• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Fréttir

Lionsmenn við framkvæmdir í Iðjuhúsi fyrir Rjóðrið

Lionsmenn við framkvæmdir í Iðjuhúsi fyrir Rjóðrið
Auðun Georg Ólafsson
05/02/2020

Lionsklúbbur Kópavogs hefur í áratugi verið stór stuðningsaðili Rjóðursins, hvíldarheimilis fyrir langveik börn sem hefur starfsstöð sína í Kópavogi. Árið 2017 gaf Lionsklúbburinn Rjóðrinu m.a. sérútbúinn bíl fyrir hreyfihömluð börn og börn í hjólastólum fyrir afrakstur fjáröflunarkvölda klúbbsins.

Landspítalinn samdi við klúbbinn undir lok árs í fyrra um að taka að sér að breyta hluta Kópavogsgerðis 4, þannig að það hentaði Rjóðrinu til afnota fyrir starfsemi þess. Markmiðið var að nota húsnæðið sem tómstundar- og hreyfisal fyrir skjólstæðinga Rjóðursins sem stendur við sömu götu. Vafalaust má segja að verkefnið sé með stærri verkefnum sem Lionsklúbburinn hefur tekið að sér hin síðari ár.

Vel er við hæfi að líknarfélag eins og Lionsklúbbur Kópavogs sinni þessu verðuga verkefni, því Iðjuhúsið var á sínum tíma reist fyrir fjármagn úr Styrktarsjóði vangefinna sem svo hét. Sá styrktarsjóður var m.a. fjármagnaður með gjaldi af hverri öl-og gosdrykkjarflösku seldri í landinu.

Húsið gengur að öllu jöfnu undir nafninu Iðjuhús. Til margra ára hýsti það starfsemi Fjölsmiðjunnar og þar áður iðjuþjálfun fyrir Kópavogshæli.

Saga Iðjuhússins – stiklað á stóru

Iðjuhúsið var byggt á árunum 1981-1983 fyrir Kópavogshæli, og voru þar vinnustofur fyrir vistmenn þess og iðjuþjálfun. Þann 2.maí 1981 tók Svavar Gestsson, þáverandi heilbrigðisráðherra fyrstu stóflustunguna að húsinu.

Iðjuhúsið var reist með útveggjaeiningum frá Bergiðjunni, vinnustofu Kleppspítalans, og er það eitt fárra húsa á landinu sem þær útveggjaeininga prýða. Að minnsta kosti 6 vistmönnum Kópavogshælis var útveguð vinna þar í allt að fjóra mánuði í senn.

Í kjallara hússins var eldhús, matsalur og geymslur, en á hæðinni voru vinnustofur til iðjuþjálfunar. Gjörbreyttist öll aðstaða vistmanna Kópavogshælis til þjálfunar við tilkomu þessa húsnæðis.      

Það má því segja að með tilkomu þessa verkefnis Lionsklúbbs Kópavogs sé Iðjuhúsið að ganga í endurnýjun lífdaga og taka við upphaflegu hlutverki sínu. 

Vonast er til að húsnæðið verði afhent Rjóðrinu á vormánuðum 2020.

Sala á eldivið

Á meðal samfélagsverkefna Lionsklúbbs Kópavogs er sala á eldivið. Um nokkur misseri hafa klúbbfélagar tekið niður tré og verkað til brennslu í örnum og kamínum. Bæði er um að ræða Birki og Ösp í handhægum umbúðum sem klúbbfélagar geta jafnframt séð um heimsendingu á til kaupenda í áskrift og/eða eftir pöntunum. Hægt er að panta eldivið í síma 897-6185 og 894-4181 eða með tölvupósti í blikkas@blikkas.is.

Efnisorðefst á baugiiðjuhúsrjóðrið
Fréttir
05/02/2020
Auðun Georg Ólafsson @audungeorg

Auðun Georg Ólafsson er ritstjóri Kópavogsblaðsins

Efnisorðefst á baugiiðjuhúsrjóðrið

Meira

  • Lesa meira
    Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna

    Tveir ungir Kópavogsbúar voru nýverið kjörnir fyrir hönd Molans, ungmennahúss Kópavogs, í Ungmennaráð ungmennahúsa Samfés. Hlutverk ráðsins...

    ritstjorn 26/01/2021
  • Lesa meira
    Tendrað á jólastjörnu

    Tendrað var á jólastjörnunni á Hálsatorgi á alþjóðlegum degi barna, 20. nóvember s.l. Tendrað var á jólatré...

    ritstjorn 08/12/2020
  • Lesa meira
    Miðbær Kópavogs tekur stakkaskiptum

    550 íbúðir verða á Hamraborgarsvæðinu samkvæmt fyrirliggjandi tillögu að breyttu aðalskipulagi og deiliskipulagi sem samþykkt hafa verið...

    ritstjorn 02/12/2020
  • Lesa meira
    64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi

    Samningur um byggingu 64 rýma hjúkrunarheimilis í Boðaþingi var samþykktur í Bæjarstjórn Kópavogs þann 24. nóvember s.l,...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Geðræktarhús í Kópavogi

    Í tilefni af Alþjóða geðheilbrigðisdagsins, 10. október s.l, kynnti Kópavogsbær að Hressingarhælið í Kópavogi verði nýtt í...

    ritstjorn 22/10/2020
  • Lesa meira
    Leiðarljós að viðhalda óskertu skólastarfi

    Áhrif Covid á leik- og grunnskóla í Kópavogi í haust eru af ýmsum toga. Áhersla er lögð...

    ritstjorn 22/10/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbær í samstarf við íþróttafélög um námskeið fyrir eldri borgara

    Nýju verkefni, Virkni og vellíðan, verður hleypt formlega af stokkunum á morgun, 1.október, en það er hluti...

    ritstjorn 30/09/2020
  • Lesa meira
    „Verkefni allra í HK er að koma félaginu í fremstu röð í íslenskri knattspyrnu“

    Knattspyrnudeild HK hefur gert samning við Daða Rafnsson sem yfirmann knattspyrnuþróunar hjá félaginu. Daði mun taka að...

    ritstjorn 25/09/2020
  • Lesa meira
    Birkifræjum sáð í landi Kópavogs

    Kópavogsbær er einn samstarfsaðila Skógræktarinnar og Landgræðslunnar í landssöfnun á birkifræjum sem hleypt var af stokkunum 16....

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbær yfir OECD meðaltali við innleiðingu Heimsmarkmiðanna

    Frammistaða Kópavogsbæjar er vel yfir meðaltali Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, hvað varðar stöðu innleiðingar margra Heimsmarkmiða Sameinuðu...

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Fyrirtæki í Kópavogi innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

    Ellefu fyrirtæki í Kópavogi hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um innleiðingu  Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun inn...

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Íbúar Glaðheima ánægðir með hverfið

    Staðsetning og nálægð við þjónustu skipti miklu máli þegar íbúar í Glaðheimum í Kópavogi tóku ákvörðun um...

    ritstjorn 17/09/2020
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi
    Aðsent26/11/2020
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021
  • 64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi
    Fréttir26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Hamraborg 2.0
    Aðsent26/11/2020
  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.