Líkamsrækt, kaffihús og apótek á leiðinni í gamla Toyota húsið við Nýbýlaveg.

Glæsilegt verslunarhúsnæði við Nýbýlaveg. Okkar „Glæsibær?“
Glæsilegt verslunarhúsnæði við Nýbýlaveg. Okkar „Glæsibær?“

Flestir sem eiga leið framhjá gamla Toyota húsinu við Nýbýlaveg taka eftir risastóru „Til Leigu“ skilti sem blasir þar við. Nú er að byggjast þar upp öflugur kjarni verslunar og þjónustu, að því er fram kemur hjá Markaðsstofu Kópavogs.  Bónus opnaði nýverið verslun á Nýbýlavegi 4 og á næstunni mun Lyfja hefja rekstur í sama húsi. Metabolic mun fljótlega opna líkamsræktarstöð á Nýbýlavegi 6, en í sama húsi er Hátækni með útsölumarkað. Von er fleiri rekstaraðilum í það húsnæði. Á Nýbýlavegi 8 eru sprotasetrið Byrjunarreitur með starfsemi ásamt fasteignasölunni Domusnova og bónstöðinni Eðalbón. Nýlega festi Kaffitár kaup á húsnæðinu á Nýbýlavegi 12 þar sem bráðlega opnar kaffistaður á þeirra vegum sem hefur fengið nafnið Kruðerí. Það verður því nóg um að vera í þessu frábæra verslunarhúsnæði sem sumir vilja fara að nefna „Glæsibæ“ okkar Kópavogsbúa.

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér