Listaverk í almenningsrými á Cycle listahátíð

Myndlistarmaðurinn er Hulda Rós Guðnadóttir og verkið heitir THE WORLD WILL NOT END IN 2015. Hluti verksins er hljóðvörpun af Nýjaheimssinfóníu Antonin Dvorak. Segja má að hér blandist saman eldri tónsköpun sem fjallar um hugmyndina nýjan heim og svo ádeila á heimsendaspár okkar nútímasamfélags.

Hulda Rós Guðnadóttir er íslensk myndlistar- og kvikmyndagerðarkona sem búsett hefur verið í Berlín undanfarin sex ár. Auk þess að vinna með kvikmyndaformið þá vinnur hún með vídeó, blandaðar innsetningar, skúlptúra og gjörninga í verkum sem fjalla um samfélagið út frá mjög persónulegu sjónarhorni, oft byggt á eigin reynslu. Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar m.a. í Þoku gallerí á Listahátíð í Reykjavík vorið 2014; í De-Construkt projects í New York vorið 2013; sem hluti af D-sýningarröðinni í Listasafni Reykjavíkur árið 2011 og í Program í Berlín í byrjun ársins 2010. Hún hefur einnig tekið þátt í fjölmörgum hópsýningum og kvikmyndir hennar hafa verið sýndar á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum víða um heim. Árið 2008 þá vann hún Edduna fyrir bestu heimildarmyndina og jafnframt Menningarverðlaun DV fyrir bestu kvikmyndina. Heimasíða hennar er: http://www.huldarosgudnadottir.is

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

Arnþór Sigurðsson
HKLOGO
Skólaþing
ArmannMarri
Gegneinelti2013
Gengið gegn einelti
Sundlaug Kópavogs
IMG_0002
Ashildur Bragadóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Kópavogs.