Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Sölubás Regnbogabarna er áberandi á Hamraborarhátíðinni í ár en það er enginn annar en Glanni glæpur sem sér um að koma namminu ofan í börnin.

Stefán Karl Stefánsson á bás Regnbogabarna á Hamraborgarhátíðinni.
Stefán Karl Stefánsson á bás Regnbogabarna á Hamraborgarhátíðinni.

Stefán Karl Stefánsson, sem þekkir Glanna ágætlega, segir Hamraborgarhátíðina frábæran vettvang til að kynna starfsemi Regnbogabarna – og safna um leið fjármunum fyrir starfsemina.  „Glanni segir það gott að selja nammi í Kópavogi en við hjá Regnbogabörnum viljum endilega koma því að að við eigum öll að vera vinir og að aðgát skal höfð í nærveru sálar. Það er yndislegt að vera hér í Kópavogi og hingað á básinn okkar eru allir velkomnir,“ segir Stefán Karl.

Skammt frá bás Regnbogabarna hittum við fyrir listamenn sem voru að kynna starfsemi Molans. Molinn – ungmennahús er fyrir ungt fólk á aldrinum 16 ára og upp úr sem býður upp á jákvætt og vímulaust umhverfi og afþreyingu.

Árni og Magni úr Molanum.
Árni og Magni úr Molanum.

Árni Guðmundsson og Magni Þór Pétursson voru að mála listaverk þegar við litum til þeirra. „Molinn er lista- og menningarhús fyrir ungt fólk. Við komum að sýningum og hjálpum ungu listafólki í Kópavogi að koma sér á framfæri. Það eru allir velkomnir í Molann,“ segir Árni.

Þær Sigga og Elín G hjá leikskólanum Arnarsmára höfðu nóg að gera við að selja grænmeti, brauð og eigin matreiðslubók þegar okkur bar að garði.

Sigga og Elín höfðu nóg að gera.
Sigga og Elín höfðu nóg að gera.

„Það er allt á fullu hérna hjá okkur á Hamraborgarhátíðinni. Við erum að safna í vorferð til Berlínar fyrir kennarana sem eru um 25 talsins. Matreiðslubókin okkar með alls konar uppskriftum rokselst – sem kemur okkur eignlega ekki á óvart því hún leysir allar aðrar matreiðslubækur af hólmi!“ segir Elín, kampakát.

2013-08-31-1694

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar