Lokahátíð Skapandi sumarstarfa

Mikil ánægja hefur verið með verkefnið Skapandi sumarstörf hjá kópavogsbúum í sumar.
Mikil ánægja hefur verið með verkefnið Skapandi sumarstörf hjá kópavogsbúum í sumar.

Lokahátíð Skapandi sumarstarfa verður haldin í Molanum þann 25. júlí. Húsið opnar klukkan 20:00 og formleg dagskrá hefst klukkan 20:30. Allir hóparnir munu gera grein fyrir sínum verkefnum og einnig verður hægt að ganga um húsið og skoða það sem þetta unga listafólk hefur verið að gera í sumar. Á hátíðinni verður boðið upp á tónlistaratriði, kynningar á myndbandsverkefnum af ýmsum toga og hægt að skoða nýsaumuð föt, ljóð, ljósmyndir og listaverk. Til að hita upp fyrir hátíðina er um að gera að skella sér á raf- og hipphopp tónleika í undirgöngunum undir Digranesveg við Hamraborg frá 19:00-21:00. Allir eru hvattir til að stoppa þar áður en þeir mæta í Molann á lokahátíðina annað kvöld, fimmtudag, klukkan 20:00.

Skapandi sumarstörf í Kópavogi 1000896_477038515700214_2140346927_n IMG_3252 IMG_3296 Lokaha?ti?ð_skapandi_sumarstarfa _2013

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem