• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Fréttir

Lífskjara- og þjónustustaðall í Kópavogi

Lífskjara- og þjónustustaðall í Kópavogi
ritstjorn
13/04/2019


Auðveldara verður að fylgjast með stöðu sveitarfélags á alþjóðavísu, fylgjast með stöðu milli ára og mæla framgang í innleiðingu Heimsmarkmiða SÞ.

Kópavogsbær hefur fengið vottun um að bærinn uppfylli lífskjara- og þjónustustaðal World Council on City Data (WCCD).

Í staðlinum eru 100 vísar, sem staðallinn skilgreinir hvernig beri að mæla. Vísarnir segja til um félagslegan, efnahagslegan og umhverfislegan árangur sveitarfélags. Með því að uppfylla staðalinn er Kópavogur orðið hluti af hópi sveitarfélaga á alþjóðavísu sem öll mæla á sama hátt þessa 100 vísa og eru því samanburðarhæfir árangursmælar. Kópavogur fékk platínuvottun fyrir að skila inn 97 vísum.

Kópavogsbær mun nýta mælingar úr staðlinum til að fylgjast með stöðu sveitarfélagsins á alþjóðavísu auk þess sem staðallinn nýtist til þess að fylgjast með stöðu mála á milli ára. Mælingar úr staðlinum munu einnig nýtast til að mæla framgang í innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna í Kópavogi.

„Hjá Kópavogsbæ höfum við undanfarin ár unnið markvisst að því að bæta mælingar á ýmsum þáttum í starfi sveitarfélagsins. Það nýtist okkur til að fylgjast betur með árangri af settum stefnum og markmiðum og gerir rekstur sveitarfélagsins betri,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs.

Vísarnir snerta á mörgum þáttum og voru ýmsar áskoranir fyrir sveitarfélagið að nálgast gögn og upplýsingar. Ríkt samstarf þurfti við ríkisstofnanir, fyrirtæki og á milli sviða Kópavogsbæjar við innleiðingu og mælingu vísanna. Meðal stofnana, byggðasamlaga og fyrirtækja sem koma að verkefninu með gagnasöfnun eða upplýsingagjöf má nefna Velferðarráðuneytið, Umhverfisstofnun, Samgöngustofu, Vinnumálastofnun, Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, Þjóðskrá Íslands, Hagstofu Íslands, Embætti landlæknis, Landspítalann, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Lögreglu höfuðborgarsvæðisins, Strætó, Sorpu, Heilsugæslustöðvar Kópavogs, Gallup og áfram mætti telja. 

WCCD er stofnun sem heldur utan um samanburðarhæfingar mælingar sveitarfélaga  á alþjóðavísu. WCCD hefur þróað staðalinn sem ber númerið ISO 37120. Hann er fyrsti alþjóðlegi staðallinn um gögn sem tengjast sveitarfélögum og heldur utan um skrá sveitarfélaga sem fengið hafa vottun á ISO 37120. Á vefsíðu tileinkaðri staðlinum,http://www.dataforcities.org/, má nálgast aðgengilegar upplýsingar um vottuð sveitarfélög og stöðu árangursmælinga þeirra.

Dr. Patricia L. McCarney, framkvæmdastjóri WCCD, segir framúrskarandi að skrá 97 af 100 vísum og bendir á að óháðir vottunaraðilar hafi lofað vinnu bæjarins, nákvæmni og gagnaöflun: „Nálgun Kópavogsbæjar ætti að vera borgum um heim allan fyrirmynd að mati vottunaraðila,“ segir McCarney.

Þess má geta að Kópavogsbær er einnig gæðavottað sveitarfélag (ISO 9001) og hefur skoðað félagslegar framfarir í bæjarfélaginu með aðferðafræði vísitölu félagslegra framfara,  (e. Social Progress Index, SPI). Þá er Kópavogsbær í samvinnu við OECD um gerð mælikvarða sem nýta má við innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti síðastliðið haust að innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í yfirstefnu bæjarins.

Efnisorðefst á baugiisolífskjarastaðallsþ
Fréttir
13/04/2019
ritstjorn

Efnisorðefst á baugiisolífskjarastaðallsþ

Meira

  • Lesa meira
    Safna fæðingarsögum feðra og ætla að gefa út í bók

    Í Smárahverfinu býr parið Ísak og Gréta María en þau eru að vinna að verkefni sem heitir...

    Auðun Georg Ólafsson 16/12/2020
  • Lesa meira
    Tendrað á jólastjörnu

    Tendrað var á jólastjörnunni á Hálsatorgi á alþjóðlegum degi barna, 20. nóvember s.l. Tendrað var á jólatré...

    ritstjorn 08/12/2020
  • Lesa meira
    Miðbær Kópavogs tekur stakkaskiptum

    550 íbúðir verða á Hamraborgarsvæðinu samkvæmt fyrirliggjandi tillögu að breyttu aðalskipulagi og deiliskipulagi sem samþykkt hafa verið...

    ritstjorn 02/12/2020
  • Lesa meira
    64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi

    Samningur um byggingu 64 rýma hjúkrunarheimilis í Boðaþingi var samþykktur í Bæjarstjórn Kópavogs þann 24. nóvember s.l,...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Geðræktarhús í Kópavogi

    Í tilefni af Alþjóða geðheilbrigðisdagsins, 10. október s.l, kynnti Kópavogsbær að Hressingarhælið í Kópavogi verði nýtt í...

    ritstjorn 22/10/2020
  • Lesa meira
    Leiðarljós að viðhalda óskertu skólastarfi

    Áhrif Covid á leik- og grunnskóla í Kópavogi í haust eru af ýmsum toga. Áhersla er lögð...

    ritstjorn 22/10/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbær í samstarf við íþróttafélög um námskeið fyrir eldri borgara

    Nýju verkefni, Virkni og vellíðan, verður hleypt formlega af stokkunum á morgun, 1.október, en það er hluti...

    ritstjorn 30/09/2020
  • Lesa meira
    „Verkefni allra í HK er að koma félaginu í fremstu röð í íslenskri knattspyrnu“

    Knattspyrnudeild HK hefur gert samning við Daða Rafnsson sem yfirmann knattspyrnuþróunar hjá félaginu. Daði mun taka að...

    ritstjorn 25/09/2020
  • Lesa meira
    Birkifræjum sáð í landi Kópavogs

    Kópavogsbær er einn samstarfsaðila Skógræktarinnar og Landgræðslunnar í landssöfnun á birkifræjum sem hleypt var af stokkunum 16....

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbær yfir OECD meðaltali við innleiðingu Heimsmarkmiðanna

    Frammistaða Kópavogsbæjar er vel yfir meðaltali Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, hvað varðar stöðu innleiðingar margra Heimsmarkmiða Sameinuðu...

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Fyrirtæki í Kópavogi innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

    Ellefu fyrirtæki í Kópavogi hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um innleiðingu  Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun inn...

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Íbúar Glaðheima ánægðir með hverfið

    Staðsetning og nálægð við þjónustu skipti miklu máli þegar íbúar í Glaðheimum í Kópavogi tóku ákvörðun um...

    ritstjorn 17/09/2020
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi
    Aðsent26/11/2020
  • „Verkefni allra í HK er að koma félaginu í fremstu röð í íslenskri knattspyrnu“
    Fréttir25/09/2020
  • Við erum öll barnavernd
    Aðsent24/09/2020
  • Vellíðan eldri Kópavogsbúa í fyrirrúmi
    Aðsent24/09/2020
  • Samstaða, lærdómur og þakklæti
    Aðsent18/12/2020
  • Safna fæðingarsögum feðra og ætla að gefa út í bók
    Fréttir16/12/2020
  • Tækifærin eru í Kópavogi
    Aðsent08/12/2020
  • Tendrað á jólastjörnu
    Fréttir08/12/2020

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Samstaða, lærdómur og þakklæti
    Aðsent18/12/2020
  • Safna fæðingarsögum feðra og ætla að gefa út í bók
    Fréttir16/12/2020
  • Tækifærin eru í Kópavogi
    Aðsent08/12/2020
  • Tendrað á jólastjörnu
    Fréttir08/12/2020

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.