Loftslagsbreytingar eru helsta vá okkar tíma

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi.

Loks innleiðir Kópavogur heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir í loftslagsmálum. Á nýlegum fundi bæjarráðs var ákveðið að taka inn þetta mikilvæga markmið í yfirmarkmið bæjarstjórnar Kópavogs og eru það góð tíðindi í baráttunni við loftslagsbreytingar.

Sveitarfélög landsins bera höfuðábyrgð þegar kemur að loftslagsmálum og hafa þau gríðarmikil tækifæri til þess að bregðast við, bæði sem vinnuveitandi og stjórnvald. Hlýnun jarðar er ekki flokkspólitískt mál, það er staðreynd sem við verðum að sameinast um að berjast gegn og gera það sem í okkar valdi stendur til þess að forða hamförum. Það er ástæða þess að ég hef barist fyrir því að innleiða þetta heimsmarkmið sem nú er að verða að veruleika. Næstu skref eru að vinna málið áfram í  góðri sátt og samvinnu allra bæjarfulltrúa. Skýr framtíðarsýn er forsenda breytinga. Nú hefst brátt vinnan við fjárhagsáætlun og höfum við því kjörið tækifæri til að ákveða hvert við stefnum og hvernig við getum notað fjármuni sveitarfélagsins í hag umhverfisins og framtíðarinnar.

Hér er tækifæri til að gera Kópavog að fyrirmyndarsamfélagi með sjálfbærni að leiðarljósi.

Umræðan

Fleiri fréttir

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Vindur í eigu þjóðar

Á flokksráðsfundi okkar Vinstri grænna sem haldinn var í Reykjanesbæ um liðna helgi var ítrekað mikilvægi þess að mörkuð verði stefna um nýtingu vinds til orkuöflunar á Íslandi. Við viljum

Gamlar fréttir úr sarpinum

samkor
ormadagar32014
image-1
HjordisogTheodora
Sigkop
Toneron press photo
Hressingarhælið
Karlakor Kopavogs
Helga Hauksdóttir