Listamenn frá Kópavogi í Bonn.

Listamenn frá Kópavogi eru þátttakendur á alþjóðlegri menningarhátíð sem nú stendur yfir í þýsku borginni Bonn. Í hópnum eru Rósa Gísladóttir listamaður og Íslenski kammerkórinn sem hefur lögheimili í Kópavogi. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, var af því tilefni viðstaddur opnun sýningar Rósu í Bonn og flutti þar stutt ávarp.

Á myndinni eru, frá vinstri: Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Hulda Pálsdóttir, eiginkona hans, Andreas Loesch, listrænn stjórnandi í Bonn, Þórhallur Eyþórsson, Rósa Gísladóttir listakona, Sigurður Bragason kórstjóri, séra Kristján vígslubiskup og Miriam Siebenlist frá menningarráði Bonn
Á myndinni eru, frá vinstri: Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Hulda Pálsdóttir, eiginkona hans, Andreas Loesch, listrænn stjórnandi í Bonn, Þórhallur Eyþórsson, Rósa Gísladóttir listakona, Sigurður Bragason kórstjóri, séra Kristján vígslubiskup og Miriam Siebenlist frá menningarráði Bonn.

Í ávarpi sínu þakkaði bæjarstjóri borgaryfirvöldum í Bonn fyrir að bjóða listamönnum frá Kópavogi að taka þátt í menningarhátíðinni. Bæjarstjórinn sagði að það væri vel við hæfi því Kópavogur væri mikill menningarbær. Hér hefði mikil áhersla verið lögð á að styrkja listamenn og hópa og byggja upp menningarhús með öflugri starfsemi.

Menningarhátíðin í Bonn ber yfirskriftina: Þvert á landamæri. Auk listamanna frá Þýskalandi taka þar þátt listamenn frá Austurríki, Ghana, Úkraínu, Kína, Bólivíu og Uzbekistan.

Markmið hátíðarinnar er að gefa almenningi kost á að kynna sér listir og menningu frá ólíkum löndum. Einnig er tilgangurinn að efla tengsl listamanna þvert á landamæri.

Hátíðin í Bonn stendur yfir til 1. desember.

kopavogur.is

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Þúsundir íbúða í nýjum lífsgæðakjarna í Kópavogi

Áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma og íbúða á Gunnarshólma Loftmynd af svæðinu Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að vísa áfram til samþykktar bæjarstjórnar drögum að viljayfirlýsingu við Aflvaka þróunarfélag um uppbyggingu 5.000

Kársnesskóla skipt í tvo skóla

Kársnesskóla verður skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu 2024 til 2025 samkvæmt tillögu menntasviðs Kópavogsbæjar sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Kópavogs. Lagt er til að skólanum verði

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar