Ljósin í bænum

Guðmundur Geirdal.
Guðmundur Geirdal.

Skammdegið hefur sjaldan verið dimmara en nú á þessari aðventu. Það er auðvitað þannig að þegar snjóinn vantar þá er einhvernvegin miklu dimmara úti. Ég hef beðið bæjarstjóra að láta reikna út fyrir mig hvað það myndi kosta að lengja þann tíma sem ljósin loga í Kópavogi um tvo klukkutíma, allavega meðan jörð er auð af snjó. Það er einhvernvegin léttara yfir okkur þegar bjart er.

Bæjarstjóri benti mér réttilega á að þessháttar breyting myndi hafa kostnað í för með sér og bærinn væri skuldugur. „Hvar ætlarðu að finna pening fyrir þessu?” Við höfum jú nýlokið við gerð fjárhagsáætluninnar. Hann gerir þetta alltaf þegar ég kem með hugmynd að einhverju sem kostar bæinn pening.Gerði þetta líka þegar ég vildi lengja opnunartíma sundlauganna. Þess vegana er bærinn svona vel rekinn.

Mér datt í hug: Mætti ekki nota smá af því sem hefði farið í snjómokstur, ef eitthvað hefði snjóað, í þessa lýsingu sem mér finnst vanta í snjóleysinu? Ég hef líka velt þvi fyrir mér hvort við ættum ekki að stefna að því að skipta öllum okkar ljósaperum út fyrir led-lýsingu. Mér skilst að þær perur eyði ekki nema 5 til10 % af orku venjulegu perunnar og endist miklu lengur. Þá væri líka auðveldara að stýra lýsinguni og hún væri alltaf passleg. Kannski væri hægt að nota flutningsgetu lagnanna og koma upp hleðslustöðvum fyrir rafmagnsbíla um leið og skipt er um perur án þess að leggja nýjar lagnir. Kópavogsbær er að borga um 100 miljónir fyrir rafmagn í lýsingu bæjarinns. Gaman væri að vita hversu mörg ár það tæki að láta rafmagnssparnað led-pera borga sig upp. Eftir það fengi ég ljós allan veturinn.

Gleðileg jól kæru Kópavogsbúar.

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,