Ljósin í bænum

Guðmundur Geirdal.
Guðmundur Geirdal.

Skammdegið hefur sjaldan verið dimmara en nú á þessari aðventu. Það er auðvitað þannig að þegar snjóinn vantar þá er einhvernvegin miklu dimmara úti. Ég hef beðið bæjarstjóra að láta reikna út fyrir mig hvað það myndi kosta að lengja þann tíma sem ljósin loga í Kópavogi um tvo klukkutíma, allavega meðan jörð er auð af snjó. Það er einhvernvegin léttara yfir okkur þegar bjart er.

Bæjarstjóri benti mér réttilega á að þessháttar breyting myndi hafa kostnað í för með sér og bærinn væri skuldugur. „Hvar ætlarðu að finna pening fyrir þessu?” Við höfum jú nýlokið við gerð fjárhagsáætluninnar. Hann gerir þetta alltaf þegar ég kem með hugmynd að einhverju sem kostar bæinn pening.Gerði þetta líka þegar ég vildi lengja opnunartíma sundlauganna. Þess vegana er bærinn svona vel rekinn.

Mér datt í hug: Mætti ekki nota smá af því sem hefði farið í snjómokstur, ef eitthvað hefði snjóað, í þessa lýsingu sem mér finnst vanta í snjóleysinu? Ég hef líka velt þvi fyrir mér hvort við ættum ekki að stefna að því að skipta öllum okkar ljósaperum út fyrir led-lýsingu. Mér skilst að þær perur eyði ekki nema 5 til10 % af orku venjulegu perunnar og endist miklu lengur. Þá væri líka auðveldara að stýra lýsinguni og hún væri alltaf passleg. Kannski væri hægt að nota flutningsgetu lagnanna og koma upp hleðslustöðvum fyrir rafmagnsbíla um leið og skipt er um perur án þess að leggja nýjar lagnir. Kópavogsbær er að borga um 100 miljónir fyrir rafmagn í lýsingu bæjarinns. Gaman væri að vita hversu mörg ár það tæki að láta rafmagnssparnað led-pera borga sig upp. Eftir það fengi ég ljós allan veturinn.

Gleðileg jól kæru Kópavogsbúar.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar