Leikfélag Kópavogs er að hefja sitt árlega starf og blæs nú til námskeiða sem ætluð eru börnum, unglingum og þeim sem eru óvanir sviðsframkomu.

Mánudaginn 9. september hefst leiklistarnámskeið á vegum leikfélagsins sem ætlað er nýliðum og fólki með litla leikreynslu. Farið verður í ýmis grunnatriði sviðsleiks og áhersla lögð á praktíska nálgun. Hist verður sex sinnum og eru námskeiðstímar mán. og fim. 19.30-22.30 og laugardagar 10.00-13.00. Aldurstakmark er 21 árs og námskeiðsgjald er 7.500 kr. fyrir utanfélagsmenn en skráðir félagsmenn greiða 2.500 kr. Leiðbeinandi er Hörður Sigurðarson sem kennt hefur á svipuðum námskeiðum hjá leikfélaginu undanfarin ár.
Í haust verður einnig leiklistarnámskeiði fyrir börn í 6. og 7. bekk grunnskóla (11-12 ára) og fyrir börn í 8.-10 bekk grunnskóla og 1. bekk framhaldsskóla (13 – 16 ára). Leiðbeinandi er Ástbjörg Rut Jónsdóttir sem hefur mikla reynslu af leiklistarstarfi með börnum og unglingum. Námskeiðið hefst 4. september og verður vikulega á miðvikudögum, kl. 16.00-17.00 (fyrir yngri) og frá klukkan 17.15 – 19:00 (fyrir eldri) í Leikhúsinu að Funalind 2. Námskeiðinu lýkur með leiksýningu í lok nóvember. Námskeiðsgjald er 15.000 kr. en börn í Kópavogi geta fengið tómstundastyrk vegna námskeiðsins. Kynning á námskeiðinu og skráning verður mánudaginn 2. sept. kl. 18.00. Forskráning og nánari upplýsingar má fá með því að senda póst á lk@kopleik.is.
Námskeiðið er öllum opið en börn búsett í Kópavogi hafa forgang. Upplýsingar um tómstundastyrki má finna hér:
Þess má einnig geta að Leikfélag Kópavogs boðar til almenns félagsfundar mánudaginn 2. september kl. 19.30 í Leikhúsinu. Á fundinum verður dagskrá vetrarins kynnt og stilltir saman strengir fyrir veturinn. Boðið verður upp á kaffi og með því. Nýir félagar eru sérstaklega boðnir velkomnir.