Leiklistarnámskeið fyrir börn og unglinga

Líkt og undanfarin ár stendur Leikfélag Kópavogs fyrir leiklistarnámskeiðum fyrir börn og unglinga. Námskeiðin eru annarsvegar fyrir aldurinn 11-12 ára (6. og 7. bekk) og hinsvegar fyrir unglinga á aldrinum 13-16 ára (8. bekk og eldri). Þau hefjast 8. sept. og standa til loka nóvember.

Námskeið verða vikulega á þriðjudögum kl. 16.00-17.00 fyrir yngri hóp en kl. 17.15-19.15 hjá eldri hópi. Námskeiðin munu standa í 11 vikur til og með 17. nóvember. Í lok námskeiðs mun eldri hópur æfa upp og sýna stutt frumsamið leikrit og er gert ráð fyrir um tveggja vikna vinnu eftir námskeiðið í það.

 

leibeinendur2015large
Leiðbeinendur eru Guðmundur L. Þorvaldsson og Ástþór Ágústsson og Guðlaug Björk Eiríksdóttir.

Leiðbeinendur eru Guðmundur L. Þorvaldsson og Ástþór Ágústsson og Guðlaug Björk Eiríksdóttir verður þeim innan handar. Guðmundur er m.a. menntaður frá New York Film Academy auk fjölmargra námskeiða í leik og leikstjórn og stýrði unglingastarfi félagsins á síðasta ári. Ástþór er menntaður leikari frá Rose Bruford College í London. Guðlaug Björk er gamalreyndur félagsmaður í LK.

Kynningarfundur vegna námskeiðanna verður haldinn sun. 6. sept. kl. 16.00 í Leikhúsinu Funalind 2. Þar er hægt að skrá sig á námskeið en bent er á að takmarkaður fjöldi kemst að. Hægt er forskrá sig á námskeið með því að senda póst álk@kopleik.is.

Námskeiðið kostar 15.000 kr. á mann en við bendum á að þátttakendur með lögheimili í Kópavogi geta fengið frístundastyrk á móti sem nemur um 2/3 hlutum þátttökugjalds. Upplýsingar um frístundastyrki sem hægt er að sækja um rafrænt, má fá hér (http://www.kopavogur.is/thjonusta/tomstundir/fristundastyrkir/).

Hægt er að skrá sig á námskeiðið með því að senda póst á lk@kopleik.is með nafni og kennitölu þátttakanda auk nafns forráðamanns og síma. Einnig er hægt að biðja þar um frekari upplýsingar.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér