Leikskólinn Álfaheiði fær jafnréttisviðurkenningu.

Leikskólinn Álfaheiði í Kópavogi hlaut í dag jafnréttisviðurkenningu Kópavogsbæjar fyrir árið 2013. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri afhenti forsvarsmönnum skólans viðurkenninguna að viðstöddum leikskólabörnum, fulltrúum menntasviðs bæjarins og jafnréttis- og mannréttindaráðs.  Knattspyrnudeild Breiðabliks hlaut einnig jafnréttisverðlaun í ár.

Höfuð-herðar-hné-og-tær-hné-og-tær. Ármann Kr, bæjarstjóri í stuði með krökkunum  í leikskólanu Álfaheiði sem fær jafnréttisviðurkenningu Kópavogs í ár.
Höfuð-herðar-hné-og-tær-hné-og-tær. Ármann Kr, bæjarstjóri í stuði með krökkunum í leikskólanum Álfaheiði sem fær jafnréttisviðurkenningu Kópavogs í ár. Myndir af Facebook síðu Kópavogsbæjar.

Jafnréttisviðurkenningar eru veittar á hverju ári og segir í rökstuðningi jafnréttis- og mannréttindaráðs að starfsmenn leikskólans Álfaheiði hafi undanfarin tíu ár unnið í anda alþjóðlegs námsefnis sem ber heitið Lífsmennt. Námsefnið byggir á 12 jákvæðum gildum og hefur barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi.  „Í skólanum er m.a. fjallað um rétt barna til nafns, fjölskyldu og að eiga heimili í gegnum leik og skapandi starf,“ segir m.a. í rökstuðningi ráðsins.

579667_10151688800687157_249367524_n 1233517_10151688802232157_2086237929_n

Leikskólinn leggur einnig mikla áherslu á forvarnir, fræðslu og viðbrögð við hvers konar ofbeldi gagnvart börnum, svo sem andlegu, líkamlegu eða kynferðislegu. „Að mati jafnréttis- og mannréttindaráðs Kópavogs er leikskólinn til fyrirmyndar þegar  kemur að starfi í þágu jafnréttis- og mannréttinda og er því vel að viðurkenningunni kominn.“

Leikskólastjóri er Elísabet Eyjólfsdóttir.

Leikskólinn Álfaheiði.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

jolastjarna2020_3
Sumarvinna2015_2
margretfridriksxd
ac2ff559-496c-4b40-b0db-0e516a8e1c4b
Unknown-1
Bergljót Kristinsdóttir 2014
Ásdís Helga Jóhannesdóttir.
Kópavogur
gudridur