Mæðrastyrksnefnd og Rauði krossinn fá viðurkenningu jafnréttis- og mannréttindaráðs Kópavogs

Mæðrastyrksnefnd í Kópavogi og Rauði krossinn í Kópavogi hljóta viðurkenningu jafnréttis- og mannréttindaráðs Kópavogs árið 2015. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs afhenti viðurkenninguna í bæjarstjórnarsal Kópavogs. 

Félagasamtökunum var þakkað fyrir starf sitt við afhendinguna „Samhugur, fordómaleysi og mannvirðing einkennir allt starf Mæðrastyrksnefndar í Kópavogi og framlag Rauða Krossins til að rjúfa félagslega einangrun, efla samkennd og virðingu fyrir mannlegu lífi innan bæjarfélagsins er ómetanlegt,“ sagði Ármann Kr. Ólafsson við afhendinguna.

Jafnréttis- og mannréttindaráð Kópavogs veitir ár hvert viðurkenningu til stofnunar, einstaklings, félags eða fyrirtæksis sem unnið hafa að jafnréttis- og mannréttindamálum í Kópavogi.

Mæðrastyrksnefnd Kópavogs hefur starfað síðan á sjöunda áratugnum. Að henni standa kvenfélögin Dimma, Freyja og Kvenfélag Kópavogs og það eru konur frá þeim félögum sem leggja fram alla sjálfboðavinnu í sambandi við starfsemi nefndarinnar. Nefndin vinnur einnig í samstarfi við Rauða krossinn í Kópavogi. Nefndin hefur aðsetur í húsnæði Kópavogsbæjar í Fannborg.

„Þær konur sem standa að Mæðrastyrksnefnd Kópavogs vinna óeigingjarnt og þarft starf í þágu þeirra sem minna mega sín í samfélaginu.  Aðstoðin er ekki bundin við kyn eða uppruna heldur veitt öllum þeim sem þurfa, án þess að farið sé í manngreiningarálit,“ segir meðal annars í rökstuðningi nefndarinnar.

Við nefndina starfa að jafnaði 12 konur sem allar gefa vinnu sína, formaður nefndarinnar er Anna Kristinsdóttir.

Rauði krossinn í Kópavogi er sérdeild innan Rauða kross Íslands, stofnuð árið 1958.  Formaður deildarinnar er David Dominic Lynch og deildarstjóri er Silja Ingólfsdóttir.  Deildin er öflug og árið 2014 voru yfir 300 sjálfboðaliðar starfandi.  Deildin starfar að mannúðarmálum og margvíslegri aðstoð við þá sem búa við þrengingar og mótlæti í samfélaginu.

Í rökstuðningin nefndarinnar er Rauða krossinum þakkað sérstaklega fyrir framlag í undirbúningi komu sýrlenskra fjölskyldna í Kópavog. „Framlag Rauða krossins í því samstarfi er afar mikilvægt.  Rauði krossinn mun sjá um að innrétta íbúðir fólksins og sjálfboðaliðar munu mynda þétt stuðningsnet utan um fjölskyldurnar. Kópavogsbær kann Rauða krossinum miklar þakkir fyrir það lykilhlutverk sem sjálfboðaliðar þeirra gegna í  móttökuverkefninu.“

Aftari röð: Silja Ingólfsdóttir Rauða krossinum í Kópavogi, Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs, David Lynch formaður Rauða krossins í Kópavogi og Ragheiður Bóasdóttir formaður jafnréttis- og mannréttindaráðs. Anna Kristinsdóttir formaður Mæðrastyrksnefndar Kópavogs, Guðlaug Erla Jónsdóttir og Sigurbjörg Björgvinsdóttir frá Mæðrastyrksnefnd í Kópavogi.
Aftari röð: Silja Ingólfsdóttir Rauða krossinum í Kópavogi, Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs, David Lynch formaður Rauða krossins í Kópavogi og Ragheiður Bóasdóttir formaður jafnréttis- og mannréttindaráðs. Anna Kristinsdóttir formaður Mæðrastyrksnefndar Kópavogs, Guðlaug Erla Jónsdóttir og Sigurbjörg Björgvinsdóttir frá Mæðrastyrksnefnd í Kópavogi.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar

Deloitte flytur úr Turninum á Dalveg 30

Kynning Deloitte hefur flutt úr Turninum við Smáratorg, sem löngum hefur verið kenndur við fyrirtækið, í nýtt skrifstofuhúsnæði á Dalvegi 30.  Nýja húsnæðið er byggt samkvæmt umhverfisvottuðu byggingarstöðlunum BREEAM en

Marteinn Þór Pálmason, tannlæknir.

Tannsetrið tannlæknastofa fagnar eins árs afmæli

Kynning Bókaðu tíma í gegnum símaappið Noona eða á netinu Tannsetrið tannlæknastofa, sem staðsett er við Hlíðasmára 17 í Kópavogi, sinnir öllum almennum tannlækningum og tekur við sjúklingum á öllum aldri. Marteinn Þór