Lionsmenn við framkvæmdir í Iðjuhúsi fyrir Rjóðrið

Lionsklúbbur Kópavogs hefur í áratugi verið stór stuðningsaðili Rjóðursins, hvíldarheimilis fyrir langveik börn sem hefur starfsstöð sína í Kópavogi. Árið 2017 gaf Lionsklúbburinn Rjóðrinu m.a. sérútbúinn bíl fyrir hreyfihömluð börn og börn í hjólastólum fyrir afrakstur fjáröflunarkvölda klúbbsins.

Landspítalinn samdi við klúbbinn undir lok árs í fyrra um að taka að sér að breyta hluta Kópavogsgerðis 4, þannig að það hentaði Rjóðrinu til afnota fyrir starfsemi þess. Markmiðið var að nota húsnæðið sem tómstundar- og hreyfisal fyrir skjólstæðinga Rjóðursins sem stendur við sömu götu. Vafalaust má segja að verkefnið sé með stærri verkefnum sem Lionsklúbburinn hefur tekið að sér hin síðari ár.

Vel er við hæfi að líknarfélag eins og Lionsklúbbur Kópavogs sinni þessu verðuga verkefni, því Iðjuhúsið var á sínum tíma reist fyrir fjármagn úr Styrktarsjóði vangefinna sem svo hét. Sá styrktarsjóður var m.a. fjármagnaður með gjaldi af hverri öl-og gosdrykkjarflösku seldri í landinu.

Húsið gengur að öllu jöfnu undir nafninu Iðjuhús. Til margra ára hýsti það starfsemi Fjölsmiðjunnar og þar áður iðjuþjálfun fyrir Kópavogshæli.

Saga Iðjuhússins – stiklað á stóru

Iðjuhúsið var byggt á árunum 1981-1983 fyrir Kópavogshæli, og voru þar vinnustofur fyrir vistmenn þess og iðjuþjálfun. Þann 2.maí 1981 tók Svavar Gestsson, þáverandi heilbrigðisráðherra fyrstu stóflustunguna að húsinu.

Iðjuhúsið var reist með útveggjaeiningum frá Bergiðjunni, vinnustofu Kleppspítalans, og er það eitt fárra húsa á landinu sem þær útveggjaeininga prýða. Að minnsta kosti 6 vistmönnum Kópavogshælis var útveguð vinna þar í allt að fjóra mánuði í senn.

Í kjallara hússins var eldhús, matsalur og geymslur, en á hæðinni voru vinnustofur til iðjuþjálfunar. Gjörbreyttist öll aðstaða vistmanna Kópavogshælis til þjálfunar við tilkomu þessa húsnæðis.      

Það má því segja að með tilkomu þessa verkefnis Lionsklúbbs Kópavogs sé Iðjuhúsið að ganga í endurnýjun lífdaga og taka við upphaflegu hlutverki sínu. 

Vonast er til að húsnæðið verði afhent Rjóðrinu á vormánuðum 2020.

Sala á eldivið

Á meðal samfélagsverkefna Lionsklúbbs Kópavogs er sala á eldivið. Um nokkur misseri hafa klúbbfélagar tekið niður tré og verkað til brennslu í örnum og kamínum. Bæði er um að ræða Birki og Ösp í handhægum umbúðum sem klúbbfélagar geta jafnframt séð um heimsendingu á til kaupenda í áskrift og/eða eftir pöntunum. Hægt er að panta eldivið í síma 897-6185 og 894-4181 eða með tölvupósti í blikkas@blikkas.is.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

DCIM100GOPRO
blikar
planetaa
Stjórn Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Soffi?a Karlsdo?ttir
Gunnarsholmi_svaedid_1
CAM00012
Birkir Jón
Prjónar