Listaverk í almenningsrými á Cycle listahátíð

Myndlistarmaðurinn er Hulda Rós Guðnadóttir og verkið heitir THE WORLD WILL NOT END IN 2015. Hluti verksins er hljóðvörpun af Nýjaheimssinfóníu Antonin Dvorak. Segja má að hér blandist saman eldri tónsköpun sem fjallar um hugmyndina nýjan heim og svo ádeila á heimsendaspár okkar nútímasamfélags.

Hulda Rós Guðnadóttir er íslensk myndlistar- og kvikmyndagerðarkona sem búsett hefur verið í Berlín undanfarin sex ár. Auk þess að vinna með kvikmyndaformið þá vinnur hún með vídeó, blandaðar innsetningar, skúlptúra og gjörninga í verkum sem fjalla um samfélagið út frá mjög persónulegu sjónarhorni, oft byggt á eigin reynslu. Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar m.a. í Þoku gallerí á Listahátíð í Reykjavík vorið 2014; í De-Construkt projects í New York vorið 2013; sem hluti af D-sýningarröðinni í Listasafni Reykjavíkur árið 2011 og í Program í Berlín í byrjun ársins 2010. Hún hefur einnig tekið þátt í fjölmörgum hópsýningum og kvikmyndir hennar hafa verið sýndar á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum víða um heim. Árið 2008 þá vann hún Edduna fyrir bestu heimildarmyndina og jafnframt Menningarverðlaun DV fyrir bestu kvikmyndina. Heimasíða hennar er: http://www.huldarosgudnadottir.is

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér