Leikárið hefst hjá Leikfélagi Kópavogs

lk_newlogolargeVerkefnaskrá Leikfélags Kópavogs fyrir komandi leikár verður kynnt á almennum félagsfundi sem haldinn verður mán. 1. sept. kl. 19.30. Margt góðgæti er á döfinni og er þar kannski fyrst að nefna leiklistarnámskeið fyrir börn og unglinga sem hefjast 10. sept. og standa til loka nóvember. Námskeiðin eru annarsvegar fyrir aldurinn 11-12 ára og hinsvegar fyrir unglinga á aldrinum 13-16 ára. Leiðbeinandi er Guðmundur L. Þorvaldsson. Nánari upplýsingar um námskeiðin má fá á vef félagsins. Leikfélagið stefnir að þremur stærri verkefnum í vetur auk þess sem smærri verkefni verða í boði. Áhugasamir eru hvattir til að mæta á fundinn sem haldinn verður í Leikhúsinu að Funalind 2.

Leikfélag Kópavogs er öllum opið sem áhuga hafa á leiklist. Nánari upplýsingar um leikfélagið má fá á vefnum www.kopleik.is og þar er einnig hægt að skrá sig á póstlista til að fá reglulegar fréttir af starfsemi félagsins.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar