Leiktæki, lýsing, þrektæki og hlaupahjólastæði meðal verkefna sem voru valin í Okkar Kópavogi

Leiktæki fyrir hreyfihamlaða, læsanleg stæði fyrir rafhlaupahjól, risaróla við Kársnesstíg, lýsing af ýmsu tagi, þrektæki fyrir eldri borgara og skilti með gömlum leikjum er meðal þess sem íbúar Kópavogs völdu áfram í kosningum í verkefninu Okkar Kópavogur 2021-2023.

Rafrænar kosningar í verkefninu hófust þann 26. janúar síðastliðinn og lauk á hádegi þann 9. febrúar. Á kjörskrá voru 32.506 íbúar og kusu 4759 íbúar, eða 14,6%. Flestir þátttakendur voru á aldrinum 35-45 ára, og næst flestir á aldrinum 46-55 ára.

Alls komust 26 hugmyndir af samtals 94 áfram í kosningunni. Kópavogi var skipt í fimm hverfi í verkefninu, Kársnes, Digranes, Smárann, Lindir og Salahverfi og Vatnsenda. Hverfunum af úthlutað fjármagni eftir íbúafjölda en allt að 200 milljónum verður varið í framkvæmdirnar árin 2022 og 2023.

Nánari upplýsingar á vef Kópavogsbæjar

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar