Listi Samfylkingar samþykktur

Níu efstu frambjóðendur Samfylkingarinnar í Kópavogi frá vinstri:
Kristín Sævarsdóttir, Margrét Tryggvadóttir, Erlendur Geirdal, Steini Þorvaldsson, Bergljót Kristinsdóttir, Hákon Gunnarsson, Hildur María Friðriksdóttir, Þorvar Hafsteinsson og Donata Bukowska.

Á félagsfundi Samfylkingarinnar í Kópavogi nýverið var listi flokksins til bæjarstjórnarkosninga samþykktur einróma. Í níu efstu sætum listans eru: 
1. Bergljót Kristinsdóttir, bæjarfulltrúi
2. Hákon Gunnarsson, rekstrarhagfræðingur
3. Erlendur Geirdal, rafmagnstæknifræðingur
4. Donata H. Bukowska, kennari og kennsluráðgjafi
5. Hildur María Friðriksdóttir, náttúruvársérfæðingur
6. Þorvar Hafsteinsson, viðmótshönnuður
7. Kristín Sævarsdóttir, vörustjóri
8. Steini Þorvaldsson, rekstrarfræðingur
9. Margrét Tryggvadóttir, rithöfundur

Bergljót Kristinsdóttir, nýr oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, segist afar ánægð með listann sem sé skipaður öflugu fólki sem tilbúið er til að vinna af heilindum fyrir íbúa Kópavogs

„Kópavogur er á tímamótum,“ segir Berglind. „Kosningarnar í vor eru gríðarlega mikilvægar og tekist er á um grundvallaratriði um framtíð bæjarins.  Samfylkingin kemur mjög sterk til kosningabaráttunnar með skýra sýn á hvernig samfélag við viljum byggja upp eftir nánast þriggja áratuga setu helmingaskiptaflokkanna við stjórnun bæjarins. Gildir það um skipulagsmál þar sem horfið er frá verktakaræði en áherslur verða á samráð og íbúalýðræði. Þá munum við efla samstarf við  félaga- og íbúasamtök en það hefur lítið  farið fyrir slíku hjá núverandi meirihluta. Þá leggjum við áherslu á mennta- og velferðarmál auk umhverfismála í anda klassískrar jafnaðarstefnu sem er leiðarstefið í okkar baráttu,“ segir Bergljót Kristinsdóttir oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Ásdís Helga Jóhannesdóttir.
jólakort 1
IMG_20140507_110830
armannmargret
Símamótið
Plokkað í Kópavogi
EIK-2016-11-13-143829_Crop
jt
Sigga Karls