Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Sölubás Regnbogabarna er áberandi á Hamraborarhátíðinni í ár en það er enginn annar en Glanni glæpur sem sér um að koma namminu ofan í börnin.

Stefán Karl Stefánsson á bás Regnbogabarna á Hamraborgarhátíðinni.
Stefán Karl Stefánsson á bás Regnbogabarna á Hamraborgarhátíðinni.

Stefán Karl Stefánsson, sem þekkir Glanna ágætlega, segir Hamraborgarhátíðina frábæran vettvang til að kynna starfsemi Regnbogabarna – og safna um leið fjármunum fyrir starfsemina.  „Glanni segir það gott að selja nammi í Kópavogi en við hjá Regnbogabörnum viljum endilega koma því að að við eigum öll að vera vinir og að aðgát skal höfð í nærveru sálar. Það er yndislegt að vera hér í Kópavogi og hingað á básinn okkar eru allir velkomnir,“ segir Stefán Karl.

Skammt frá bás Regnbogabarna hittum við fyrir listamenn sem voru að kynna starfsemi Molans. Molinn – ungmennahús er fyrir ungt fólk á aldrinum 16 ára og upp úr sem býður upp á jákvætt og vímulaust umhverfi og afþreyingu.

Árni og Magni úr Molanum.
Árni og Magni úr Molanum.

Árni Guðmundsson og Magni Þór Pétursson voru að mála listaverk þegar við litum til þeirra. „Molinn er lista- og menningarhús fyrir ungt fólk. Við komum að sýningum og hjálpum ungu listafólki í Kópavogi að koma sér á framfæri. Það eru allir velkomnir í Molann,“ segir Árni.

Þær Sigga og Elín G hjá leikskólanum Arnarsmára höfðu nóg að gera við að selja grænmeti, brauð og eigin matreiðslubók þegar okkur bar að garði.

Sigga og Elín höfðu nóg að gera.
Sigga og Elín höfðu nóg að gera.

„Það er allt á fullu hérna hjá okkur á Hamraborgarhátíðinni. Við erum að safna í vorferð til Berlínar fyrir kennarana sem eru um 25 talsins. Matreiðslubókin okkar með alls konar uppskriftum rokselst – sem kemur okkur eignlega ekki á óvart því hún leysir allar aðrar matreiðslubækur af hólmi!“ segir Elín, kampakát.

2013-08-31-1694

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Salurinn
GIG1
Karen E. Halldórsdóttir
Sigurbjorg-1
Sigurbjorg-1
Ólafur Þór Gunnarsson
Jafnréttisviðurkenning
Íþróttafólk Kópavogs
IMG_3249