Lífið er hér fyrir þig og handa þér

Hvernig ég kemst upp úr sófanum til betri heilsu?

Það eru til margar leiðir og ég hef prufað þær flestar. Allar bera þær að sama brunni.

Það skiptir ekki endilega máli hvað maður gerir heldur að framkvæma ákvörðunina. Fyrir mér er það nákvæmlega það sem skiptir máli.  Hvað vil ég? Af hverju?

Hvernig er hægt að komast að því? Jú, með því að setjast niður og hreint og beint skrifa niður allt sem maður vill fá út úr því að hreyfa sig og bæta mataræðið. Hvað gæti komið út úr því?

Til dæmis aukið þrek, færri kíló, betri svefn, minna stress, betri heilsa og meiri lífsgæði. Næst er gott að spyrja sig hvað maður getur gert sjálfur og hvar þarf að biðja um hjálp. Vilt þú gera þetta ein(n) eða í hóp með fleirum sem eru að rækta sig? Það er mikið í boði og alltaf hægt að finna eitthvað sem passar manni. Aðal málið er að fylgja því sem maður ákvað og vera alltaf meðvitaður um hvað maður er að gera og af hverju. Þannig kemur áhugi á verkefninu. Í framhaldinu kemur árangurinn í ljós. Þetta er ekki bein braut og verður ekki auðvelt en hey, það er ekki auðvelt að vera fastur í sófanum og hafa ekki kraft til að gera það sem maður langar í raun. Að standa upp úr sófanum er ekki andlega erfiðara en að sitja fastur. 

Hverju myndir þú ráðleggja þínum besta vin? Vertu þinn besti vinur. Það er allt hægt ef þú villt það.

Þetta er mín aðferð og hefur gefist mér vel. Ég hvet þig til að prófa.

Arnfinnur Daníelsson.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar