Lokahátíð Skapandi sumarstarfa

Mikil ánægja hefur verið með verkefnið Skapandi sumarstörf hjá kópavogsbúum í sumar.
Mikil ánægja hefur verið með verkefnið Skapandi sumarstörf hjá kópavogsbúum í sumar.

Lokahátíð Skapandi sumarstarfa verður haldin í Molanum þann 25. júlí. Húsið opnar klukkan 20:00 og formleg dagskrá hefst klukkan 20:30. Allir hóparnir munu gera grein fyrir sínum verkefnum og einnig verður hægt að ganga um húsið og skoða það sem þetta unga listafólk hefur verið að gera í sumar. Á hátíðinni verður boðið upp á tónlistaratriði, kynningar á myndbandsverkefnum af ýmsum toga og hægt að skoða nýsaumuð föt, ljóð, ljósmyndir og listaverk. Til að hita upp fyrir hátíðina er um að gera að skella sér á raf- og hipphopp tónleika í undirgöngunum undir Digranesveg við Hamraborg frá 19:00-21:00. Allir eru hvattir til að stoppa þar áður en þeir mæta í Molann á lokahátíðina annað kvöld, fimmtudag, klukkan 20:00.

Skapandi sumarstörf í Kópavogi 1000896_477038515700214_2140346927_n IMG_3252 IMG_3296 Lokaha?ti?ð_skapandi_sumarstarfa _2013

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér