Listi Samfylkingar samþykktur

Níu efstu frambjóðendur Samfylkingarinnar í Kópavogi frá vinstri:
Kristín Sævarsdóttir, Margrét Tryggvadóttir, Erlendur Geirdal, Steini Þorvaldsson, Bergljót Kristinsdóttir, Hákon Gunnarsson, Hildur María Friðriksdóttir, Þorvar Hafsteinsson og Donata Bukowska.

Á félagsfundi Samfylkingarinnar í Kópavogi nýverið var listi flokksins til bæjarstjórnarkosninga samþykktur einróma. Í níu efstu sætum listans eru: 
1. Bergljót Kristinsdóttir, bæjarfulltrúi
2. Hákon Gunnarsson, rekstrarhagfræðingur
3. Erlendur Geirdal, rafmagnstæknifræðingur
4. Donata H. Bukowska, kennari og kennsluráðgjafi
5. Hildur María Friðriksdóttir, náttúruvársérfæðingur
6. Þorvar Hafsteinsson, viðmótshönnuður
7. Kristín Sævarsdóttir, vörustjóri
8. Steini Þorvaldsson, rekstrarfræðingur
9. Margrét Tryggvadóttir, rithöfundur

Bergljót Kristinsdóttir, nýr oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, segist afar ánægð með listann sem sé skipaður öflugu fólki sem tilbúið er til að vinna af heilindum fyrir íbúa Kópavogs

„Kópavogur er á tímamótum,“ segir Berglind. „Kosningarnar í vor eru gríðarlega mikilvægar og tekist er á um grundvallaratriði um framtíð bæjarins.  Samfylkingin kemur mjög sterk til kosningabaráttunnar með skýra sýn á hvernig samfélag við viljum byggja upp eftir nánast þriggja áratuga setu helmingaskiptaflokkanna við stjórnun bæjarins. Gildir það um skipulagsmál þar sem horfið er frá verktakaræði en áherslur verða á samráð og íbúalýðræði. Þá munum við efla samstarf við  félaga- og íbúasamtök en það hefur lítið  farið fyrir slíku hjá núverandi meirihluta. Þá leggjum við áherslu á mennta- og velferðarmál auk umhverfismála í anda klassískrar jafnaðarstefnu sem er leiðarstefið í okkar baráttu,“ segir Bergljót Kristinsdóttir oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn