Tryggvi Guðmunds sér um æfingu hjá HK

HK-menn hefja undirbúningstímabilið þjálfaralausir.
HK-menn í baráttunni í sumar. Undirbúningstímabilið hefst á morgun en liðið er ennþá án þjálfara. 

Undirbúningstímabil meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá HK hefst á morgun, föstudaginn 1. nóvember, þar sem liðið býr sig undir slaginn í 1. deildina að ári. Það verða þeir Tryggvi Guðmundsson, leikmaður meistaraflokks, og Bryngeir Torfason, þjálfari 2. flokks, sem stjórna fyrstu æfingunni sem  fer fram í Kórnum annað kvöld.

Ekki er búið að ganga frá ráðningu þjálfara í stað Gunnlaugs Jónssonar en Þórir Bergsson formaður meistaraflokksráðs karla sagði við HK-vefinn að unnið væri að því að koma þeim málum á hreint.

„Málin eru í góðum farvegi og þau skýrast vonandi á allra næstu dögum. Aðalatriðið í dag er að okkar leikmenn hefji æfingarnar af krafti frá og með morgundeginum og byrji að búa sig undir skemmtilegt og spennandi tímabil sem við eigum fyrir höndum í 1. deildinni. Það er mikill hugur í öllum sem að þessu koma að gera hlutina vel,“ sagði Þórir Bergsson í samtali við hk.is.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér