Leynd af meðmælalistum framboða í Kópavogi aflétt

Þór Jónsson.
Þór Jónsson.

Yfirkjörstjórn í Kópavogi hefur afhent Þór Jónssyni, fyrrum upplýsingafulltrúa Kópavogs og íbúa í bænum, meðmælalista allra framboða í liðnum sveitarstjórnarkosningum. Daginn fyrir kosningar, þann 30 maí síðastliðinn, kærði Þór yfirkjörstjórn Kópavogs til úrskurðarnefndar um upplýsingarmál fyrir vanrækslu á að afhenda honum skriflegar yfirlýsingar kjósenda um stuðning við framboðin. Þór hefur nú fallið frá þessari kæru því yfirkjörstjórn hefur samþykkt beiðni hans um aðgang og afrit af meðmælalistum framboðanna. 

Næstbesti flokkurinn og Píratar brugðust ókvæða við þegar umboðsmenn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks báðu um að fá þessa lista afhenta. Mótmæli þeirra urðu til þess að umboðsmennirnir drógu óskir sínar til baka um að sjá listana. Þór segir það koma óneitanlega á óvart að það voru fulltrúar uppvöðsluflokka gegn stofnanakerfinu sem lögðust gegn gagnsæi í stjórnsýslunni, en ekki talsmenn gamalgrónu flokkanna:

Píratar máttu ekki heyra á það minnst að þessi opinberu gögn í vörslu stjórnvalda yrðu látin af hendi, þegar farið var fram á það, en að öðru leyti hefur mest borið á þeim við að verja leka á trúnaðargögnum. Næstbesti flokkurinn líkti framangreindu gagnsæi í íslenskri stjórnsýslu við starfsaðferðir Stasí, hvernig sem slík röksemdafærsla fær staðist. Alþingi setti nefnilega upplýsingalög og stjórnsýslulög til að koma böndum á stjórnvöld og tryggja rétt borgaranna í viðskiptum sínum við þau.

Þór fannst einboðið að láta reyna á upplýsingaréttinn – sem bar árangur, þótt seint væri, og deilir nú gögnunum af Facebook síðu sinni.

Umræðan

Fleiri fréttir

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Vindur í eigu þjóðar

Á flokksráðsfundi okkar Vinstri grænna sem haldinn var í Reykjanesbæ um liðna helgi var ítrekað mikilvægi þess að mörkuð verði stefna um nýtingu vinds til orkuöflunar á Íslandi. Við viljum

Gamlar fréttir úr sarpinum

karsnesf
mynd
Jólatréð á Hálsatorgi
Lindex í Smáralind
styrkur-1
Screen-Shot-2019-10-13-at-00.18.28
sundlaugardot
lk_newlogolarge