Litir ljóssins: Leifur Breiðfjörð sýnir í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Borgum

Leifur Breiðfjörð.

Leifur Breiðfjörð sýnir ný málverk og vatnslitamyndir  sem hann hefur unnið á allra síðustu árum í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Borgum, um helgina.

Einnig er á sýningunni sérstök myndröð, 17 vatnslita og pastelmynda, sem byggðar eru á efni Opinberunarbókarinnar, myndir sem á vissan hátt tengjast steindum glugga á vesturhlið Hallgrímskirkju sem Leifur gerði árið 1999, meðal annars með fjórblaðaforminu sem leiðarstefi og heldur utan um allar myndirnar í röðinni. Myndaröðin var fyrst sýnd við vígslu steinda gluggans á vesturhlið Hallgrímskirkju í desember árið 1999.

Miðvikudaginn 15.október verður frumsýnd hjá Rúv heimildarmynd um Leif Breiðfjörð. Myndin ber heitið LITIR LJÓSSINS í gerð Jóns Þórs Hannessonar og Hauks Haraldssonar líkt og sýningin í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Borgum (skáhalt gegnt Gerðarsafni).

Sýningin verður opnuð sunnudaginn 12. október eftir guðsþjónustu sem hefst kl. 11:00 í Kópavogskirkju. Sýningin stendur til áramóta, hún er opin virka daga á milli 09:00-13:00 eða eftir samkomulagi. Sýningin stendur til 12. janúar 2015. Allir eru velkomnir.

Leifur Breiðfjörð er fæddur í Reykjavík árið 1945. Hann stundaði nám við Myndlista og handíðaskóla Íslands og framhaldsnám í myndlist og steindu gleri við Edinburgh College of Art. Hann hefur unnið við myndlist og gerð steindra glerlistaverka síðan 1968.

Hann hefur gert steinda glugga í fjölmargar opinberar byggingar og kirkjur bæði hér á landi og erlendis. Þekktustu verk hans erlendis er stór steindur gluggi í St. Giles dómkirkjunni í Edinborg og steindur gluggi í Southwark dómkirkjunni í Lundúnum. Meðal stærri listaverka Leifs hér á landi eru steindir gluggar fyrir Hallgrímskirkju, Bústaðarkirkju, Fella- og Hólakirkju, Grafarvogskirkju og stór glerlistaverk fyrir Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Grand Hótel í Reykjavík.

Leifur hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og erlendis. Hann hefur bæði haldið sýningar á steindu gleri, olíumálverkum, vatnslita og pastelmyndum. Verk eftir hann er að finna í öllum helstu listasöfnum hér á landi.

Leifur hefur í samvinnu við konu sína og aðstoðarmann Sigríði Jóhannsdóttir unnið veflistaverk og skrúða fyrir kirkjur, þau hafa haldið margar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar