• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Mannlíf

Leikkona í Hollywood kennir í Vatnsendaskóla

Leikkona í Hollywood kennir í Vatnsendaskóla
Auðun Georg Ólafsson
26/12/2018

Auður Finnbogadóttir er leikkona sem á glæstan feril í sjónvarpi og á sviði. Hún hefur verið búsett í Hollywood í Los Angeles síðustu ár og hefur haft mikið fyrir stafni í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Hún hefur unnið til verðlauna fyrir framúrskarandi leikhæfileika meðal annars sem besta leikkona í „indie“ kvikmynd fyrir hlutverk sitt í  stuttmyndinni No Surprises  á Festigious Film Festival sem er virt kvikmyndahátið í Bandaríkjunum.

Auður er tímabundið á landinu til að vera með fjölskyldu sinni. Nýverið var henni boðið að kenna leiklist í Vatnsendaskóla.

Hjartað bráðnar

„Mig hefur lengi langað að kenna leiklist. Þetta var því kjörið tækifæri,“ segir Auður. „Mér finnst gaman að geta gefið af mér það sem ég hef lært og ég hef alltaf haft mjög gaman af börnum. Áhugi minn á leiklist kviknaði þegar ég var ung en þá kom leiklistarkennari í skólann minn sem var mér mikil fyrirmynd. Ég vona að ég sé líka þessi fyrirmynd fyrir nemendur sem ég kenni. Ég legg mjög mikla áheyrslu á hlustun, einbeitingu og samvinnu þegar ég kenni. Leiklist er gefandi og góð fyrir sálina.  Hún eflir sjálfstraust, ímyndunarafl og samvinnugetu sem allt eru mikilvægir þættir á uppvaxtarárunum.“ Hún segir nemendur Vatnsendaskóla hafa mjög gaman af að fá leikkonu sem kennara. „Þau biðja mig oft um eiginhandaáritun sem ég hef bara gaman af. Flest hafa þau séð fyrstu seríuna af WitchHaven, sem ég leik í, og bíða spennt eftir næstu seríu. Besta tilfinningin er þó þegar sumir nemendur segja: „Ég ætla að verða leikari eins og þú þegar ég verð stór“. Þá bráðnar hjartað í mér og ég vona að þau haldi fast í draumana sína.“

Aðalhlutverk í WitchHaven

Auður leikur aðalhlutverkið í þáttunum WitchHaven sem eru framleiddir af Validus Productions. Þættirnir hafa notið mikilla vinsælda hjá ungmennum út um allan heim.

Auður hefur hlotið mikið lof hjá aðdáðendum þáttanna. „Það er ótrúlega gaman að fá sendar myndir sem krakkar hafa teiknað af mér og svo finnst mér líka yndislegt hvað fallega er skrifað um persónuna sem ég leik athugasemdum á netinu.“ Hún segir persónuna sem hún leikur í þáttunum, Joanna, vera mjög fyndna og skemmtilega sem komi sér þó oft í klípu án þess að ætla sér það. „Mér finnst frábært hvað ég fékk góðar viðtökur fyrir leik minn því það fer gríðarlega mikill tími og vinna í að skapa persónu og mikil list að gera hana viðkunnulega svo að fólk tengi við og vilji sjá meira. Meðleikararnir mínir og meira að segja leikstjórinn áttu oft í vandræðum með að halda niðri í sér hlátrinum þegar ég var að leika sumar senur því þeim fannst Joanna svo mikill kjáni. Það kom út svona „bloopers“ þáttur á Halloween 31. október þar sem hægt er að sjá þegar tökur misheppnast eða leikkarar ruglast og það sem gerist á bak við myndavélina sem ég mæli með að horfa á líka.”

Framleiðslufyrirtækið Validus Productions er með tvær seríur á Youtube, yfir 200 þúsund áskrifendur og yfir 63 milljón áhorf samtals. Aðspurð segir Auður að það sé alveg eins að leika í þáttaseríu fyrir Youtube eins og fyrir aðrar streymisveitur. Eini munurinn sé sá að þátturinn er aðgengilegur fyrir alla á Youtube.

Nóg að gera

Auður er með fangið fullt af verkefnum en fyrir utan kennsluna í  Vatnsendaskóla kennir hún leiklist í Söng- og leiklistarskólanum Sönglist. Þar er hún í augnablikinu að leikstýra tveimur leikritum sem hún skrifaði sjálf. „Það hefur alltaf kraumað í mér að skrifa leikrit og leikstýra því en fullkomnunaráráttan hefur lengi vel stoppað mig í að fylgja þeim draumi eftir. Ég er óendalega þakklát eigendum Sönglistar og stjórnendum Vatnsendaskóla sem veittu mér þessi gullnu tækifæri sem ég gat ekki hafnað. Sýningarnar verða í desember í Borgarleikhúsinu og ég hlakka til að sjá útkomuna og móttökurnar.“

EfnisorðAuður Finnbogadóttirefst á baugiefst á baugiLeiklistmannlíf
Mannlíf
26/12/2018
Auðun Georg Ólafsson @audungeorg

Auðun Georg Ólafsson er ritstjóri Kópavogsblaðsins

EfnisorðAuður Finnbogadóttirefst á baugiefst á baugiLeiklistmannlíf

Meira

  • Lesa meira
    Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna

    Tveir ungir Kópavogsbúar voru nýverið kjörnir fyrir hönd Molans, ungmennahúss Kópavogs, í Ungmennaráð ungmennahúsa Samfés. Hlutverk ráðsins...

    ritstjorn 26/01/2021
  • Lesa meira
    Listasprengja í Kópavogi 2021

    Árið 2020 hefur svo sannarlega verið áskorun fyrir öll þau sem koma að skipulagi menningar- og listviðburða....

    ritstjorn 26/01/2021
  • Lesa meira
    Safna fæðingarsögum feðra og ætla að gefa út í bók

    Í Smárahverfinu býr parið Ísak og Gréta María en þau eru að vinna að verkefni sem heitir...

    Auðun Georg Ólafsson 16/12/2020
  • Lesa meira
    Krossgátusmiðurinn á Kársnesi

    Sagt er og sannað að krossgátur eru holl hugarleikfimi sem örvar og þjálfar minni. Allir geta leyst...

    Auðun Georg Ólafsson 22/09/2020
  • Lesa meira
    Íbúar Glaðheima ánægðir með hverfið

    Staðsetning og nálægð við þjónustu skipti miklu máli þegar íbúar í Glaðheimum í Kópavogi tóku ákvörðun um...

    ritstjorn 17/09/2020
  • Lesa meira
    Sólstöðujóga á Bókasafni Kópavogs

    Laugardaginn 20. júní klukkan 13:00 verður sólstöðum fagnað með jóga fyrir alla fjölskylduna. Helga Einarsdóttir verkefnastjóri fræðslu...

    ritstjorn 19/06/2020
  • Lesa meira
    Þakkir frá Got Agulu strákunum

    Söfnun fyrir skóladrengi í þorpinu Got Agulu á Rey Cup, fótboltamót Þróttar í fyrra gekk það vel...

    ritstjorn 04/03/2020
  • Lesa meira
    Félag kvenna í Kópavogi með opinn fund

    Föstudaginn 21.febrúar kl. 21:15 eru allar konur velkomnar á opinn félagsfund hjá Félagi kvenna í Kópavogi (FKK)....

    ritstjorn 20/02/2020
  • Lesa meira
    Holdris, Blóðmör og Ælupestó í Molanum

    Á dögunum komu nokkar ungar og upprennandi hljómsveitir fram á tónleikum í Molanum Ungmennahúsi Kópavogs. Reglulega eru...

    ritstjorn 05/12/2019
  • Lesa meira
    Slakað og skapað í Gerðarsafni

    Slakað og skapað er vikulegur dagskrárliður sem slegið hefur í gegn á Gerðarsafni í nóvember. Hönnuðurinn og jógakennarinn...

    ritstjorn 29/11/2019
  • Lesa meira
    Hátíðarhöld í Kópavogi í tilefni 30 ára afmælis Barnasáttmála SÞ

    Haldið verður upp á 30 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna með pompi og prakt í Kópavogi miðvikudaginn...

    ritstjorn 19/11/2019
  • Lesa meira
    50 ár hjá BYKO

    Það heyrir til tíðinda þegar fólk nær háum starfsaldri, sérstaklega þegar starfað hefur verið óslitið hjá sama...

    Auðun Georg Ólafsson 29/08/2019
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi
    Aðsent26/11/2020
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021
  • 64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi
    Fréttir26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Hamraborg 2.0
    Aðsent26/11/2020
  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.