Ljósalistaverk á Safnanótt í Kópavogi

Metfjöldi viðburða á Safna- og Sundlauganótt 

Dagskrá Safna- og Sundlauganætur í Kópavogi hefur aldrei verið viðameiri. Meðal þess sem boðið er upp á er ljóslistaverk á Kópavogskirkju, tónleikar, jóga í vatni, bíó og fleira. Á þriðja tug viðburða verður í bænum í tengslum við Safnanótt, sem fram fer 3. febrúar og Sundlauganótt sem er haldin 4. febrúar. Safna- og Sundlauganótt eru hluti af Vetrarhátíð sem fram fer á höfuðborgarsvæðinu 2.-5. febrúar. Myndin hér að ofan sýnir listaverkið sem varpað verður á Kópavogskirkju frá kl. 18.30 næsta föstudagskvöld. Höfundur þess er Dodda Maggý.

Listaverk á Kópavogskirkju, tónleikar með Ásgeiri Ásgeirssyni bæjarlistamanni og Sigríði Thorlacius næntís bíó, vangaveltur um stjörnuhimininn, ratleikur og völundarhús er meðal þess sem stendur til boða á Safnanótt, 3. febrúar, í Kópavogi. Menningarhúsin í Kópavogi, Molinn ungmennahús og Kópavogskirkja taka þátt í safnanótt og stendur dagskráin frá 18.00 til 23.00.

Á Sundlauganótt, 4. febrúar, er jóga í vatni, grín-spunasýning með Improv Ísland og tónleikar með Jóni Jónssyni meðal þess sem boðið er upp á fyrir gesti og gangandi í sundlaugum Kópavogs. Frítt er í sund frá 18.00 til 23.00 en viðburðir hefjast í laugunum klukkan 20.00.

Dagskráin í Kópavogi hefur aldrei verið viðameiri á en á þriðja tug viðburða eru í bænum í tengslum við Safna- og Sundlauganótt. 

Nánar um Safnanótt:

Gestir á öllum aldri geta fundið eitthvað við sitt hæfi í Kópavogi á Safnanótt. Boðið er upp á nær 20 viðburði og hefst dagskrá klukkan 18.00.

„Við fjölgum viðburðum í ár, svo sem tónlistarviðburðum, en Salurinn kemur sterkar inn en áður. Einnig verður tónlistarflutningur inni í Kópavogskirkju. Videóverkinu DeCore, eftir listakonuna Doddu Maggý, verður varpað á kirkjuna og lýsir hana upp til miðnættis. Með þessu viljum við um leið vekja athygli á því að steindir gluggar eftir Gerði Helgadóttur liggja undir skemmdum og að kirkjan er að hefja söfnun til að bjarga þeim,“ segir Arna Schram forstöðumaður Menningarhúsa Kópavogs.  „Ókeypis er inn á alla viðburði og stutt á milli Menningarhúsanna og því lítið mál að njóta ólíkrar dagskrár í Kópavogi á Safnanótt. Garðskálinn, veitingastaðurinn í Gerðarsafni, er auk þess  með pylsupartý í anda sýningarinnar í safninu.“

Dagskrá Safnanætur:

Klukkan 18.30 verður friðarstund við Kópavogskirkju og tendrað á listaverki eftir Doddu Maggý sem varpað verður á kirkjuna. Í kjölfarið mun tónlistarhópurinn Umbra og Lenka Maténova organisti flytja tónlist. Stundin markar upphaf söfnunarátaks vegna viðgerða á gluggum kirkjunnar sem eru eftir Gerði Helgadóttur.

Í Gerðarsafni verður teiknileikurinn KvikStrik í Stúdío Gerðar frá 18.00-20.00 en klukkan 21.00 hefst sýningarstjóraspjall með Heiðari Kára Rannverssyni um sýninguna Normið er ný framúrstefna sem nú stendur yfir. Þá verður boðið upp á næntís bíó í samvinnu við Bíó Paradís í Gerðarsafni frá klukkan 18.00. Í Garðskálanum, veitingahúsi Gerðarsafns, verður pylsupartý og hamingjustund.

Í Salnum verður tríó Ásgeirs Ásgeirssonar, bæjarlistamanns Kópavogs, með tónleika ásamt Sigríði Thorlacius. Þau munu flytja ljúfan djass og suðræna sveiflu á tónleikum sem hefjast klukkan 21.00.

Í Héraðsskjalasafni Kópavogs verður sýnd heimildamynd um upphafsár Félagsmálastofnunar Kópavogs á 45 mínútna fresti frá klukkan 18.15 og þar verður einnig sýning á símaskrám.

Í Molanum ungmennahúsi opnar listasýning fjögurra nemenda úr Listaháskóla Íslands kl. 20.00. Sýningin ber heitið Breytileg brot og býður gestum upp á fjölbreytta og skemmtilega nálgun í ýmsum formum myndlistar og hljóðinnsetninga. Þau sem sýna eru Agnes Ársælsdóttir, Friðrik Margrétar- Guðmundsson, Hildur Elísa Jónsdóttir og Hjördís Gréta Guðmundssdóttir

Í Náttúrufræðistofu Kópavogs verður sýning sem fjallar um sögu náttúrugripasafna, sem ber heitið Náttúrufræðisafn, til hvers. Í tengslum við sýninguna verður flutt erindi klukkan 20.00 um sögu og tilgang náttúrufræðisafna.

Í Bókasafni Kópavogs verður ýmislegt á seyði. Frá 18-23.00 verður perlað, litað, spilar og boðið upp á völundarhús í anda Harry Potter. Sirrý spá skyggnist inn í framtíðina frá kl. 20.00, stjörnuhiminnn verður ræddur , Lóa Hlín heldur hugmyndasmiðju frá 21.-22.30, haldinn verður ratleikur um Bókasafnið sem teygir sig yfir á Náttúrufræðistofu Kópavogs og loks verða flutt bítlalög af sönghópnum The Darlings kl. 22.30.

Dagsskrá Sundlauganætur:

Frítt er í sund í Kópavogi frá 18-23.00 á sundlauganótt 4. febrúar. Þetta er í annað sinn sem opið er í báðum laugum á sundlauganótt.

Í Sundlaug Kópavogs er boðið upp á aqua zumba partý klukkan 20.00, Improv Ísland sýnir grín-spunasýningu klukkan 21.00 g Jón Jónsson söngvari slær botninn í dagskrána með tónleikum klukkan 22.00.

Í Salalaug hefst dagskráin klukkan 20.00 með grínspunasýningu Improv-Íslandi. Klukkan 21:00 verður svo Gyða Dís jógakennari með léttar jógaæfingar í vatni sem verður svo fylgt eftir með slökun og samfloti til 22:00. Sundlaugin mun hafa 28 flotgræjur til útláns og þá gildir reglan, „fyrstur kemur, fyrstur fær“. Einnig eru þeir sérstaklega velkomnir sem eiga sínar eigin flotgræjur. Frá 22:00 til 23:00 verður svo kveikt á kertum og róleg tónlist verður spiluð.

Vetrarhátíð

Safna- og sundlauganótt er hluti af Vetrarhátíð sem haldin er á öllu höfuðborgarsvæðinu 2.-5. febrúar.

Dodda Maggý.

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar