Ljósalistaverk á Safnanótt í Kópavogi

Metfjöldi viðburða á Safna- og Sundlauganótt 

Dagskrá Safna- og Sundlauganætur í Kópavogi hefur aldrei verið viðameiri. Meðal þess sem boðið er upp á er ljóslistaverk á Kópavogskirkju, tónleikar, jóga í vatni, bíó og fleira. Á þriðja tug viðburða verður í bænum í tengslum við Safnanótt, sem fram fer 3. febrúar og Sundlauganótt sem er haldin 4. febrúar. Safna- og Sundlauganótt eru hluti af Vetrarhátíð sem fram fer á höfuðborgarsvæðinu 2.-5. febrúar. Myndin hér að ofan sýnir listaverkið sem varpað verður á Kópavogskirkju frá kl. 18.30 næsta föstudagskvöld. Höfundur þess er Dodda Maggý.

Listaverk á Kópavogskirkju, tónleikar með Ásgeiri Ásgeirssyni bæjarlistamanni og Sigríði Thorlacius næntís bíó, vangaveltur um stjörnuhimininn, ratleikur og völundarhús er meðal þess sem stendur til boða á Safnanótt, 3. febrúar, í Kópavogi. Menningarhúsin í Kópavogi, Molinn ungmennahús og Kópavogskirkja taka þátt í safnanótt og stendur dagskráin frá 18.00 til 23.00.

Á Sundlauganótt, 4. febrúar, er jóga í vatni, grín-spunasýning með Improv Ísland og tónleikar með Jóni Jónssyni meðal þess sem boðið er upp á fyrir gesti og gangandi í sundlaugum Kópavogs. Frítt er í sund frá 18.00 til 23.00 en viðburðir hefjast í laugunum klukkan 20.00.

Dagskráin í Kópavogi hefur aldrei verið viðameiri á en á þriðja tug viðburða eru í bænum í tengslum við Safna- og Sundlauganótt. 

Nánar um Safnanótt:

Gestir á öllum aldri geta fundið eitthvað við sitt hæfi í Kópavogi á Safnanótt. Boðið er upp á nær 20 viðburði og hefst dagskrá klukkan 18.00.

„Við fjölgum viðburðum í ár, svo sem tónlistarviðburðum, en Salurinn kemur sterkar inn en áður. Einnig verður tónlistarflutningur inni í Kópavogskirkju. Videóverkinu DeCore, eftir listakonuna Doddu Maggý, verður varpað á kirkjuna og lýsir hana upp til miðnættis. Með þessu viljum við um leið vekja athygli á því að steindir gluggar eftir Gerði Helgadóttur liggja undir skemmdum og að kirkjan er að hefja söfnun til að bjarga þeim,“ segir Arna Schram forstöðumaður Menningarhúsa Kópavogs.  „Ókeypis er inn á alla viðburði og stutt á milli Menningarhúsanna og því lítið mál að njóta ólíkrar dagskrár í Kópavogi á Safnanótt. Garðskálinn, veitingastaðurinn í Gerðarsafni, er auk þess  með pylsupartý í anda sýningarinnar í safninu.“

Dagskrá Safnanætur:

Klukkan 18.30 verður friðarstund við Kópavogskirkju og tendrað á listaverki eftir Doddu Maggý sem varpað verður á kirkjuna. Í kjölfarið mun tónlistarhópurinn Umbra og Lenka Maténova organisti flytja tónlist. Stundin markar upphaf söfnunarátaks vegna viðgerða á gluggum kirkjunnar sem eru eftir Gerði Helgadóttur.

Í Gerðarsafni verður teiknileikurinn KvikStrik í Stúdío Gerðar frá 18.00-20.00 en klukkan 21.00 hefst sýningarstjóraspjall með Heiðari Kára Rannverssyni um sýninguna Normið er ný framúrstefna sem nú stendur yfir. Þá verður boðið upp á næntís bíó í samvinnu við Bíó Paradís í Gerðarsafni frá klukkan 18.00. Í Garðskálanum, veitingahúsi Gerðarsafns, verður pylsupartý og hamingjustund.

Í Salnum verður tríó Ásgeirs Ásgeirssonar, bæjarlistamanns Kópavogs, með tónleika ásamt Sigríði Thorlacius. Þau munu flytja ljúfan djass og suðræna sveiflu á tónleikum sem hefjast klukkan 21.00.

Í Héraðsskjalasafni Kópavogs verður sýnd heimildamynd um upphafsár Félagsmálastofnunar Kópavogs á 45 mínútna fresti frá klukkan 18.15 og þar verður einnig sýning á símaskrám.

Í Molanum ungmennahúsi opnar listasýning fjögurra nemenda úr Listaháskóla Íslands kl. 20.00. Sýningin ber heitið Breytileg brot og býður gestum upp á fjölbreytta og skemmtilega nálgun í ýmsum formum myndlistar og hljóðinnsetninga. Þau sem sýna eru Agnes Ársælsdóttir, Friðrik Margrétar- Guðmundsson, Hildur Elísa Jónsdóttir og Hjördís Gréta Guðmundssdóttir

Í Náttúrufræðistofu Kópavogs verður sýning sem fjallar um sögu náttúrugripasafna, sem ber heitið Náttúrufræðisafn, til hvers. Í tengslum við sýninguna verður flutt erindi klukkan 20.00 um sögu og tilgang náttúrufræðisafna.

Í Bókasafni Kópavogs verður ýmislegt á seyði. Frá 18-23.00 verður perlað, litað, spilar og boðið upp á völundarhús í anda Harry Potter. Sirrý spá skyggnist inn í framtíðina frá kl. 20.00, stjörnuhiminnn verður ræddur , Lóa Hlín heldur hugmyndasmiðju frá 21.-22.30, haldinn verður ratleikur um Bókasafnið sem teygir sig yfir á Náttúrufræðistofu Kópavogs og loks verða flutt bítlalög af sönghópnum The Darlings kl. 22.30.

Dagsskrá Sundlauganætur:

Frítt er í sund í Kópavogi frá 18-23.00 á sundlauganótt 4. febrúar. Þetta er í annað sinn sem opið er í báðum laugum á sundlauganótt.

Í Sundlaug Kópavogs er boðið upp á aqua zumba partý klukkan 20.00, Improv Ísland sýnir grín-spunasýningu klukkan 21.00 g Jón Jónsson söngvari slær botninn í dagskrána með tónleikum klukkan 22.00.

Í Salalaug hefst dagskráin klukkan 20.00 með grínspunasýningu Improv-Íslandi. Klukkan 21:00 verður svo Gyða Dís jógakennari með léttar jógaæfingar í vatni sem verður svo fylgt eftir með slökun og samfloti til 22:00. Sundlaugin mun hafa 28 flotgræjur til útláns og þá gildir reglan, „fyrstur kemur, fyrstur fær“. Einnig eru þeir sérstaklega velkomnir sem eiga sínar eigin flotgræjur. Frá 22:00 til 23:00 verður svo kveikt á kertum og róleg tónlist verður spiluð.

Vetrarhátíð

Safna- og sundlauganótt er hluti af Vetrarhátíð sem haldin er á öllu höfuðborgarsvæðinu 2.-5. febrúar.

Dodda Maggý.

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Fræðsluganga
Héraðsskjalasafn Kópavogs
Karen-Elisabet-Halldorsdottir
Bæjarstjórn2014
vef17jun59
1515030_10202047574684548_1435328287_n
Salurinn
Menningarhús Kópavogs
SigvaldiEgill