Lokanir í Kópavogi til að vernda viðkvæma hópa

Kópavogsbær hefur tekið ákvörðun um lokun á starfsstöðvum sveitarfélagsins sem halda úti þjónustu og starfsemi fyrir fólk sem er í viðkvæmri stöðu eða með undirliggjandi sjúkdóma. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur lýst yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni vegna COVID-19 veirunnar og er ákvörðun um lokun starfsstöðva tekin með hliðsjón af þeirri breytingu.

Eftirfarandi starfsstöðvum Kópavogsbæjar verður lokað tímabundið frá og með 9.mars.

Félagsmiðstöðvar aldraðra:

  • Gjábakki
  • Gullsmári
  • Boðinn

Dagþjálfun í Roðasölum

Vinnu- og virknimiðuð stoðþjónusta fyrir fatlað fólk:

  • Dvöl, athvarf fyrir geðfatlaða
  • Dalvegur, hæfingarstöð
  • Örvi, vinnustaður

Skammtímadvöl fyrir fatlað fólk:

  • Hrauntunga

Upplýst verður um lokanir og þegar starfssemi hefst að nýju til allra hlutaðeigandi.  

Bent er á að Sóttvarnalæknir beinir því sérstaklega til þeirra sem teljast til viðkvæmra hópa, einkum þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og eldri einstaklinga að huga vel að hreinlætisaðgerðum og forðast mannamót að óþörfu.

Ákvarðanir um lokanir eru teknar af Neyðarstjórn Kópavogs. Neyðarstjórnin fylgist náið með þróun mála í útbreiðslu COVID-19 veirunnar og er í daglegum samskiptum við Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Bodathing-19017-002
Vináttuganga í Kópavogi
Kristín Sævars
Hamraborg-26-copy
Theodora
Kópavogur
Jón úr Vör
Vilhjálmur Bjarnason
Vinabyggd1