Ljósin í bænum

Guðmundur Geirdal.

Skammdegið hefur sjaldan verið dimmara en nú á þessari aðventu. Það er auðvitað þannig að þegar snjóinn vantar þá er einhvernvegin miklu dimmara úti. Ég hef beðið bæjarstjóra að láta reikna út fyrir mig hvað það myndi kosta að lengja þann tíma sem ljósin loga í Kópavogi um tvo klukkutíma, allavega meðan jörð er auð af snjó. Það er einhvernvegin léttara yfir okkur þegar bjart er.

Bæjarstjóri benti mér réttilega á að þessháttar breyting myndi hafa kostnað í för með sér og bærinn væri skuldugur. „Hvar ætlarðu að finna pening fyrir þessu?” Við höfum jú nýlokið við gerð fjárhagsáætluninnar. Hann gerir þetta alltaf þegar ég kem með hugmynd að einhverju sem kostar bæinn pening.Gerði þetta líka þegar ég vildi lengja opnunartíma sundlauganna. Þess vegana er bærinn svona vel rekinn.

Mér datt í hug: Mætti ekki nota smá af því sem hefði farið í snjómokstur, ef eitthvað hefði snjóað, í þessa lýsingu sem mér finnst vanta í snjóleysinu? Ég hef líka velt þvi fyrir mér hvort við ættum ekki að stefna að því að skipta öllum okkar ljósaperum út fyrir led-lýsingu. Mér skilst að þær perur eyði ekki nema 5 til10 % af orku venjulegu perunnar og endist miklu lengur. Þá væri líka auðveldara að stýra lýsinguni og hún væri alltaf passleg. Kannski væri hægt að nota flutningsgetu lagnanna og koma upp hleðslustöðvum fyrir rafmagnsbíla um leið og skipt er um perur án þess að leggja nýjar lagnir. Kópavogsbær er að borga um 100 miljónir fyrir rafmagn í lýsingu bæjarinns. Gaman væri að vita hversu mörg ár það tæki að láta rafmagnssparnað led-pera borga sig upp. Eftir það fengi ég ljós allan veturinn.

Gleðileg jól kæru Kópavogsbúar.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn