Ljóðasamkeppni

Jón úr Vör.
Jón úr Vör. Mynd: Kópavogsbær.

Samkeppnin um ljóðstaf Jóns úr Vör er nú haldin í sextánda sinn, en Ljóðstafurinn hefur verið afhentur á fæðingardegi Jóns, 21. janúar, frá árinu 2002. Verðlaunin eru vegleg, 300 þúsund króna peningaverðlaun, auk verðlaunagrips til eignar. Að auki varðveitir vinningshafinn sömuleiðis farandgripinn Ljóðstaf Jóns úr Vör, sem var smíðaður úr göngustaf skáldsins. Peningaverðlaun eru sömuleiðis veitt fyrir 2. og 3. sætið.

„Við finnum það glöggt að þessi keppni skiptir máli. Þarna stíga fram skáld sem annars hefðu kannski ekki tekið til máls. Það er ákveðið frelsi fólgið í því að geta sent inn nafnlausan texta og vita að ekki kemst upp um skáldið nema það sé metið þess vert að fá verðlaun eða viðurkenningu,“segir Arndís Þórarinsdóttir, deildarstjóri á Bókasafni Kópavogs, sem er ein þeirra sem heldur utan um framkvæmd keppninnar.

Arndís segir það gleðilegt hvað Kópavogsbær sinni ljóðlistinni með myndarlegum hætti. „Í bænum er haldin ljóðahátíð í kringum afhendinguna og þar er fjölbreytt dagskrá þar sem ætti að vera eitthvað fyrir alla.“ Ljóðahátíðin Dagar ljóðsins mun hefjast 13. janúar næstkomandi og standa til 21. janúar.

„Svo stendur nú yfir ljóðasamkeppni grunnskólanna í Kópavogi, en verðlaunin í henni eru afhent um leið og Ljóðstafurinn er afhentur. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir nemendur að fá að prófa þann leik með tungumálið sem ljóðagerð býður þeim upp á og getur sömuleiðis verið þeim mikil hvatning að fá viðurkenningu fyrir þær tilraunir. Þetta er hluti af því að ala upp nýja kynslóð skálda.“

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Kársnes
Héðinn Sveinbjörnsson
blikar
sidasti_2_1-1
Screen Shot 2015-02-04 at 17.42.56
Hopp
smari2
Theodora
1501816_599821193417374_1456742139_n