Leikfélag Kópavogs: Þátttökumenning í 65 ár

Leikfélag Kópavogs var stofnað árið 1957 og er því elsta menningarfélag í Kópavogi. Árið 2007 flutti leikfélagið úr Félagsheimili Kópavogs í Funalind 2 sem var gjöf Kópvogsbæjar til félagsins á 50 ára afmæli þess. Við það tækifæri var gerður rekstrarsamningur við leikfélagið um rekstur leikhúss í Kópavogi fram til 2020. Allar götur síðan hefur Leikfélagið árlega sýnt 1-2 leiksýningar með þátttöku áhugafólks á öllum aldri, haldið leiklistanámskeið fyrir börn og fullorðna og auk þess verið með ýmiskonar smærri leikdagsskrár í gegnum árin. Þá hafa fjölmargir utanaðkomandi leikhópar og aðrir, fengið afnot af húsnæðinu fyrir leiksýningar, tónleika, danssýningar og aðra menningarviðburði. Þar að auki hefur Götuleikhús Kópavogs haft fast aðsetur í húsinu á sumrin, Leynileikhúsð verið með barna- og unglinganámskeið um nokkurra ára skeið og Kvikmyndaskóli Íslands nýtt húsið til  sýninga leiklistarbrautar auk þess sem fjölmargir kvikmyndagerðarmenn hafa tekið þar upp senur fyrir myndir sínar.

Þar sem Kópavogsbær hefur ákveðið að styrkja ekki lengur rekstur hússins gjörbreytir það eðlilega rekstrinum þar sem félagið hefur ekki lengur tryggar tekjur til að mæta föstum kostnaði við rekstur þess. Nú eru að koma kosningar og bindur leikfélagið vonir við það að nýir pólitískir stjórnendur Kópavogsbæjar hugi betur að grasrót menningar í bænum. Þátttökumenning í 65 ár þar sem öllum sem áhuga hafa á leiklist er gefin kostur á því að vinna í leikhúsi á sínum forsendum og fólk á öllum aldri verður ekki aðeins neytendur menningar heldur einnig þátttakendur.
Tryggjum rekstur þessa menningarhúss í Kópavogi til framtíðar. X-Leikhús í Kópavogi.
Stjórn Leikfélag Kópavogs.

Umræðan

Fleiri fréttir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á