Lísa ráðin forstöðumaður Bókasafns Kópavogs

Lísa Zachrison Valdimarsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Bókasafns Kópavogs. Starfið var auglýst laust til umsóknar síðla febrúar og sóttu 32 um starfið. Tveir drógu umsókn sína til baka.

Lísa er með BA próf í bókasafns- og upplýsingafræði frá HÍ, MSc próf í bókasafns- og upplýsingafræði frá Simmons College í Boston og MSc próf í mannauðsstjórnun frá HÍ. Auk þess er hún með kennsluréttindi í félagsgreinum.

Lísa hefur tæplega 20 ára starfsreynslu á bókasöfnum m.a. sem deildarstjóri á Bókasafni Kópavogs og síðast sem forstöðumaður bókasafns – og upplýsingaþjónustu Listaháskóla Íslands í tæp sjö ár, en safnið er stærsta listbókasafn landsins staðsett á þremur stöðum í Reykjavík.

Lísa tekur við starfinu af Hrafni A. Harðarsyni sem gegnt hefur stöðu forstöðumanns Bókasafns Kópavogs um langt árabil. Hann lætur nú af störfum fyrir aldurs sakir.

Bókasafn Kópavogs tilheyrir Listhúsi Kópavogs en þar innanborðs eru einnig Salurinn, Gerðarsafn, Náttúrufræðistofa Kópavogs, Héraðsskjalasafn Kópavogs og Tónlistarsafn Íslands. Öll starfa þessi menningarhús samkvæmt menningarstefnu Kópavogsbæjar og er stefnt að enn nánara samstarfi þeirra í millum á næstu mánuðum og misserum.

Umræðan

Fleiri fréttir

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Vindur í eigu þjóðar

Á flokksráðsfundi okkar Vinstri grænna sem haldinn var í Reykjanesbæ um liðna helgi var ítrekað mikilvægi þess að mörkuð verði stefna um nýtingu vinds til orkuöflunar á Íslandi. Við viljum

Gamlar fréttir úr sarpinum

Ungt fólk í Kópavogi
nem2014
Vetrarfærðin
Nýja línan
Theodora-1
umhverfi1
DJI_0335
Samband íslenskra sveitarfélaga
Kópavogskrónika