Lýðheilsa – Hugsum vel um fólkið okkar – Opnum Geðræktarhús

Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir, oddviti BF/Viðreisnar í Kópavogi.

Undanfarin tvö ár hef ég leitt lýðheilsustefnumörkun fyrir Kópavog með frábæru starfsfólki á öllum sviðum bæjarins og í samráði við íbúa. Fjölmörg verkefni eru nú í bígerð á ýmsum sviðum og má þar nefna uppbyggingu og merkingar á aðskildum hjóla- og göngustígum og reglusetning um mokstur þeirra og hreinsun. Yfirfara á allar gönguleiðir skólabarna með tilliti til öryggis. Yfirfara á alla lýsingu á stígum og fara í sérstakt átak í samráði við íbúa til að tryggja öryggi í umhverfi bæjarbúa, m.a. með öryggis- og hraðamyndavélum. Við ætlum að stækka innganga í sundlaugunum til að koma fyrir aðstöðu til að bjóða upp á heilsufæði og boozt bari. Við ætlum að innleiða og fylgja eftir nýrri næringarstefnu fyrir alla skóla í Kópavogi, ljúka við að koma fyrir fullbúnum eldhúsum í alla grunnskóla í Kópavogi, þar sem matur er eldaður á staðnum. Næstu skólar á ætlun hvað það varðar eru Kópavogsskóli og Smáraskóli. Gera þarf átak í að draga úr matarsóun og koma fyrir ræktunarsvæðum í hverfum Kópavogs fyrir grænmeti.

Lýðheilsu- útivistarhringjum verður komið fyrir í Salahverfinu og á Kársnesi í nálægð við sundlaugar og við Lund. Æfingatæki, bekkir, fróðleiksskilti og vatnsfontar hafa verið settir upp og fleiri eru í undirbúningi.

Aukin geðrækt er eitt af sex meginmarkmiðum lýðheilsustefnunnar og er mér sérlega hugleikin. Frá því í haust hef ég verið móta tillögu um að opnað verði Geðræktarhús í gamla Hressingarhælinu. Tillagan er sú að opnuð verði aðstaða þar sem hægt verður að koma með litla hópa til að takast á við áskoranir og áreiti sem fólk verður fyrir í daglegu lífi. Tilgangurinn er að draga úr þöggun sem gjarnan fylgir þunglyndi og hvetja til opinnar umræðu um vandann og möguleg úrræði. Hér er um að ræða fyrsta stigs forvörn sem væntingar eru um að geti bætt andlega líðan íbúa og aukið lífsgæði þeirra. Þunglyndi og kvíði er ein stærsta heilsufarsógn í dag og er að verða eitt af stærstu viðfangsefnum lýðheilsu í heiminum, þar á meðal á Íslandi. Þunglyndi er metið sem þriðja stærsta heilsufarsvandamálið sem dregur úr lífsgæðum fólks.

Athygli er vakin á því að Alþjóðaheilbrigiðsmálastofnunin helgaði alþjóðaheilbrigðisdaginn, 7. apríl 2017 þunglyndi, undir merkjunum „Let´s talk.“ Við viljum að þróuð verði íslensk útgáfa af því verkefni með fræðslu fagaðila, útgáfu á fræðsluefni og viðburðum. Búið er að ákveða að ráða meistaranema í klínískri sálfræði strax í sumar til að þróa verkefnið. Hressingarhælið á fallega heilbrigðissögu, viðhöldum henni og notum húsið í heilsuvanda nútímans

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Þúsundir íbúða í nýjum lífsgæðakjarna í Kópavogi

Áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma og íbúða á Gunnarshólma Loftmynd af svæðinu Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að vísa áfram til samþykktar bæjarstjórnar drögum að viljayfirlýsingu við Aflvaka þróunarfélag um uppbyggingu 5.000

Kársnesskóla skipt í tvo skóla

Kársnesskóla verður skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu 2024 til 2025 samkvæmt tillögu menntasviðs Kópavogsbæjar sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Kópavogs. Lagt er til að skólanum verði

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar