Kópavogsbær hefur tekið ákvörðun um lokun á starfsstöðvum sveitarfélagsins sem halda úti þjónustu og starfsemi fyrir fólk sem er í viðkvæmri stöðu eða með undirliggjandi sjúkdóma. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur lýst yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni vegna COVID-19 veirunnar og er ákvörðun um lokun starfsstöðva tekin með hliðsjón af þeirri breytingu.
Eftirfarandi starfsstöðvum Kópavogsbæjar verður lokað tímabundið frá og með 9.mars.
Félagsmiðstöðvar aldraðra:
- Gjábakki
- Gullsmári
- Boðinn
Dagþjálfun í Roðasölum
Vinnu- og virknimiðuð stoðþjónusta fyrir fatlað fólk:
- Dvöl, athvarf fyrir geðfatlaða
- Dalvegur, hæfingarstöð
- Örvi, vinnustaður
Skammtímadvöl fyrir fatlað fólk:
- Hrauntunga
Upplýst verður um lokanir og þegar starfssemi hefst að nýju til allra hlutaðeigandi.
Bent er á að Sóttvarnalæknir beinir því sérstaklega til þeirra sem teljast til viðkvæmra hópa, einkum þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og eldri einstaklinga að huga vel að hreinlætisaðgerðum og forðast mannamót að óþörfu.
Ákvarðanir um lokanir eru teknar af Neyðarstjórn Kópavogs. Neyðarstjórnin fylgist náið með þróun mála í útbreiðslu COVID-19 veirunnar og er í daglegum samskiptum við Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra.