Ljós, líf og kærleikur

Sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur Kópavogskirkju.

Kirkja Wilhjálms keisara í Berlín í Þýskalandi var sprengd upp að stærstum hluta í seinni heimstyrjöldinni. Sá hluti kirkjunnar, sem ekki eyðilagðist stendur enn þá til að minna á þann hræðilega veruleika, sem átti sér stað í Þýskalandi og víðar í seinni heimsstyrjöldinni. Nokkrum árum síðar var reist við hliðina á rústunum svokölluð “Bláa kirkja”. Blátt gler varpar sérstökum lit á allt í kirkjunni. Þar inni er meðal annars: kolaskissa af Maríu mey, þar sem María umvefur Jesú í fanginu. Á myndina er skrifað stórum stöfum: “Ljós, líf og kærleikur”. Við hlið myndarinnar er steinn með tilvitun úr 1. Jóhannesarbréfi 5:4: “því að sérhvert barn Guðs sigrar heiminn og trú okkar er sigurinn, hún hefur sigrað heiminn”.

Þessi Maríumynd er kölluð: “Madonnan frá Stalingrad” og er eftir Kurt Reuber, sem var guðfræðingur, prestur, myndlistamaður og læknir. Reuber starfaði fyrir stríð, sem prestur í söfnuði á uppgangstíma nasista. Hann deildi á nasista og hugmyndafræði þeirra og aðferðir og var tekin í yfirheyrslur vegna af orðum sínum. Í seinni heimstyrjöldinni starfaði Reuber, sem skurðlæknir í þýska hernum meðal annars í mannskæðri orustu um Stalingrad (nú Volograd) í Rússlandi. Í nóvember árið 1942 voru Þjóðverjar umkringdir í borginni af Sovétmönnum og algjör ósigur framundan. Í bréfi, sem Reuber skrifaði til fjölskyldu sinnar á þessum tíma sagðist hann hafa ákveðið að teikna mynd af móður og barni. Með því vildi hann gefa fólki von í öllum stríðshörmungunum. Reuber vissi að við getum ýmislegt gert hvert og eitt okkar með þeim náðargjöfum, sem okkur eru gefnar. Þegar maður horfir á myndina, móður og barn hjúfra sig að hvort öðru eru útlínur þeirra hjartalaga en hjartað er tákn kærleikans. Reuber hengdi myndina upp á áberandi stað þannig að hún blasti við hermönnunum. Madonnan frá Stalingrad minnir þann, sem hana sér, á stríðshrylling en er um leið sterkt ákall um frið á tímum ógnar, lyga og valda ójafnvægis. Orðin úr 1. Jóhannesarbréfi eru eins og brú sem getur leitt fólk úr ólíkum áttum til að endurmeta og endurskoða jafnvel á frekar friðsömum tíma að friður er eitthvað, sem verður alltaf að hlúa að og sinna og má aldrei gleymast. Leyfum ljósinu, ljósinu eilífa og helga að lýsa, gleðja, styrkja og styðja.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér