Leysum húsnæðisvandann  – VG í Kópavogi

Vinstri græn í Kópavogi kynna stefnu sína í dag 9. mai kl 16:00 í Náttúrufræðistofu Kópavogs Hamraborg 6a.

Vinstri græn í Kópavogi kynna stefnu sína fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor, þann 9. mai kl 16:00 í Náttúrufræðistofu Kópavogs Hamraborg 6a. Stefnan ber yfirskriftina; Vinstri græn í Kópavogi- fjölskylduvænni og grænni bær.

„Þetta er metnaðarfull, framsýn og raunhæf stefna, þar sem lögð er áhersla á velferð bæjarbúa og umhverfismál. Húsnæðismál eru sett á oddinn, því öruggt og heilsusamlegt húsnæði er grundvallar mannréttindi. Algjörlega er óásættanlegt að meðal biðtími eftir félagslegu húsnæði í Kópavogi sé 3 ár. Meðal þeirra sem bíða eru barnafjölskyldur, þar sem börnin búa við tíða flutninga og ótryggar aðstæður. Vinnstri græn vilja samstarf allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu við að leysa vandann. Enginn geti skorast undan því að axla ábyrgð. Vinstri græn í Kópavogi vilja jafnframt styrkja leik- og grunnskóla, tryggja öllum börnum aðgengi að tómstundum, vinna gegn loftslagsbreytingum og mengun, tryggja öldruðum góða þjónustu í heimbyggð, stórauka uppbyggingu stígakerfis og efla almenningssamgöngur m.a með uppbyggingu Borgarlínu.“

Hægt verður að fá stefnuna útprentaða hjá VG í Kópavogi og einnig verður hægt að kynna sér hana á slóðinni: https://x18.vg.is/frambod/

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn