Leikkona í Hollywood kennir í Vatnsendaskóla

Auður Finnbogadóttir er leikkona sem á glæstan feril í sjónvarpi og á sviði. Hún hefur verið búsett í Hollywood í Los Angeles síðustu ár og hefur haft mikið fyrir stafni í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Hún hefur unnið til verðlauna fyrir framúrskarandi leikhæfileika meðal annars sem besta leikkona í „indie“ kvikmynd fyrir hlutverk sitt í  stuttmyndinni No Surprises  á Festigious Film Festival sem er virt kvikmyndahátið í Bandaríkjunum.

Auður er tímabundið á landinu til að vera með fjölskyldu sinni. Nýverið var henni boðið að kenna leiklist í Vatnsendaskóla.

Hjartað bráðnar

„Mig hefur lengi langað að kenna leiklist. Þetta var því kjörið tækifæri,“ segir Auður. „Mér finnst gaman að geta gefið af mér það sem ég hef lært og ég hef alltaf haft mjög gaman af börnum. Áhugi minn á leiklist kviknaði þegar ég var ung en þá kom leiklistarkennari í skólann minn sem var mér mikil fyrirmynd. Ég vona að ég sé líka þessi fyrirmynd fyrir nemendur sem ég kenni. Ég legg mjög mikla áheyrslu á hlustun, einbeitingu og samvinnu þegar ég kenni. Leiklist er gefandi og góð fyrir sálina.  Hún eflir sjálfstraust, ímyndunarafl og samvinnugetu sem allt eru mikilvægir þættir á uppvaxtarárunum.“ Hún segir nemendur Vatnsendaskóla hafa mjög gaman af að fá leikkonu sem kennara. „Þau biðja mig oft um eiginhandaáritun sem ég hef bara gaman af. Flest hafa þau séð fyrstu seríuna af WitchHaven, sem ég leik í, og bíða spennt eftir næstu seríu. Besta tilfinningin er þó þegar sumir nemendur segja: „Ég ætla að verða leikari eins og þú þegar ég verð stór“. Þá bráðnar hjartað í mér og ég vona að þau haldi fast í draumana sína.“

Aðalhlutverk í WitchHaven

Auður leikur aðalhlutverkið í þáttunum WitchHaven sem eru framleiddir af Validus Productions. Þættirnir hafa notið mikilla vinsælda hjá ungmennum út um allan heim.

Auður hefur hlotið mikið lof hjá aðdáðendum þáttanna. „Það er ótrúlega gaman að fá sendar myndir sem krakkar hafa teiknað af mér og svo finnst mér líka yndislegt hvað fallega er skrifað um persónuna sem ég leik athugasemdum á netinu.“ Hún segir persónuna sem hún leikur í þáttunum, Joanna, vera mjög fyndna og skemmtilega sem komi sér þó oft í klípu án þess að ætla sér það. „Mér finnst frábært hvað ég fékk góðar viðtökur fyrir leik minn því það fer gríðarlega mikill tími og vinna í að skapa persónu og mikil list að gera hana viðkunnulega svo að fólk tengi við og vilji sjá meira. Meðleikararnir mínir og meira að segja leikstjórinn áttu oft í vandræðum með að halda niðri í sér hlátrinum þegar ég var að leika sumar senur því þeim fannst Joanna svo mikill kjáni. Það kom út svona „bloopers“ þáttur á Halloween 31. október þar sem hægt er að sjá þegar tökur misheppnast eða leikkarar ruglast og það sem gerist á bak við myndavélina sem ég mæli með að horfa á líka.”

Framleiðslufyrirtækið Validus Productions er með tvær seríur á Youtube, yfir 200 þúsund áskrifendur og yfir 63 milljón áhorf samtals. Aðspurð segir Auður að það sé alveg eins að leika í þáttaseríu fyrir Youtube eins og fyrir aðrar streymisveitur. Eini munurinn sé sá að þátturinn er aðgengilegur fyrir alla á Youtube.

Nóg að gera

Auður er með fangið fullt af verkefnum en fyrir utan kennsluna í  Vatnsendaskóla kennir hún leiklist í Söng- og leiklistarskólanum Sönglist. Þar er hún í augnablikinu að leikstýra tveimur leikritum sem hún skrifaði sjálf. „Það hefur alltaf kraumað í mér að skrifa leikrit og leikstýra því en fullkomnunaráráttan hefur lengi vel stoppað mig í að fylgja þeim draumi eftir. Ég er óendalega þakklát eigendum Sönglistar og stjórnendum Vatnsendaskóla sem veittu mér þessi gullnu tækifæri sem ég gat ekki hafnað. Sýningarnar verða í desember í Borgarleikhúsinu og ég hlakka til að sjá útkomuna og móttökurnar.“

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að