• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Fréttir

Mæðrastyrksnefnd og Rauði krossinn fá viðurkenningu jafnréttis- og mannréttindaráðs Kópavogs

Mæðrastyrksnefnd og Rauði krossinn fá viðurkenningu jafnréttis- og mannréttindaráðs Kópavogs
Kópavogsblaðið
19/12/2015

Mæðrastyrksnefnd í Kópavogi og Rauði krossinn í Kópavogi hljóta viðurkenningu jafnréttis- og mannréttindaráðs Kópavogs árið 2015. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs afhenti viðurkenninguna í bæjarstjórnarsal Kópavogs. 

Félagasamtökunum var þakkað fyrir starf sitt við afhendinguna „Samhugur, fordómaleysi og mannvirðing einkennir allt starf Mæðrastyrksnefndar í Kópavogi og framlag Rauða Krossins til að rjúfa félagslega einangrun, efla samkennd og virðingu fyrir mannlegu lífi innan bæjarfélagsins er ómetanlegt,“ sagði Ármann Kr. Ólafsson við afhendinguna.

Jafnréttis- og mannréttindaráð Kópavogs veitir ár hvert viðurkenningu til stofnunar, einstaklings, félags eða fyrirtæksis sem unnið hafa að jafnréttis- og mannréttindamálum í Kópavogi.

Mæðrastyrksnefnd Kópavogs hefur starfað síðan á sjöunda áratugnum. Að henni standa kvenfélögin Dimma, Freyja og Kvenfélag Kópavogs og það eru konur frá þeim félögum sem leggja fram alla sjálfboðavinnu í sambandi við starfsemi nefndarinnar. Nefndin vinnur einnig í samstarfi við Rauða krossinn í Kópavogi. Nefndin hefur aðsetur í húsnæði Kópavogsbæjar í Fannborg.

„Þær konur sem standa að Mæðrastyrksnefnd Kópavogs vinna óeigingjarnt og þarft starf í þágu þeirra sem minna mega sín í samfélaginu.  Aðstoðin er ekki bundin við kyn eða uppruna heldur veitt öllum þeim sem þurfa, án þess að farið sé í manngreiningarálit,“ segir meðal annars í rökstuðningi nefndarinnar.

Við nefndina starfa að jafnaði 12 konur sem allar gefa vinnu sína, formaður nefndarinnar er Anna Kristinsdóttir.

Rauði krossinn í Kópavogi er sérdeild innan Rauða kross Íslands, stofnuð árið 1958.  Formaður deildarinnar er David Dominic Lynch og deildarstjóri er Silja Ingólfsdóttir.  Deildin er öflug og árið 2014 voru yfir 300 sjálfboðaliðar starfandi.  Deildin starfar að mannúðarmálum og margvíslegri aðstoð við þá sem búa við þrengingar og mótlæti í samfélaginu.

Í rökstuðningin nefndarinnar er Rauða krossinum þakkað sérstaklega fyrir framlag í undirbúningi komu sýrlenskra fjölskyldna í Kópavog. „Framlag Rauða krossins í því samstarfi er afar mikilvægt.  Rauði krossinn mun sjá um að innrétta íbúðir fólksins og sjálfboðaliðar munu mynda þétt stuðningsnet utan um fjölskyldurnar. Kópavogsbær kann Rauða krossinum miklar þakkir fyrir það lykilhlutverk sem sjálfboðaliðar þeirra gegna í  móttökuverkefninu.“

Aftari röð: Silja Ingólfsdóttir Rauða krossinum í Kópavogi, Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs, David Lynch formaður Rauða krossins í Kópavogi og Ragheiður Bóasdóttir formaður jafnréttis- og mannréttindaráðs. Anna Kristinsdóttir formaður Mæðrastyrksnefndar Kópavogs, Guðlaug Erla Jónsdóttir og Sigurbjörg Björgvinsdóttir frá Mæðrastyrksnefnd í Kópavogi.

Aftari röð: Silja Ingólfsdóttir Rauða krossinum í Kópavogi, Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs, David Lynch formaður Rauða krossins í Kópavogi og Ragheiður Bóasdóttir formaður jafnréttis- og mannréttindaráðs. Anna Kristinsdóttir formaður Mæðrastyrksnefndar Kópavogs, Guðlaug Erla Jónsdóttir og Sigurbjörg Björgvinsdóttir frá Mæðrastyrksnefnd í Kópavogi.

Efnisorðefst á baugijafnfréttimæðrarstyrksnefndrauði krossinn
Fréttir
19/12/2015
Kópavogsblaðið

Efnisorðefst á baugijafnfréttimæðrarstyrksnefndrauði krossinn

Meira

  • Lesa meira
    Ný sundlaug í Fossvogsdal

    Dagur B. Eggertsson borgastjóri Reykjavíkur og Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, leggja til að samþykkt verði að...

    ritstjorn 11/03/2021
  • Lesa meira
    Nýsköpunarsetur í Kópavogi fær nafnið SKÓP

    Markaðsstofa Kópavogs opnar á næstu dögum nýsköpunarsetur í Kópavogi í samstarfi við Kópavogsbæ og atvinnulífið í bænum,...

    ritstjorn 10/03/2021
  • Lesa meira
    Álmu í Álfhólsskóla, Hjalla, lokað vegna myglu

    Einni álmu Álfhólsskóla var lokað frá og með fimmtudeginum 4.mars s.l vegna myglu sem greindist í þaki...

    ritstjorn 10/03/2021
  • Lesa meira
    Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna

    Tveir ungir Kópavogsbúar voru nýverið kjörnir fyrir hönd Molans, ungmennahúss Kópavogs, í Ungmennaráð ungmennahúsa Samfés. Hlutverk ráðsins...

    ritstjorn 26/01/2021
  • Lesa meira
    Tendrað á jólastjörnu

    Tendrað var á jólastjörnunni á Hálsatorgi á alþjóðlegum degi barna, 20. nóvember s.l. Tendrað var á jólatré...

    ritstjorn 08/12/2020
  • Lesa meira
    Miðbær Kópavogs tekur stakkaskiptum

    550 íbúðir verða á Hamraborgarsvæðinu samkvæmt fyrirliggjandi tillögu að breyttu aðalskipulagi og deiliskipulagi sem samþykkt hafa verið...

    ritstjorn 02/12/2020
  • Lesa meira
    64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi

    Samningur um byggingu 64 rýma hjúkrunarheimilis í Boðaþingi var samþykktur í Bæjarstjórn Kópavogs þann 24. nóvember s.l,...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Geðræktarhús í Kópavogi

    Í tilefni af Alþjóða geðheilbrigðisdagsins, 10. október s.l, kynnti Kópavogsbær að Hressingarhælið í Kópavogi verði nýtt í...

    ritstjorn 22/10/2020
  • Lesa meira
    Leiðarljós að viðhalda óskertu skólastarfi

    Áhrif Covid á leik- og grunnskóla í Kópavogi í haust eru af ýmsum toga. Áhersla er lögð...

    ritstjorn 22/10/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbær í samstarf við íþróttafélög um námskeið fyrir eldri borgara

    Nýju verkefni, Virkni og vellíðan, verður hleypt formlega af stokkunum á morgun, 1.október, en það er hluti...

    ritstjorn 30/09/2020
  • Lesa meira
    „Verkefni allra í HK er að koma félaginu í fremstu röð í íslenskri knattspyrnu“

    Knattspyrnudeild HK hefur gert samning við Daða Rafnsson sem yfirmann knattspyrnuþróunar hjá félaginu. Daði mun taka að...

    ritstjorn 25/09/2020
  • Lesa meira
    Birkifræjum sáð í landi Kópavogs

    Kópavogsbær er einn samstarfsaðila Skógræktarinnar og Landgræðslunnar í landssöfnun á birkifræjum sem hleypt var af stokkunum 16....

    ritstjorn 24/09/2020
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Ný sundlaug í Fossvogsdal
    Fréttir11/03/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021
  • Vortónleikar Skólahljómsveitar Kópavogs
    Mannlíf05/04/2021
  • Bæjarfulltrúar uppi á borðum
    Aðsent10/03/2021
  • Pétur Örn tekur við af Sigurjóni sem formaður HK
    Íþróttir05/04/2021
  • Bjart fram undan, hefjum störf
    Aðsent05/04/2021
  • Sundlaug óskast… í Reykjavík
    Aðsent05/04/2021
  • Lækningajurtir, matjurtir og myglusveppir
    Mannlíf05/04/2021

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Pétur Örn tekur við af Sigurjóni sem formaður HK
    Íþróttir05/04/2021
  • Bjart fram undan, hefjum störf
    Aðsent05/04/2021
  • Sundlaug óskast… í Reykjavík
    Aðsent05/04/2021
  • Lækningajurtir, matjurtir og myglusveppir
    Mannlíf05/04/2021

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.