Leikárið hefst hjá Leikfélagi Kópavogs

lk_newlogolargeVerkefnaskrá Leikfélags Kópavogs fyrir komandi leikár verður kynnt á almennum félagsfundi sem haldinn verður mán. 1. sept. kl. 19.30. Margt góðgæti er á döfinni og er þar kannski fyrst að nefna leiklistarnámskeið fyrir börn og unglinga sem hefjast 10. sept. og standa til loka nóvember. Námskeiðin eru annarsvegar fyrir aldurinn 11-12 ára og hinsvegar fyrir unglinga á aldrinum 13-16 ára. Leiðbeinandi er Guðmundur L. Þorvaldsson. Nánari upplýsingar um námskeiðin má fá á vef félagsins. Leikfélagið stefnir að þremur stærri verkefnum í vetur auk þess sem smærri verkefni verða í boði. Áhugasamir eru hvattir til að mæta á fundinn sem haldinn verður í Leikhúsinu að Funalind 2.

Leikfélag Kópavogs er öllum opið sem áhuga hafa á leiklist. Nánari upplýsingar um leikfélagið má fá á vefnum www.kopleik.is og þar er einnig hægt að skrá sig á póstlista til að fá reglulegar fréttir af starfsemi félagsins.

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem