Litir ljóssins: Leifur Breiðfjörð sýnir í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Borgum

Leifur Breiðfjörð.

Leifur Breiðfjörð sýnir ný málverk og vatnslitamyndir  sem hann hefur unnið á allra síðustu árum í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Borgum, um helgina.

Einnig er á sýningunni sérstök myndröð, 17 vatnslita og pastelmynda, sem byggðar eru á efni Opinberunarbókarinnar, myndir sem á vissan hátt tengjast steindum glugga á vesturhlið Hallgrímskirkju sem Leifur gerði árið 1999, meðal annars með fjórblaðaforminu sem leiðarstefi og heldur utan um allar myndirnar í röðinni. Myndaröðin var fyrst sýnd við vígslu steinda gluggans á vesturhlið Hallgrímskirkju í desember árið 1999.

Miðvikudaginn 15.október verður frumsýnd hjá Rúv heimildarmynd um Leif Breiðfjörð. Myndin ber heitið LITIR LJÓSSINS í gerð Jóns Þórs Hannessonar og Hauks Haraldssonar líkt og sýningin í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Borgum (skáhalt gegnt Gerðarsafni).

Sýningin verður opnuð sunnudaginn 12. október eftir guðsþjónustu sem hefst kl. 11:00 í Kópavogskirkju. Sýningin stendur til áramóta, hún er opin virka daga á milli 09:00-13:00 eða eftir samkomulagi. Sýningin stendur til 12. janúar 2015. Allir eru velkomnir.

Leifur Breiðfjörð er fæddur í Reykjavík árið 1945. Hann stundaði nám við Myndlista og handíðaskóla Íslands og framhaldsnám í myndlist og steindu gleri við Edinburgh College of Art. Hann hefur unnið við myndlist og gerð steindra glerlistaverka síðan 1968.

Hann hefur gert steinda glugga í fjölmargar opinberar byggingar og kirkjur bæði hér á landi og erlendis. Þekktustu verk hans erlendis er stór steindur gluggi í St. Giles dómkirkjunni í Edinborg og steindur gluggi í Southwark dómkirkjunni í Lundúnum. Meðal stærri listaverka Leifs hér á landi eru steindir gluggar fyrir Hallgrímskirkju, Bústaðarkirkju, Fella- og Hólakirkju, Grafarvogskirkju og stór glerlistaverk fyrir Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Grand Hótel í Reykjavík.

Leifur hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og erlendis. Hann hefur bæði haldið sýningar á steindu gleri, olíumálverkum, vatnslita og pastelmyndum. Verk eftir hann er að finna í öllum helstu listasöfnum hér á landi.

Leifur hefur í samvinnu við konu sína og aðstoðarmann Sigríði Jóhannsdóttir unnið veflistaverk og skrúða fyrir kirkjur, þau hafa haldið margar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum.

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,