Líffræðingur kennir jóga

Kristín Harðardóttir, líffræðingur og jógakennari.
Kristín Harðardóttir, líffræðingur og jógakennari.

Undanfarna mánuði hefur verið tekin upp sú nýbreytni á Bókasafni Kópavogs að bjóða upp á slökunarjóga á safninu klukkan 12:00 á mánudögum. Kennarinn er einn starfsmanna menningarhúsa bæjarins, Kristín Harðardóttir, sem er líffræðingur á Náttúrufræðistofu Kópavogs en er ný útskrifuð úr jógakennaranámi.
„Ég kláraði námið í vor hjá Ástu Arnardóttur í Yogavin. Ég tók námið með vinnu á átta mánuðum en það fór fram í lotum í sumar og um helgar.“ En af hverju tekur virðulegur líffræðingur upp á að mennta sig í allt öðru fagi? „Ég gerði þetta bara fyrir sjálfa mig,“ segir Kristín. „Þetta er gott fyrir líkama og sál.“

Þegar fréttist af þessu uppátæki Kristínar á vinnustaðnum fæddist strax áhugi á því að nýta þessa nýju þekkingu í starfinu. Þannig atvikaðist að Kristín var fengin til að stýra slökunarjóga á bókasafninu. Fyrst var gerð tilraun í desember þar sem gestum safnsins var boðið að líta inn og láta jólastressið líða úr sér. Árangurinn var svo góður að ákveðið var að halda áfram á nýju ári og nú eru vikulegir tímar í hádeginu.

„Þetta er frábrugðið öðrum jógatímum að því leyti að það eru engar mottur og engin íþróttaföt. Við sitjum bara á stólum. Axlir og slökun eru helstu viðfangsefni tímanna. Mér finnst sjálfri mjög gott að byrja vikuna svona,“ segir Kristín.

Allir eru velkomnir í tímana, þó þeir henti ekki mjög ungum börnum. Kristín segir allskonar fólk mæta, bæði fólk sem vinnur víðsvegar í Hamraborginni sem og fólk sem gerir sér ferð í tímana. Ekki þarf að skrá sig heldur getur fólk bara mætt þegar það á kost á því að koma.

„Við stefnum á að vera með þetta út maí á mánudögum. Svo sjáum við til hvað við gerum í sumar. Það væri mjög spennandi að geta haft tíma úti í grasinu,“ segir jógakennarinn og líffræðingurinn Kristín Harðardóttir.

Umræðan

Fleiri fréttir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á