Ertu með leynda leiklistarhæfileika? Láttu ljós þitt skína á námskeiði hjá Leikfélagi Kópavogs.

Leikfélag Kópavogs er að hefja sitt árlega starf og blæs nú til námskeiða sem ætluð eru börnum, unglingum og þeim sem eru óvanir sviðsframkomu.

Leikfélag Kópavogs er að fara af stað með námskeið fyrir börn, unglinga og þá sem eru óvanir sviðsleik.
Leikfélag Kópavogs er að fara af stað með námskeið fyrir börn, unglinga og þá sem eru óvanir sviðsleik.

Mánudaginn 9. september hefst leiklistarnámskeið á vegum leikfélagsins sem ætlað er nýliðum og fólki með litla leikreynslu. Farið verður í ýmis grunnatriði sviðsleiks og áhersla lögð á praktíska nálgun. Hist verður sex sinnum og eru námskeiðstímar mán. og fim. 19.30-22.30 og laugardagar 10.00-13.00. Aldurstakmark er 21 árs og námskeiðsgjald er 7.500 kr. fyrir utanfélagsmenn en skráðir félagsmenn greiða 2.500 kr. Leiðbeinandi er Hörður Sigurðarson sem kennt hefur á svipuðum námskeiðum hjá leikfélaginu undanfarin ár. 

phoca_thumb_l_ruiogstui01

Í haust verður einnig leiklistarnámskeiði fyrir börn í 6. og 7. bekk grunnskóla (11-12 ára) og fyrir börn í 8.-10 bekk grunnskóla og 1. bekk framhaldsskóla (13 – 16 ára). Leiðbeinandi er Ástbjörg Rut Jónsdóttir sem hefur mikla reynslu af leiklistarstarfi með börnum og unglingum. Námskeiðið hefst 4. september og verður vikulega á miðvikudögum, kl. 16.00-17.00 (fyrir yngri) og frá klukkan 17.15 – 19:00 (fyrir eldri) í Leikhúsinu að Funalind 2. Námskeiðinu lýkur með leiksýningu í lok nóvember. Námskeiðsgjald er 15.000 kr. en börn í Kópavogi geta fengið tómstundastyrk vegna námskeiðsins. Kynning á námskeiðinu og skráning verður mánudaginn 2. sept. kl. 18.00. Forskráning og nánari upplýsingar má fá með því að senda póst á lk@kopleik.is.

Námskeiðið er öllum opið en börn búsett í Kópavogi hafa forgang. Upplýsingar um tómstundastyrki má finna hér: 

phoca_thumb_l_ruiogstui03

Þess má einnig geta að Leikfélag Kópavogs boðar til almenns félagsfundar mánudaginn 2. september kl. 19.30 í Leikhúsinu. Á fundinum verður dagskrá vetrarins kynnt og stilltir saman strengir fyrir veturinn. Boðið verður upp á kaffi og með því. Nýir félagar eru sérstaklega boðnir velkomnir.

logo

Umræðan

Fleiri fréttir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á