Listamenn frá Kópavogi í Bonn.

Listamenn frá Kópavogi eru þátttakendur á alþjóðlegri menningarhátíð sem nú stendur yfir í þýsku borginni Bonn. Í hópnum eru Rósa Gísladóttir listamaður og Íslenski kammerkórinn sem hefur lögheimili í Kópavogi. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, var af því tilefni viðstaddur opnun sýningar Rósu í Bonn og flutti þar stutt ávarp.

Á myndinni eru, frá vinstri: Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Hulda Pálsdóttir, eiginkona hans, Andreas Loesch, listrænn stjórnandi í Bonn, Þórhallur Eyþórsson, Rósa Gísladóttir listakona, Sigurður Bragason kórstjóri, séra Kristján vígslubiskup og Miriam Siebenlist frá menningarráði Bonn
Á myndinni eru, frá vinstri: Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Hulda Pálsdóttir, eiginkona hans, Andreas Loesch, listrænn stjórnandi í Bonn, Þórhallur Eyþórsson, Rósa Gísladóttir listakona, Sigurður Bragason kórstjóri, séra Kristján vígslubiskup og Miriam Siebenlist frá menningarráði Bonn.

Í ávarpi sínu þakkaði bæjarstjóri borgaryfirvöldum í Bonn fyrir að bjóða listamönnum frá Kópavogi að taka þátt í menningarhátíðinni. Bæjarstjórinn sagði að það væri vel við hæfi því Kópavogur væri mikill menningarbær. Hér hefði mikil áhersla verið lögð á að styrkja listamenn og hópa og byggja upp menningarhús með öflugri starfsemi.

Menningarhátíðin í Bonn ber yfirskriftina: Þvert á landamæri. Auk listamanna frá Þýskalandi taka þar þátt listamenn frá Austurríki, Ghana, Úkraínu, Kína, Bólivíu og Uzbekistan.

Markmið hátíðarinnar er að gefa almenningi kost á að kynna sér listir og menningu frá ólíkum löndum. Einnig er tilgangurinn að efla tengsl listamanna þvert á landamæri.

Hátíðin í Bonn stendur yfir til 1. desember.

kopavogur.is

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn