Skólar eru byrjaðir og það er eins og við manninn mælt, lúsin fer strax að gera vart við sig.
Tilkynning barst í morgun frá skólayfirvöldum í Kársnesskóla til foreldra og forráðamanna barna í skólanum. Þar segir að tilkynning hafi borist um lús á yngsta og elsta stigi. Því eru foreldrar og forráðamenn barna beðin um að taka fram lúsakambinn. Kemba skal alla í fjölskyldunni og gera viðeigandi ráðstafanir ef lús finnst.
https://www.heilsuvera.is/markhopar/sjukdomar-og-einkenni/hofudlus/