Vinstri græn munu bjóða fram í samstarfi við félagshyggjufólk í Kópavogi í bæjarstjórnarkosningunum 31.maí. Með því að efna til slíks samstarfs vilja VG leggja sitt af mörkum til að vera vettvangur þeirra sem vilja ekki endilega binda sig á flokkslista en telja að sjónarmið félagshyggju, velferðar, umhverfisverndar og kvenfrelsis falli að sínum skoðunum. Sex efstu sætin á listanum skipa:
Ólafur Þór Gunnarsson, öldrunarlæknir og bæjarfulltrúi
Margrét Júlía Rafnsdóttir, umhverfisfræðingur og varabæjarfulltrúi
Sigríður Gísladóttir, dýralæknir
Arnþór Sigurðsson, forritari og varabæjarfulltrúi
Signý Þórðardóttir, þroskaþjálfi
Gísli Baldvinsson, náms-og starfsráðgjafi og nemi