Söngkonan Ragnhildur Þórhallsdóttir er dóttir Öddu Örnólf og ólst upp við lög eins Nótt í Atlavík, Vorkvöld, Bjarni og nikkan. Nú flytur hún lögin hennar og önnur dægurlög, ásamt Einari Clausen og danshljómsveit í Salnum þann 19. október.
Dagskráin er byggð á dægurlögum sem voru vinsæl um miðbik síðustu aldar og eru enn í dag. Ragnhildur Þórhallsdóttir, dóttir Öddu, og Einar Clausen syngja lög sem voru vinsæl í flutningi Öddu Örnólfs og Ólafi Briem. Einnig verða flutt lög Alfreðs Clausen og fleiri dægurperlur sem einkenndu blómlegt tónlistarlíf þessa tíma. Má þar nefna lög eins og Nótt í Atlavík (Í Hallormsstaðaskógi), Bjarni og nikkan, Vorkvöld, Manstu gamla daga og Á morgun. Mörg þessara laga söng Ragnhildur, í ágúst í fyrra fyrir fullu húsi á tónleikum í Háteigskirkju í Reykjavík í tilefni 60 ára söngafmælis Öddu. Einstakt tækifæri til að heyra lifandi flutning á lögum sem heyrast allt of sjaldan.
Hljómsveit:
Ragnhildur Þórhallsdóttir, sópran
Einar Clausen, tenór
Grímur Helgason, Klarinett
Lilja Eggertsdóttir, píanó
Þórður Högnason, kontrabassi
Guðbjörg Sigurjónsdóttir, harmonikka
Nánar á salurinn.is
Facebook
Instagram
YouTube
RSS