Lísa ráðin forstöðumaður Bókasafns Kópavogs

Lísa Zachirsson Valdimarsdóttir.

Lísa Zachrison Valdimarsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Bókasafns Kópavogs. Starfið var auglýst laust til umsóknar síðla febrúar og sóttu 32 um starfið. Tveir drógu umsókn sína til baka.

Lísa er með BA próf í bókasafns- og upplýsingafræði frá HÍ, MSc próf í bókasafns- og upplýsingafræði frá Simmons College í Boston og MSc próf í mannauðsstjórnun frá HÍ. Auk þess er hún með kennsluréttindi í félagsgreinum.

Lísa hefur tæplega 20 ára starfsreynslu á bókasöfnum m.a. sem deildarstjóri á Bókasafni Kópavogs og síðast sem forstöðumaður bókasafns – og upplýsingaþjónustu Listaháskóla Íslands í tæp sjö ár, en safnið er stærsta listbókasafn landsins staðsett á þremur stöðum í Reykjavík.

Lísa tekur við starfinu af Hrafni A. Harðarsyni sem gegnt hefur stöðu forstöðumanns Bókasafns Kópavogs um langt árabil. Hann lætur nú af störfum fyrir aldurs sakir.

Bókasafn Kópavogs tilheyrir Listhúsi Kópavogs en þar innanborðs eru einnig Salurinn, Gerðarsafn, Náttúrufræðistofa Kópavogs, Héraðsskjalasafn Kópavogs og Tónlistarsafn Íslands. Öll starfa þessi menningarhús samkvæmt menningarstefnu Kópavogsbæjar og er stefnt að enn nánara samstarfi þeirra í millum á næstu mánuðum og misserum.

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að