Listi Samfylkingar samþykktur

Níu efstu frambjóðendur Samfylkingarinnar í Kópavogi frá vinstri:
Kristín Sævarsdóttir, Margrét Tryggvadóttir, Erlendur Geirdal, Steini Þorvaldsson, Bergljót Kristinsdóttir, Hákon Gunnarsson, Hildur María Friðriksdóttir, Þorvar Hafsteinsson og Donata Bukowska.

Á félagsfundi Samfylkingarinnar í Kópavogi nýverið var listi flokksins til bæjarstjórnarkosninga samþykktur einróma. Í níu efstu sætum listans eru: 
1. Bergljót Kristinsdóttir, bæjarfulltrúi
2. Hákon Gunnarsson, rekstrarhagfræðingur
3. Erlendur Geirdal, rafmagnstæknifræðingur
4. Donata H. Bukowska, kennari og kennsluráðgjafi
5. Hildur María Friðriksdóttir, náttúruvársérfæðingur
6. Þorvar Hafsteinsson, viðmótshönnuður
7. Kristín Sævarsdóttir, vörustjóri
8. Steini Þorvaldsson, rekstrarfræðingur
9. Margrét Tryggvadóttir, rithöfundur

Bergljót Kristinsdóttir, nýr oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, segist afar ánægð með listann sem sé skipaður öflugu fólki sem tilbúið er til að vinna af heilindum fyrir íbúa Kópavogs

„Kópavogur er á tímamótum,“ segir Berglind. „Kosningarnar í vor eru gríðarlega mikilvægar og tekist er á um grundvallaratriði um framtíð bæjarins.  Samfylkingin kemur mjög sterk til kosningabaráttunnar með skýra sýn á hvernig samfélag við viljum byggja upp eftir nánast þriggja áratuga setu helmingaskiptaflokkanna við stjórnun bæjarins. Gildir það um skipulagsmál þar sem horfið er frá verktakaræði en áherslur verða á samráð og íbúalýðræði. Þá munum við efla samstarf við  félaga- og íbúasamtök en það hefur lítið  farið fyrir slíku hjá núverandi meirihluta. Þá leggjum við áherslu á mennta- og velferðarmál auk umhverfismála í anda klassískrar jafnaðarstefnu sem er leiðarstefið í okkar baráttu,“ segir Bergljót Kristinsdóttir oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar