Lindasmári 18-54 er gata ársins í Kópavogi (myndband):

Gata ársins í Kópavogi fyrir árið 2013 er Lindasmári 18-54. Gatan er öll hin glæsilegasta þar sem íbúar hafa lagt mikla rækt í einkagarða ásamt því að halda sameiginlegu svæði vel hirtu og snyrtilegu, segir í umsögn umhverfis- og samgöngunefndar, en viðurkenningin var veitt íbúum við götuna við hátíðlega athöfn í dag.

Lindasmári 18-54 er gata ársins í Kópavogi.
Lindasmári 18-54 er gata ársins í Kópavogi.

Smárahverfið í Kópavogi var skipulagt á árunum 1990 – 91. Það er miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu og hefur verið vinsælt meðal fjölskyldufólks og eldri borgara. Öll raðhúsabyggðin í Lindasmára er hluti af Smárahverfinu og var skipulagt með áherslu á lága og þétta byggð í nálægð við verslun og þjónustu. Alls eru þar 10 raðhúsalengjur og 2 parhús, alls 50 íbúðir. Hvert húsnæði hefur sérlóð en hver botnlangi á sameiginlegt rými. Íbúar Lindasmára 18-54 eru vel að viðurkenningunni komnir fyrir að hafa hugað vel að umhverfi sínu, haldið húsum sínum og lóðum snyrtilegum og götunni fallegri í áranna rás, segir í tilkynningu frá umhverfis- og samgöngunefnd. Íbúar götunnar eru öðrum íbúum Kópavogs hvatning og fyrirmynd.

Íbúar við Lindargötu héldu upp á viðurkenninguna með því að koma saman og grilla úti á götu.  Margrét Björnsdóttir, formaður umhverfis- og samgöngunefndar, naut aðstoðar barna við götuna við að gróðursetja skrautreyni og Ómar Stefánsson, varaformaður bæjarráðs, afhjúpaði skjöld þar sem fram kemur að Lindasmári er gata ársins 2013.

2013-08-22-1564 2013-08-22-1563 2013-08-22-1557 2013-08-22-1556 2013-08-22-1546 2013-08-22-1544 2013-08-22-1543 2013-08-22-1542

Lindasmári 18-54 er gata ársins í Kópavogi.
Lindasmári 18-54 er gata ársins í Kópavogi.

 

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að