Leikskólinn Álfaheiði fær jafnréttisviðurkenningu.

Leikskólinn Álfaheiði í Kópavogi hlaut í dag jafnréttisviðurkenningu Kópavogsbæjar fyrir árið 2013. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri afhenti forsvarsmönnum skólans viðurkenninguna að viðstöddum leikskólabörnum, fulltrúum menntasviðs bæjarins og jafnréttis- og mannréttindaráðs.  Knattspyrnudeild Breiðabliks hlaut einnig jafnréttisverðlaun í ár.

Höfuð-herðar-hné-og-tær-hné-og-tær. Ármann Kr, bæjarstjóri í stuði með krökkunum  í leikskólanu Álfaheiði sem fær jafnréttisviðurkenningu Kópavogs í ár.
Höfuð-herðar-hné-og-tær-hné-og-tær. Ármann Kr, bæjarstjóri í stuði með krökkunum í leikskólanum Álfaheiði sem fær jafnréttisviðurkenningu Kópavogs í ár. Myndir af Facebook síðu Kópavogsbæjar.

Jafnréttisviðurkenningar eru veittar á hverju ári og segir í rökstuðningi jafnréttis- og mannréttindaráðs að starfsmenn leikskólans Álfaheiði hafi undanfarin tíu ár unnið í anda alþjóðlegs námsefnis sem ber heitið Lífsmennt. Námsefnið byggir á 12 jákvæðum gildum og hefur barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi.  „Í skólanum er m.a. fjallað um rétt barna til nafns, fjölskyldu og að eiga heimili í gegnum leik og skapandi starf,“ segir m.a. í rökstuðningi ráðsins.

579667_10151688800687157_249367524_n 1233517_10151688802232157_2086237929_n

Leikskólinn leggur einnig mikla áherslu á forvarnir, fræðslu og viðbrögð við hvers konar ofbeldi gagnvart börnum, svo sem andlegu, líkamlegu eða kynferðislegu. „Að mati jafnréttis- og mannréttindaráðs Kópavogs er leikskólinn til fyrirmyndar þegar  kemur að starfi í þágu jafnréttis- og mannréttinda og er því vel að viðurkenningunni kominn.“

Leikskólastjóri er Elísabet Eyjólfsdóttir.

Leikskólinn Álfaheiði.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér