Lindasmári 18-54 er gata ársins í Kópavogi (myndband):

Gata ársins í Kópavogi fyrir árið 2013 er Lindasmári 18-54. Gatan er öll hin glæsilegasta þar sem íbúar hafa lagt mikla rækt í einkagarða ásamt því að halda sameiginlegu svæði vel hirtu og snyrtilegu, segir í umsögn umhverfis- og samgöngunefndar, en viðurkenningin var veitt íbúum við götuna við hátíðlega athöfn í dag.

Lindasmári 18-54 er gata ársins í Kópavogi.
Lindasmári 18-54 er gata ársins í Kópavogi.

Smárahverfið í Kópavogi var skipulagt á árunum 1990 – 91. Það er miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu og hefur verið vinsælt meðal fjölskyldufólks og eldri borgara. Öll raðhúsabyggðin í Lindasmára er hluti af Smárahverfinu og var skipulagt með áherslu á lága og þétta byggð í nálægð við verslun og þjónustu. Alls eru þar 10 raðhúsalengjur og 2 parhús, alls 50 íbúðir. Hvert húsnæði hefur sérlóð en hver botnlangi á sameiginlegt rými. Íbúar Lindasmára 18-54 eru vel að viðurkenningunni komnir fyrir að hafa hugað vel að umhverfi sínu, haldið húsum sínum og lóðum snyrtilegum og götunni fallegri í áranna rás, segir í tilkynningu frá umhverfis- og samgöngunefnd. Íbúar götunnar eru öðrum íbúum Kópavogs hvatning og fyrirmynd.

Íbúar við Lindargötu héldu upp á viðurkenninguna með því að koma saman og grilla úti á götu.  Margrét Björnsdóttir, formaður umhverfis- og samgöngunefndar, naut aðstoðar barna við götuna við að gróðursetja skrautreyni og Ómar Stefánsson, varaformaður bæjarráðs, afhjúpaði skjöld þar sem fram kemur að Lindasmári er gata ársins 2013.

2013-08-22-1564 2013-08-22-1563 2013-08-22-1557 2013-08-22-1556 2013-08-22-1546 2013-08-22-1544 2013-08-22-1543 2013-08-22-1542

Lindasmári 18-54 er gata ársins í Kópavogi.
Lindasmári 18-54 er gata ársins í Kópavogi.

 

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér