Liprir Blikar á Hlíðarenda.

Liprir Blikar sýndu það svo sannarlega gegn Valsmönnum að þeir eiga frekar heima í efri hluta deildarinnar og eiga eflaust eftir að þoka sér ofar á stigatöflunni.
Liprir Blikar sýndu það svo sannarlega gegn Valsmönnum að þeir eiga frekar heima í efri hluta deildarinnar og eiga eflaust eftir að þoka sér ofar á stigatöflunni.
Liprir Blikar sýndu það svo sannarlega gegn Valsmönnum að þeir eiga frekar heima í efri hluta deildarinnar og eiga eflaust eftir að þoka sér ofar á stigatöflunni.

Pepsi-deild karla: 11. umferð, Vodafonevöllurinn að Hlíðarenda, mánudagur 14. júlí 2014 kl. 19:15.

Valur – Breiðablik: 1-2

Óttar Felix Hauksson skrifar:
Óttar Felix Hauksson skrifar:

Fyrri umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu lauk þegar Breiðablik og Valur mættust í elleftu umferð úrvalsdeildarinnar að Hlíðarenda. Aðstæður voru ákjósanlegar, lygnt og hlýtt sumarkvöld. Rösklega þúsund manns fyldust með bráðfjörugri viðureign þar sem Blikar höfðu betur og gengu af hólmi með 2-1 sigur í farteskinu. Þetta er annar sigurinn í deildinni og eru Blikarnir nú komnir upp í sjöunda sætið. Guðmundur Benediktsson þjálfari og Willum Þór Þórsson aðstoðarþjálfari eru greinlega á réttri leið með liðið. Liprir Blikar sýndu það svo sannarlega gegn Valsmönnum að þeir eiga frekar heima í efri hluta deildarinnar og eiga eflaust eftir að þoka sér ofar á stigatöflunni. Gunnleifur fyrirliði var öryggið uppmálað í markinu. Bakverðirnir, Arnór Aðalsteinsson og Gísli Páll Helgason, sinntu ekki aðeins varnarhlutverki sínu vel heldur komu þeir hvað eftir annað ógnandi upp kantana og gáfu góðar sendingar fyrir markið. Miðverðirnir Elfar Freyr og Finnur Orri voru sterkir og áttu ekki í teljandi vandræðum með miðherja Valsmanna. Miðvallarleikmennirnir, þeir Andri Rafn Yeoman, Guðjón Pétur Lýðsson, og Höskuldur Gunnlaugsson, voru vinnusamir allan leikinn og var Höskuldur sérlega sprækur í fyrri hálfleik. Framherjarnir, Árni Vilhjálmsson, Elfar Árni Aðalsteinsson og Elvar Páll Sigurðsson voru einkar líflegir. Þó á engan sé hallað þá verður að segjast að Árni Vilhjálmsson og Elfar Árni Aðalsteinsson hafi verið menn leiksins. Samvinna þeirra skóp mörkin sem lögðu grunninn að sigrinum. Fyrra markið kom á 17. mínútu, Árni komst upp að endamörkum og gaf hárnákvæma sendingu á Á Elfar Árna sem sendi knöttinn með skemmtilegri hælspyrnu upp í þaknetið, 1-0. Aðeins fjórum mínútum seinna rændu Blikar boltanum af Valsmönnum á miðjunni, Árni geystist með knöttinn í átt að marki og lagði hann út til vinstri á Elfar Árna sem hlaupið hafði sig frían og átti auðvelt með að skora annað mark Blikanna. Blikar voru mun sterkari á þessum kafla en smám saman komust Valsmenn inn í leikinn og á 30. mínútu minnkar Kolbeinn Kárason, miðherji Valsmanna muninn með góðu skoti úr vítateignum og hleypti það nokkrum krafti í viðspyrnu Valsmanna. Undir lok fyrri hálfleiks fékk Elfar Árni höfuðhögg eftir samstuð, opnaðist við það skurður og varð hann að yfirgefa völlinn. Inn í hans stað kom Olgeir Sigurðsson og stóð sig vel. Um miðjan seinni hálfleik leysti Ellert Hreinsson Elfar Pál af í sókninni og undir lokin kom Jordan Halsmann inn á fyrir Árna Vilhjálmsson.  Leikurinn var jafnari í seinni hálfleik en Blikarnir reyndust öllum vanda vaxnir og sigldu öruggum sigri í höfn. Leikur þeirra í heildina var öllu liprari en Valsmanna og sigurinn sanngjarn. Góður dómari leiksins var Þóroddur Hjaltalín.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Karen-Elisabet-Halldorsdottir
image-4
Guðfinnur Snær
lysing2
Sigurbjorg-2
thorgerdur-katrin-gunnarsdottir
Kristinn Rúnar Kristinsson
4
kraftajotnar