Listaverk í almenningsrými á Cycle listahátíð

Myndlistarmaðurinn er Hulda Rós Guðnadóttir og verkið heitir THE WORLD WILL NOT END IN 2015. Hluti verksins er hljóðvörpun af Nýjaheimssinfóníu Antonin Dvorak. Segja má að hér blandist saman eldri tónsköpun sem fjallar um hugmyndina nýjan heim og svo ádeila á heimsendaspár okkar nútímasamfélags.

Hulda Rós Guðnadóttir er íslensk myndlistar- og kvikmyndagerðarkona sem búsett hefur verið í Berlín undanfarin sex ár. Auk þess að vinna með kvikmyndaformið þá vinnur hún með vídeó, blandaðar innsetningar, skúlptúra og gjörninga í verkum sem fjalla um samfélagið út frá mjög persónulegu sjónarhorni, oft byggt á eigin reynslu. Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar m.a. í Þoku gallerí á Listahátíð í Reykjavík vorið 2014; í De-Construkt projects í New York vorið 2013; sem hluti af D-sýningarröðinni í Listasafni Reykjavíkur árið 2011 og í Program í Berlín í byrjun ársins 2010. Hún hefur einnig tekið þátt í fjölmörgum hópsýningum og kvikmyndir hennar hafa verið sýndar á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum víða um heim. Árið 2008 þá vann hún Edduna fyrir bestu heimildarmyndina og jafnframt Menningarverðlaun DV fyrir bestu kvikmyndina. Heimasíða hennar er: http://www.huldarosgudnadottir.is

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,