Listamenn frá Kópavogi í Bonn.

Listamenn frá Kópavogi eru þátttakendur á alþjóðlegri menningarhátíð sem nú stendur yfir í þýsku borginni Bonn. Í hópnum eru Rósa Gísladóttir listamaður og Íslenski kammerkórinn sem hefur lögheimili í Kópavogi. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, var af því tilefni viðstaddur opnun sýningar Rósu í Bonn og flutti þar stutt ávarp.

Á myndinni eru, frá vinstri: Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Hulda Pálsdóttir, eiginkona hans, Andreas Loesch, listrænn stjórnandi í Bonn, Þórhallur Eyþórsson, Rósa Gísladóttir listakona, Sigurður Bragason kórstjóri, séra Kristján vígslubiskup og Miriam Siebenlist frá menningarráði Bonn
Á myndinni eru, frá vinstri: Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Hulda Pálsdóttir, eiginkona hans, Andreas Loesch, listrænn stjórnandi í Bonn, Þórhallur Eyþórsson, Rósa Gísladóttir listakona, Sigurður Bragason kórstjóri, séra Kristján vígslubiskup og Miriam Siebenlist frá menningarráði Bonn.

Í ávarpi sínu þakkaði bæjarstjóri borgaryfirvöldum í Bonn fyrir að bjóða listamönnum frá Kópavogi að taka þátt í menningarhátíðinni. Bæjarstjórinn sagði að það væri vel við hæfi því Kópavogur væri mikill menningarbær. Hér hefði mikil áhersla verið lögð á að styrkja listamenn og hópa og byggja upp menningarhús með öflugri starfsemi.

Menningarhátíðin í Bonn ber yfirskriftina: Þvert á landamæri. Auk listamanna frá Þýskalandi taka þar þátt listamenn frá Austurríki, Ghana, Úkraínu, Kína, Bólivíu og Uzbekistan.

Markmið hátíðarinnar er að gefa almenningi kost á að kynna sér listir og menningu frá ólíkum löndum. Einnig er tilgangurinn að efla tengsl listamanna þvert á landamæri.

Hátíðin í Bonn stendur yfir til 1. desember.

kopavogur.is

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem