Leikskólinn Álfaheiði fær jafnréttisviðurkenningu.

Leikskólinn Álfaheiði í Kópavogi hlaut í dag jafnréttisviðurkenningu Kópavogsbæjar fyrir árið 2013. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri afhenti forsvarsmönnum skólans viðurkenninguna að viðstöddum leikskólabörnum, fulltrúum menntasviðs bæjarins og jafnréttis- og mannréttindaráðs.  Knattspyrnudeild Breiðabliks hlaut einnig jafnréttisverðlaun í ár.

Höfuð-herðar-hné-og-tær-hné-og-tær. Ármann Kr, bæjarstjóri í stuði með krökkunum  í leikskólanu Álfaheiði sem fær jafnréttisviðurkenningu Kópavogs í ár.
Höfuð-herðar-hné-og-tær-hné-og-tær. Ármann Kr, bæjarstjóri í stuði með krökkunum í leikskólanum Álfaheiði sem fær jafnréttisviðurkenningu Kópavogs í ár. Myndir af Facebook síðu Kópavogsbæjar.

Jafnréttisviðurkenningar eru veittar á hverju ári og segir í rökstuðningi jafnréttis- og mannréttindaráðs að starfsmenn leikskólans Álfaheiði hafi undanfarin tíu ár unnið í anda alþjóðlegs námsefnis sem ber heitið Lífsmennt. Námsefnið byggir á 12 jákvæðum gildum og hefur barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi.  „Í skólanum er m.a. fjallað um rétt barna til nafns, fjölskyldu og að eiga heimili í gegnum leik og skapandi starf,“ segir m.a. í rökstuðningi ráðsins.

579667_10151688800687157_249367524_n 1233517_10151688802232157_2086237929_n

Leikskólinn leggur einnig mikla áherslu á forvarnir, fræðslu og viðbrögð við hvers konar ofbeldi gagnvart börnum, svo sem andlegu, líkamlegu eða kynferðislegu. „Að mati jafnréttis- og mannréttindaráðs Kópavogs er leikskólinn til fyrirmyndar þegar  kemur að starfi í þágu jafnréttis- og mannréttinda og er því vel að viðurkenningunni kominn.“

Leikskólastjóri er Elísabet Eyjólfsdóttir.

Leikskólinn Álfaheiði.

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem