Leysum húsnæðisvandann  – VG í Kópavogi

Vinstri græn í Kópavogi kynna stefnu sína í dag 9. mai kl 16:00 í Náttúrufræðistofu Kópavogs Hamraborg 6a.
Vinstri græn í Kópavogi kynna stefnu sína í dag 9. mai kl 16:00 í Náttúrufræðistofu Kópavogs Hamraborg 6a.

Vinstri græn í Kópavogi kynna stefnu sína fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor, þann 9. mai kl 16:00 í Náttúrufræðistofu Kópavogs Hamraborg 6a. Stefnan ber yfirskriftina; Vinstri græn í Kópavogi- fjölskylduvænni og grænni bær.

„Þetta er metnaðarfull, framsýn og raunhæf stefna, þar sem lögð er áhersla á velferð bæjarbúa og umhverfismál. Húsnæðismál eru sett á oddinn, því öruggt og heilsusamlegt húsnæði er grundvallar mannréttindi. Algjörlega er óásættanlegt að meðal biðtími eftir félagslegu húsnæði í Kópavogi sé 3 ár. Meðal þeirra sem bíða eru barnafjölskyldur, þar sem börnin búa við tíða flutninga og ótryggar aðstæður. Vinnstri græn vilja samstarf allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu við að leysa vandann. Enginn geti skorast undan því að axla ábyrgð. Vinstri græn í Kópavogi vilja jafnframt styrkja leik- og grunnskóla, tryggja öllum börnum aðgengi að tómstundum, vinna gegn loftslagsbreytingum og mengun, tryggja öldruðum góða þjónustu í heimbyggð, stórauka uppbyggingu stígakerfis og efla almenningssamgöngur m.a með uppbyggingu Borgarlínu.“

Hægt verður að fá stefnuna útprentaða hjá VG í Kópavogi og einnig verður hægt að kynna sér hana á slóðinni: https://x18.vg.is/frambod/

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar