Leikárið hefst hjá Leikfélagi Kópavogs

lk_newlogolargeVerkefnaskrá Leikfélags Kópavogs fyrir komandi leikár verður kynnt á almennum félagsfundi sem haldinn verður mán. 1. sept. kl. 19.30. Margt góðgæti er á döfinni og er þar kannski fyrst að nefna leiklistarnámskeið fyrir börn og unglinga sem hefjast 10. sept. og standa til loka nóvember. Námskeiðin eru annarsvegar fyrir aldurinn 11-12 ára og hinsvegar fyrir unglinga á aldrinum 13-16 ára. Leiðbeinandi er Guðmundur L. Þorvaldsson. Nánari upplýsingar um námskeiðin má fá á vef félagsins. Leikfélagið stefnir að þremur stærri verkefnum í vetur auk þess sem smærri verkefni verða í boði. Áhugasamir eru hvattir til að mæta á fundinn sem haldinn verður í Leikhúsinu að Funalind 2.

Leikfélag Kópavogs er öllum opið sem áhuga hafa á leiklist. Nánari upplýsingar um leikfélagið má fá á vefnum www.kopleik.is og þar er einnig hægt að skrá sig á póstlista til að fá reglulegar fréttir af starfsemi félagsins.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn