Lesið fyrir hunda

Hundurinn hjálpar barninu að slaka á, gagnrýnir ekki lesturinn og leiðréttir ekki barnið. Mynd: Bjarni Eiríksson.

Bókasafn Kópavogs ásamt Vigdísi, vinum gæludýra á Íslandi, hefur síðustu árin boðið börnum að lesa fyrir hunda sem hafa fengið sérstaka þjálfun í að hlusta á upplestur. Verkefnið heldur áfram í vetur og verða sjálfboðaliðarnir með hlífðargrímur í ljósi aðstæðna.

Markmiðið með lestrarstundunum er að auka öryggi við lestur, ekki síst hjá þeim börnum sem eiga við lestrarörðugleika að stríða. Hundurinn hjálpar barninu að slaka á, gagnrýnir ekki lesturinn og leiðréttir ekki barnið. Níu börn komast að hverju sinni.

Nánari upplýsingar um verkefnið eru á http://www.hundalestur.is
Allar helstu upplýsingar um skráningu er að finna á bokasafn.kopavogur.is

Umræðan

Fleiri fréttir

Ársreikningur staðfestur

Bæjarstjórn Kópavogs staðfesti ársreikning ársins 2024 á fundi sínum 13.maí að lokinni síðari umræðu um ársreikninginn. Ársreikningurinn var lagður fram í bæjarráði Kópavogs fimmtudaginn 10.apríl og vísað til fyrri umræðu í