Lýðheilsa og íbúalýðræði í fjárhagsáætlun 2019

Theodóra S. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi BF Viðreisnar.

Lýðheilsa er eins og jarðvegurinn undir fótum okkar og er undirstaða í velgengni okkar og líðan. Á síðasta kjörtímabili var unnin víðtæk lýðheilsustefnumótun í Kópavogi sem er sem rauður þráður þvert í gegnum öll svið bæjarins. Stefnumótuninni fylgdi framkvæmdaáætlun og nú eru fjölmörg verkefni á því sviði að verða að veruleika.

Til að nefna einhver er nú verið að meta næringu matar sem boðið er upp á í skólum, leikskólum, sundlaugum og öðrum stofnunum auk matar fyrir eldri borgara. Mælingin er liður í að tryggja næringarríkan og hollan mat. Snemmtæk íhlutun nemenda með vanlíðan og sjálfstyrking barna er mikilvæg áhersla í lýðsheilsustefnunni. Í upphafi þessi árs var settur saman starfshópur hjá Kópavogsbæ til þess að auka samstarfi milli sviða hjá bænum og bæta snemmtæka íhlutun og forvarnir. Við þurfum að auka þekkingu á þeim þáttum sem hafa áhrif á geðheilsu. Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir að hækka framlög vegna námskeiða og aðkeyptrar ráðgjafar. Áfram verður aukið við úthlutun sálfræðitíma í grunnskólum og aukið við stöðugildi inn í forvarnarverkefni grunnskólanna. Frá áramótum fá líka sundgestir undir átján ára aldri frían aðgang að sundlaugum bæjarins.

Öruggt umhverfi hvetur til hreyfingar. Í Kópavogi er lögð áhersla á að byggja upp fjölbreytt útivistarsvæði og gott stígakerfi fyrir gangandi og hjólandi. Unnið er að því að aðgreina hjólastíga frá göngustígum til að tryggja öryggi. Æfingatæki, bekkir, fróðleiksskilti og vatnsfontar eru víða við stígakerfið og ýmis fleiri verkefni eru í undirbúningi. Í heilsuhringnum umhverfis Kópavogskirkjugarð er líka komið nýtt þreksvæði, fallegir bekkir og gróður. Þá hefur framkvæmdum við endurnýjun leik- og grunnskólalóða verið haldið áfram ásamt markvissri endurnýjun á opnum leiksvæðum. 

Að lokum vil ég fullvissa Kópavogsbúa um að áfram verður íbúðalýðræði tryggt því verkefnið „Okkar Kópavogur“, sem komið var á á síðasta kjörtímabili, hefur fengið aukinn styrk með nýju stöðugildi verkefnastjóra íbúatengsla. Ég óska Kópavogsbúum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn