Tryggvi Guðmunds sér um æfingu hjá HK

HK-menn hefja undirbúningstímabilið þjálfaralausir.
HK-menn í baráttunni í sumar. Undirbúningstímabilið hefst á morgun en liðið er ennþá án þjálfara. 

Undirbúningstímabil meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá HK hefst á morgun, föstudaginn 1. nóvember, þar sem liðið býr sig undir slaginn í 1. deildina að ári. Það verða þeir Tryggvi Guðmundsson, leikmaður meistaraflokks, og Bryngeir Torfason, þjálfari 2. flokks, sem stjórna fyrstu æfingunni sem  fer fram í Kórnum annað kvöld.

Ekki er búið að ganga frá ráðningu þjálfara í stað Gunnlaugs Jónssonar en Þórir Bergsson formaður meistaraflokksráðs karla sagði við HK-vefinn að unnið væri að því að koma þeim málum á hreint.

„Málin eru í góðum farvegi og þau skýrast vonandi á allra næstu dögum. Aðalatriðið í dag er að okkar leikmenn hefji æfingarnar af krafti frá og með morgundeginum og byrji að búa sig undir skemmtilegt og spennandi tímabil sem við eigum fyrir höndum í 1. deildinni. Það er mikill hugur í öllum sem að þessu koma að gera hlutina vel,“ sagði Þórir Bergsson í samtali við hk.is.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar