Listin að lifa er að kunna að leika sér

astrosÍ námi mínu í Tómstunda og félagsmálafræði er það með því fyrsta sem við lærum, hversu mikilvægur leikurinn er. Með því að brjóta upp kennslustundir með leikjum og aukinni hreyfingu förum við út fyrir þægindahringinn okkar með jákvæðum hætti. Heilmikið nám fer í gegnum leikinn. Unnið er með traust, samvinnu og hópefli svo eitthvað sé nefnt.

Það þykir ef til vill mörgum sérstakt að nemendur í háskóla skuli vera úti í leikjum í stað þess að sitja í kennslustund og hlusta á fyrirlestur. Í hvert skipti sem einhver spyr mig út í nám mitt fæ ég að heyra hvað það er alltaf gaman hjá mér og að við séum bara alltaf að leika okkur. Ég segi kannski ekki að við séum alltaf að leika okkur en við gerum hinsvegar mikið af því. Við lærum heilmargt um tómstundir barna, unglinga og aldraða og oftast nær snúa tómstundir að einhverju sem er skemmtilegt, vekur áhuga og eykur vellíðan.

Það er líka alveg rétt að námið mitt er ótrúlega skemmtilegt og fjölbreytt en auðvitað eru fullt af krefjandi verkefnum líka. Við gerum bara svo miklu meira en að sitja yfir námsbókum og hanga inni á bóksafni daginn út og inn.

Í íslenskri orðabók er leikur útskýrður svona: Að gera sér eða öðrum til skemmtunar. Athöfn sem veitir líkamlega og/eða andlega vellíðan. Dregur viðkomandi út úr reglubundnu munstri dagsins.

Þegar talað er um leik þá er þekkt að tengja leikinn við börn en þó er ekki síður mikilvægt fyrir unglinga og fullorðna að leika sér. Leikurinn felur í sér mikið þroskagildi fyrir einstaklinginn og litið er á leikinn sem verkfæri til náms og undirbúning fyrir fullorðinsárin.

Flest okkar ölumst upp við það að vera mikið í leikjum, hvort sem það eru úti eða innileikir. Mín æska einkenndist allavegana mikið af því að vera úti í leikjum. Sumrin einkenndust af því að vera úti frá morgni til kvölds í leikjum og koma rétt svo inn til þess að borða og sofa. Börnin vaxa síðan úr grasi og verða að unglingum og þá kemur allt í einu tímabil þar sem það telst frekar hallærislegt að leika sér og unglingar kjósa frekar að hanga saman.

Mannfólkið er þannig gert að það þróast og lærir alla ævi. Þess vegna er mikilvægt að viðhalda leiknum svo lærdómurinn haldi áfram svo lengi sem við lifum. Það er mjög mikilvægt að varðveita barnið í sjálfum sér og taka lífinu ekki of alvarlega.

Í grunninn höfum við öll gaman af því að leika okkur og vil ég enda þessa grein á því að vitna í uppáhalds frasann minn: Við hættum ekki að leika okkur því við eldumst, við eldumst því við hættum að leika okkur.

 Ástrós Pétursdóttir,
nemi í Tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands.

 

 

 

 

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,