Leikfélag Kópavogs frumsýnir nýtt íslenskt leikrit

lk_newlogolargeNýtt íslenskt leikrit, Snertu mig – ekki! verður frumsýnt föstudaginn 16. september hjá Leikfélagi Kópavogs. 

Verkið er eftir Örn Alexandersson, en leikstjóri er Sigrún Tryggvadóttir.  Örn og Sigrún hafa lengi starfað með Leikfélagi Kópavogs, félagið á nú 60 ára afmæli.  

Verkið er gaman drama sem fjallar um samband hjóna og vinkonu þeirra, eða eins og vinsælt hefur verið í íslenskum bíómyndum þ.e. vandamál miðaldra karlmanns. 

Verkið er um klukkustund í flutningi og taka þrír leikarar þátt í sýningunni en það eru þau:  Anna Margrét Pálsdóttir, Arnfinnur Daníelsson og Guðný Hrönn Sigmundsdóttir. 

Sýningar verða sem hér segir:

Fös. 16. sept. kl. .20.00  – frumsýning

Sun. 18. sept. kl. 20.00

Þri. 20. sept. kl. 20.00

Sun. 25. sept.  kl. 20.00

Þri. 27. sept. Kl. 20:00

Fim. 29. sept. Kl. 20:00

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem