Gestur fundarins verður Hanna Lilja Oddgeirsdóttir læknir, en hún er meðlimur í Newson Health Menopause Society og hefur lokið viðurkenndri endurmenntunarþjálfun (CPD accredited) í meðferð á breytingaskeiði, Confidence in Menopause.
Samfélagið sérhæfir sig í að sameina heilbrigðisstarfsfólk um allan heim til að bæta meðferð kvenna á breytingaskeiði, auka fræðslu og þekkingu heilbrigðisstarfsfólks og stuðla að frekari rannsóknum á breytingaskeiði kvenna, að því er segir í tilkynningu frá Lionsklúbbnum Eir.
Fundurinn verður í sal Lionshreyfingarinnar á Íslandi, Hlíðasmára 14, 201 Kópavogi og hefst kl. 18:00, mánudaginn 6. febrúar nk.
Aðgangseyrir er kr. 2.000,- og eru veitingar innifaldar. Léttvín og bjór er þó selt sér.
Allar konur sem hafa áhuga á að fræðast um kvennaheilsu eru hjartanlega velkomar.