Lýðveldis- og lýðræðishátíð

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi.

Kandífloss, blöðrur, hæ hó og jibbí jei. Það er svo sannarlega kominn sautjándi júní. Lýðveldið Ísland á 77 ára afmæli. Hvort sem við tengjum daginn við skrúðgöngur, skátana, hoppukastala eða tónleika á Rútstúni þá er þjóðhátíðardagurinn fyrst og síðast lýðræðishátíð.

Margar þjóðir velja sér þjóðhátíðardag út frá fræknum sigrum, uppreisnum eða sameiningu en við Íslendingar fögnum lýðræðinu. Lýðveldið spratt nefnilega ekki úr hellidembunni á Þingvöllum 17. júní 1944, heldur vilja þjóðarinnar. Í tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum greiddi næstum hver einn og einasti kjósandi atkvæði með því að slíta sambandinu við Dani og taka upp nýja stjórnarskrá. Lýðveldið Ísland varð til í krafti lýðræðisins.

Við Píratar erum sannfærðir um að okkur Íslendingum farnist betur ef lýðræðið fær að ráða för. Við sem trúum á lýðræðið vitum líka að lýðræði er ekki bara kosningar á fjögurra ára fresti. Það er svo miklu meira – og hefur í raun áhrif á heildarsýn Pírata á stjórnmál.

Píratar leggja áherslu á gagnsæi svo að landsmenn geti séð hvernig farið er með peninga þess og völd. Þannig styrkjum við lýðræðið. Píratar leggja áherslu á fjölmiðlafrelsi til að miðla þessum upplýsingum til landsmanna. Þannig styrkjum við lýðræðið. Píratar telja að allir hafi rétt á aðkomu að ákvörðunum sem snerta þá beint og rétt til að vita hvernig ákvarðanirnar voru teknar. Þannig tryggjum við virkt og öflugt lýðræði. 

Lýðræðið er ekkert annað en að treysta fólki – en sumir flokkar hafa einfaldlega ekki kjark í það. Sumir flokkar þora ekki að fylgja niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar um nýja stjórnarskrá. Það eru ekki trúverðugir talsmenn lýðræðis.

Kannski sprettur kjarkleysið úr því að nýja stjórnarskráin eflir lýðræðið svo um munar. Þar er meðal annars kveðið á um rétt landsmanna til að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslum um mikilvæg málefni, persónukjör og jafnt atkvæðavægi. Þetta er meðal ótal ástæðna fyrir því að Píratar vilja nýju stjórnarskrána. Ekki aðeins til að virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu heldur jafnframt til að efla lýðræðið, sem lýðveldið Ísland á svo margt að þakka.

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

Syslumadur
Donata H. Bukowska, ráðgjafi erlendra nema, skipar 4. sæti á lista Samfylkingarinnar til bæjarstjórnar Kópavogs.
3vef
Vinir1
DJI_0335
lus
karsnesf
Hjalmar_Hjalmarsson
DSCN4082