Kópavogur tilnefndur fyrir frumkvöðlaverkefni
Mælaborð til að fylgjast með líðan barna í Kópavogi er tilnefnt til verðlauna á alþjóðlegri ráðstefnu Unicef sem fram fer í október. Mælaborðið sem er hluti af innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í Kópavogi er þróað í Kópavogi en unnið í samstarfi við félagsmálaráðuneytið og Unicef á Íslandi.
Kosið er á milli tilnefndra verkefna og geta áhugasamir tekið þátt í þeirri kosningu. Hér fylgir hlekkur á tilnefnd verkefni, Kópavogur er í flokki 6.
Markmið mælaborðsins er að fá fram fram betri mynd af almennri stöðu barna í samfélaginu hverju sinni og beina sjónum stjórnvalda að verkefnum sem brýnt er að takast á við og forgangsraða. Þetta er er með söfnun og greiningu tölfræðigagna sem sett eru upp í mælaborð.
Mælaborðið er í þróun hjá Kópavogsbæ en stefnt er að því að það verði nýtt á landinu öllu og geti þannig ýtt undir aukið og markvissara samstarf á milli sveitarfélaga sem tryggir börnunum betri þjónustu.
Kópavogsbær skilaði inn myndbandi um verkefnið fyrir ráðstefnuna: