Nýtt íslenskt leikrit, Snertu mig – ekki! verður frumsýnt föstudaginn 16. september hjá Leikfélagi Kópavogs.
Verkið er eftir Örn Alexandersson, en leikstjóri er Sigrún Tryggvadóttir. Örn og Sigrún hafa lengi starfað með Leikfélagi Kópavogs, félagið á nú 60 ára afmæli.
Verkið er gaman drama sem fjallar um samband hjóna og vinkonu þeirra, eða eins og vinsælt hefur verið í íslenskum bíómyndum þ.e. vandamál miðaldra karlmanns.
Verkið er um klukkustund í flutningi og taka þrír leikarar þátt í sýningunni en það eru þau: Anna Margrét Pálsdóttir, Arnfinnur Daníelsson og Guðný Hrönn Sigmundsdóttir.
Sýningar verða sem hér segir:
Fös. 16. sept. kl. .20.00 – frumsýning
Sun. 18. sept. kl. 20.00
Þri. 20. sept. kl. 20.00
Sun. 25. sept. kl. 20.00
Þri. 27. sept. Kl. 20:00
Fim. 29. sept. Kl. 20:00