Líkamsrækt, kaffihús og apótek á leiðinni í gamla Toyota húsið við Nýbýlaveg.

Glæsilegt verslunarhúsnæði við Nýbýlaveg. Okkar „Glæsibær?“
Glæsilegt verslunarhúsnæði við Nýbýlaveg. Okkar „Glæsibær?“

Flestir sem eiga leið framhjá gamla Toyota húsinu við Nýbýlaveg taka eftir risastóru „Til Leigu“ skilti sem blasir þar við. Nú er að byggjast þar upp öflugur kjarni verslunar og þjónustu, að því er fram kemur hjá Markaðsstofu Kópavogs.  Bónus opnaði nýverið verslun á Nýbýlavegi 4 og á næstunni mun Lyfja hefja rekstur í sama húsi. Metabolic mun fljótlega opna líkamsræktarstöð á Nýbýlavegi 6, en í sama húsi er Hátækni með útsölumarkað. Von er fleiri rekstaraðilum í það húsnæði. Á Nýbýlavegi 8 eru sprotasetrið Byrjunarreitur með starfsemi ásamt fasteignasölunni Domusnova og bónstöðinni Eðalbón. Nýlega festi Kaffitár kaup á húsnæðinu á Nýbýlavegi 12 þar sem bráðlega opnar kaffistaður á þeirra vegum sem hefur fengið nafnið Kruðerí. Það verður því nóg um að vera í þessu frábæra verslunarhúsnæði sem sumir vilja fara að nefna „Glæsibæ“ okkar Kópavogsbúa.

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar