópavogsbær fær tæplega 70 milljónir í fasteignagjöld úr ríkissjóði árlega en ríkissjóður greiðir yfir milljarð í fasteignagjöld til Reykjavíkurborgar. Þá greiddi Vegagerðin tæplega 467 milljónir til göngu- og hjólastíga í Reykjavík á árunum 2011-2014 en tæplega 36 milljónir til Kópavogsbæjar. Fjallað var um þessi mál á fundi bæjarráðs Kópavogs í vikunni, en bæjarstjóri Kópavogs óskaði eftir […]
Á sumarvef Kópavogsbæjar er að finna fjölbreytt og skemmtileg frístunda, – leikja – og íþróttanámskeið fyrir börn á aldrinum 6 til 16 ára. Námskeið sumarsins á vegum Frístunda – forvarna – og íþróttadeildar verða hjóla – og útivistarnámskeið, smíðavöllur og siglingar. Sumarstarf í Hrafninum er fyrir börn og unglinga með sérþarfir og atvinnutengt frístundaúrræði verður […]
Strákarnir í 3ja flokki karla hjá HK í fótbolta eru að safna pening til að komast á Gothia Cup í Svíþjóð í sumar. Þetta eru gaurar sem eru að ná frábærum árangri í boltanum en nýlega voru sex strákar kallaðir inn á úrtaksæfingu fyrir landsliðið. Stefnan er sett á Vífilstaðavatn klukkan 11 á sunnudaginn en […]
Nýlega lauk fyrsta Íslandsmóti golfklúbba í aldursflokki 12 ára og yngri. Leiknar voru fimm umferðir á þremur dögum, eða 5 sinnum 9 holur hver umferð. Leikið var eftir tveggja manna Texas scramble fyrirkomulagi að fyrirmynd PGA krakkagolfsins, en hver 9 holu leikur samanstóð þremur þriggja holna leikjum og söfnuðu því liðin vinningum og flöggum (stigum). Alls […]
Í frétt á vef bæjarins kemur fram að Kópavogsbær mun í ár eins og undanfarin ár fjarlægja jólatré fyrir íbúa sem það vilja. Trén verða fjarlægð dagana 7. janúar til og með 11. janúar. Þeir íbúar sem vilja nýta sér þessa þjónustu eru vinsamlegast beðnir um að setja jólatrén út fyrir lóðamörk með jólatrjám nágrannana […]
Ólöf Breiðfjörð hefur verið ráðin verkefnastjóri fræðslu – og kynningarmála hjá Listhúsi Kópavogsbæjar. Ólöf hefur undanfarin ár verið kynningarstjóri Þjóðminjasafns Íslands og haldið þar utan um kynningu og markaðssetningu en jafnframt hefur hún verið aðstoðarmaður þjóðminjavarðar. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að staða verkefnastjóra fræðslu – og kynningarmála hjá Listhúsi bæjarins sé ný en eitt helsta hlutverkið […]
Vortónleikar Karlakórs Kópavogs verða haldnir í Salnum þann 9. maí kl. 20.00 og 11. maí kl. 14.00. Einsöngvari verður Viðar Gunnarsson bassi, stjórnandi Garðar Cortes og píanóleikari Hólmfríður Sigurðardóttir. Aðgangur er ókeypis en nálgast þarf miða á salurinn.is eða í síma 441-7500.
Allur réttur áskilinn. Kópavogsblaðið slf. 2024.