Lokahátíð Skapandi sumarstarfa


Mikil ánægja hefur verið með verkefnið Skapandi sumarstörf hjá kópavogsbúum í sumar.

Mikil ánægja hefur verið með verkefnið Skapandi sumarstörf hjá kópavogsbúum í sumar.

Lokahátíð Skapandi sumarstarfa verður haldin í Molanum þann 25. júlí. Húsið opnar klukkan 20:00 og formleg dagskrá hefst klukkan 20:30. Allir hóparnir munu gera grein fyrir sínum verkefnum og einnig verður hægt að ganga um húsið og skoða það sem þetta unga listafólk hefur verið að gera í sumar. Á hátíðinni verður boðið upp á tónlistaratriði, kynningar á myndbandsverkefnum af ýmsum toga og hægt að skoða nýsaumuð föt, ljóð, ljósmyndir og listaverk. Til að hita upp fyrir hátíðina er um að gera að skella sér á raf- og hipphopp tónleika í undirgöngunum undir Digranesveg við Hamraborg frá 19:00-21:00. Allir eru hvattir til að stoppa þar áður en þeir mæta í Molann á lokahátíðina annað kvöld, fimmtudag, klukkan 20:00.

Skapandi sumarstörf í Kópavogi 1000896_477038515700214_2140346927_n IMG_3252 IMG_3296 Lokaha?ti?ð_skapandi_sumarstarfa _2013