Leikskólabyggingar samhliða þéttingu byggðar?

Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir, oddviti Viðreisnar í Kópavogi.

Í framtíðarstefnu Kópavogsbæjar er stefnt að því að 12 mánaða gömul börn geti innritast á leikskóla. Undanfarin ár hafa 14 mánaða gömul börn innritast en á komandi skólaári er ljóst að eingöngu verður hægt að bjóða 15 mánaða gömlum börnum innritun og skólavist. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur því verið að fjarlægast markmið bæjarins með Framsóknarflokkinn í broddi fylkingar í skipulagsmálum.

Ástæða þess að okkur gengur ekki hraðar en raun ber vitni eru að einhverju leyti rangt mat á stærð árganga en uppbygging leikskóla samhliða þéttingu byggðar hefur heldur ekki verið nógu markviss.

Eins og staðan er nú vantar flest leikskólarými í vesturbæ Kópavogs. Tekin var ákvörðun á síðasta kjörtímabili að rífa Kársnesskóla og átti nýr skóli og leikskóli að styðja við fjölgun barnafjölskyldna á því svæði. Sú framkvæmd hefur tafist en hér ætla ég að fara stuttlega yfir það sem framundan er fyrir nýjan kraftmeiri meirihluta að taka við í vor.

Hönnun nýs fjögurra deilda leikskóla við Skólatröð er í undirbúningi sem áætlað er að taki til starfa haustið 2023. Heildarkostnaður við hann er áætlaður 700 milljónir. Í nýjum Kársnesskóla verður gert ráð fyrir fjögurra deilda leikskóla fyrir allt að 80 börn. Áætlað er að hann taki til starfa 2023 þó upphaflega hafi staðið til að hann tæki til starfa 2022. Heildarkostnaður við Kársnesskóla og leikskóla á þeirri lóð er áætlaður 3,6 milljarðar. Undirbúningur er hafinn að nýjum leikskóla í Glaðheimahverfi sem gæti tekið til starfa 2024. Heildarkostnaður við hann er áætlaður 930 milljónir. Auk þess er stefnt að því að nýta lausar kennslustofur til að stækka aðra leikskóla þar sem því verður fyrir komið og jafnvel á þeim lóðum sem ætlaðar eru fyrir leikskóla samkvæmt skipulagi, til dæmis í Fossvogi og við Naustavör. Þrátt fyrir þessar framkvæmdir þá eru samt nokkur ár í að við getum farið að innrita 12 mánaða gömul börn í Kópavogi.

Það má bæta því við, í þessu samhengi, að á árinu 2022 verður 350 milljónum varið í að klára endurbætur á Kórnum sem ætlað er fyrir skólastarf í Hörðuvallaskóla til að bæta þjónustu við íbúa í efri byggðum. Áfram verða skóla- og leikskólalóðir markvisst endurnýjaðar fyrir 100 milljónir á ári eins og undanfarin ár. Að lokum má minnast á að gert er ráð fyrir að verja rúmum milljarði króna í viðhald fasteigna þar sem áherslan verður lögð á fyrirbyggjandi viðhald og og markvissar aðgerðir til að bæta loftgæði í mannvirkjum bæjarins.

Ekkert af ofangreindu verður þó að veruleika nema unnið sé markvisst og stöðugt að áframhaldandi uppbyggingu. Til þess þarf að velja fólk til verka sem treystandi er fyrir verkefninu. Þeir sem eru áhugasamir og vilja taka þátt í umræðu um þróun og framkvæmdir er varðar leikskóla í Kópavogi geta fylgst með opnum streymsifundi Viðreisnar í Kópavogi á facebook síðu flokksins þann 24. febrúar næstkomandi. Þar mæta sérfræðingar frá menntasviði Kópavogsbæjar og fara yfir málin með okkur.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Grindvíkingar í Kópavogsbúið

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, afhenti Fannari Jónassyni, bæjarstjóra Grindavíkur lykla að íbúðum í gamla Kópavogsbúinu við hátíðlega viðhöfn miðvikudaginn 10. júlí en íbúðirnar verða til afnota fyrir eldra fólk úr

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Ert þú í tengslum?

Aðsent Ert þú í tengslum? Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Félagsleg einangrun er vaxandi vandamál í nútímasamfélagi og rannsóknir sýna að til mikils er að vinna

Pikka upp dósir í Kópavogi

Nú geta íbúar Kópavogs sem vilja styrkja iðkendur íþróttafélaga með dósapening skráð sig á Pikka.is og látið iðkendur koma eftir pöntun að sækja hjá sér dósirnar. Hér áður fyrr var það algengt

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð