Mælaborð til að fylgjast með líðan barna tilnefnt til verðlauna á ráðstefnu Unicef

Kópavogur tilnefndur fyrir frumkvöðlaverkefni

Mælaborð til að fylgjast með líðan barna í Kópavogi er tilnefnt til verðlauna á alþjóðlegri ráðstefnu Unicef sem fram fer í október. Mælaborðið sem er hluti af innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í Kópavogi er þróað í Kópavogi en unnið í samstarfi við félagsmálaráðuneytið og Unicef á Íslandi. 

Kosið er á milli tilnefndra verkefna og geta áhugasamir tekið þátt í þeirri kosningu. Hér fylgir hlekkur á tilnefnd verkefni, Kópavogur er í flokki 6.

https://childfriendlycities.org/2019-summit/vote/

Markmið mælaborðsins er að fá fram fram betri mynd af almennri stöðu barna í samfélaginu hverju sinni og beina sjónum stjórnvalda að verkefnum sem brýnt er að takast á við og forgangsraða. Þetta er er með söfnun og greiningu tölfræðigagna sem sett eru upp í mælaborð.

Mælaborðið er í þróun hjá Kópavogsbæ en stefnt er að því að það verði nýtt á landinu öllu og geti þannig ýtt undir aukið og markvissara samstarf á milli sveitarfélaga sem tryggir börnunum betri þjónustu.

Kópavogsbær skilaði inn myndbandi um verkefnið fyrir ráðstefnuna:

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,