Listaverk í almenningsrými á Cycle listahátíð

Myndlistarmaðurinn er Hulda Rós Guðnadóttir og verkið heitir THE WORLD WILL NOT END IN 2015. Hluti verksins er hljóðvörpun af Nýjaheimssinfóníu Antonin Dvorak. Segja má að hér blandist saman eldri tónsköpun sem fjallar um hugmyndina nýjan heim og svo ádeila á heimsendaspár okkar nútímasamfélags.

Hulda Rós Guðnadóttir er íslensk myndlistar- og kvikmyndagerðarkona sem búsett hefur verið í Berlín undanfarin sex ár. Auk þess að vinna með kvikmyndaformið þá vinnur hún með vídeó, blandaðar innsetningar, skúlptúra og gjörninga í verkum sem fjalla um samfélagið út frá mjög persónulegu sjónarhorni, oft byggt á eigin reynslu. Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar m.a. í Þoku gallerí á Listahátíð í Reykjavík vorið 2014; í De-Construkt projects í New York vorið 2013; sem hluti af D-sýningarröðinni í Listasafni Reykjavíkur árið 2011 og í Program í Berlín í byrjun ársins 2010. Hún hefur einnig tekið þátt í fjölmörgum hópsýningum og kvikmyndir hennar hafa verið sýndar á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum víða um heim. Árið 2008 þá vann hún Edduna fyrir bestu heimildarmyndina og jafnframt Menningarverðlaun DV fyrir bestu kvikmyndina. Heimasíða hennar er: http://www.huldarosgudnadottir.is

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar