Leiktæki, lýsing, þrektæki og hlaupahjólastæði meðal verkefna sem voru valin í Okkar Kópavogi

Leiktæki fyrir hreyfihamlaða, læsanleg stæði fyrir rafhlaupahjól, risaróla við Kársnesstíg, lýsing af ýmsu tagi, þrektæki fyrir eldri borgara og skilti með gömlum leikjum er meðal þess sem íbúar Kópavogs völdu áfram í kosningum í verkefninu Okkar Kópavogur 2021-2023.

Rafrænar kosningar í verkefninu hófust þann 26. janúar síðastliðinn og lauk á hádegi þann 9. febrúar. Á kjörskrá voru 32.506 íbúar og kusu 4759 íbúar, eða 14,6%. Flestir þátttakendur voru á aldrinum 35-45 ára, og næst flestir á aldrinum 46-55 ára.

Alls komust 26 hugmyndir af samtals 94 áfram í kosningunni. Kópavogi var skipt í fimm hverfi í verkefninu, Kársnes, Digranes, Smárann, Lindir og Salahverfi og Vatnsenda. Hverfunum af úthlutað fjármagni eftir íbúafjölda en allt að 200 milljónum verður varið í framkvæmdirnar árin 2022 og 2023.

Nánari upplýsingar á vef Kópavogsbæjar

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem