Leiktæki, lýsing, þrektæki og hlaupahjólastæði meðal verkefna sem voru valin í Okkar Kópavogi

Leiktæki fyrir hreyfihamlaða, læsanleg stæði fyrir rafhlaupahjól, risaróla við Kársnesstíg, lýsing af ýmsu tagi, þrektæki fyrir eldri borgara og skilti með gömlum leikjum er meðal þess sem íbúar Kópavogs völdu áfram í kosningum í verkefninu Okkar Kópavogur 2021-2023.

Rafrænar kosningar í verkefninu hófust þann 26. janúar síðastliðinn og lauk á hádegi þann 9. febrúar. Á kjörskrá voru 32.506 íbúar og kusu 4759 íbúar, eða 14,6%. Flestir þátttakendur voru á aldrinum 35-45 ára, og næst flestir á aldrinum 46-55 ára.

Alls komust 26 hugmyndir af samtals 94 áfram í kosningunni. Kópavogi var skipt í fimm hverfi í verkefninu, Kársnes, Digranes, Smárann, Lindir og Salahverfi og Vatnsenda. Hverfunum af úthlutað fjármagni eftir íbúafjölda en allt að 200 milljónum verður varið í framkvæmdirnar árin 2022 og 2023.

Nánari upplýsingar á vef Kópavogsbæjar

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér