Leikskólabörn tóku þátt í gjörningi við setningu Kópavogsdaga

Krakkarnir á Kópahvoli á spjalli við bæjarstjóra Kópavogs.
Listakonan Eygló Benediktsdóttir og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs ásamt börnum frá leikskólunum Kópahvoli og Læk en þau tóku þátt í gjörningnum Líf/Leaf við upphaf Kópavogsdaga í dag.
Listakonan Eygló Benediktsdóttir og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs ásamt börnum frá leikskólunum Kópahvoli og Læk en þau tóku þátt í gjörningnum Líf/Leaf við upphaf Kópavogsdaga í dag.

Kópavogsdagar, menningarhátíð Kópavogsbæjar, hófust í dag með gjörningi listakonunnar Eyglóar Benediktsdóttur. Gjörningurinn Líf/Leaf felst í því að hengja handmótuð postulínslauf á tré við Café Dix í Hamraborginni.

Í verkinu fæst Eygló við æskuminningar sínar. Amma hennar líkti laufum við hringrás lífsins  en Eygló tók því bókstaflega. „En fólk deyr ekki bara á haustin er það nokkuð krakkar,“ spurði Eygló leikskólabörn frá Kópahvoli og Læk sem tóku þátt í gjörningnum með listakonunni sem gerir í verkinu tilraun til að bjarga lífum. Gjörningurinnn heldur áfram á laugardag.

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri í Kópavogi setti hátíðina. „Það er vel við hæfi að fá leikskólabörn til liðs við okkur í gjörningi sem fjallar um minningar bernskunnar,“ sagði hann við tækifærið. Ármann sagði ánægjulegt hversu margir taka þátt í Kópavogsdögum í ár. „Að þessu sinni var auglýst eftir þátttöku listamanna og niðurstaðan er öflugri hátíð en undanfarin ár. Þá er ókeypis inn á flesta viðburði þannig að allir eiga að geta notið Kópavogsdaga.“

Krakkarnir á Kópahvoli á spjalli við bæjarstjóra Kópavogs.
Krakkarnir á Kópahvoli á spjalli við bæjarstjóra Kópavogs.

Þetta er í ellefta sinn sem Kópavogsdagar eru haldnir en hátíðin stendur til sunnudagsins 11. maí. Viðburðir eru af ýmsum toga og má nefna pönkhátíð á Spot og í Molanum, ævintýraleikrit fyrir börn í Bókasafni Kópavogs, djass og franskar aríur í Tónlistarsafni Íslands, spuna og leik í húsnæði Leikfélags Kópavogs og veggjalist í Hamraborginni. Ljóð fljóta í sundlaugum bæjarins og Karlakór Kópavogs ætlar að vera á rúntinum á laugardeginum og syngja fyrir gesti víða um bæ.

Á síðasta degi hátíðarinnar verður upplýst um útnefningu heiðurslistamanns og bæjarlistamanna. Athöfnin fer fram í Gerðarsafni. Lista- og menningarráð hefur frá árinu 1988 valið heiðurslistamann en í fyrsta sinn nú eru jafnframt útnefndir bæjarlistamenn. Með fyrrnefnda valinu er verið að heiðra listamann fyrir ævistarf en með síðarnefnda valinu er verið að velja efnilega listamenn til að sinna ákveðnu fræðslu – og menningarstarfi.

Nánar um Kópavogsdaga á www.kopavogsdagar.is

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Karen E. Halldórsdóttir
Riff-undirritun2
Heilsuefling_mynd_2
Baejarskrifstofur Kopavogs
Kopavogur
Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir
Þríþraut verðlaun
Karen E. Halldórsdóttir.
Arnþór Sigurðsson