Mælaborð til að fylgjast með líðan barna tilnefnt til verðlauna á ráðstefnu Unicef

Kópavogur tilnefndur fyrir frumkvöðlaverkefni

Mælaborð til að fylgjast með líðan barna í Kópavogi er tilnefnt til verðlauna á alþjóðlegri ráðstefnu Unicef sem fram fer í október. Mælaborðið sem er hluti af innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í Kópavogi er þróað í Kópavogi en unnið í samstarfi við félagsmálaráðuneytið og Unicef á Íslandi. 

Kosið er á milli tilnefndra verkefna og geta áhugasamir tekið þátt í þeirri kosningu. Hér fylgir hlekkur á tilnefnd verkefni, Kópavogur er í flokki 6.

https://childfriendlycities.org/2019-summit/vote/

Markmið mælaborðsins er að fá fram fram betri mynd af almennri stöðu barna í samfélaginu hverju sinni og beina sjónum stjórnvalda að verkefnum sem brýnt er að takast á við og forgangsraða. Þetta er er með söfnun og greiningu tölfræðigagna sem sett eru upp í mælaborð.

Mælaborðið er í þróun hjá Kópavogsbæ en stefnt er að því að það verði nýtt á landinu öllu og geti þannig ýtt undir aukið og markvissara samstarf á milli sveitarfélaga sem tryggir börnunum betri þjónustu.

Kópavogsbær skilaði inn myndbandi um verkefnið fyrir ráðstefnuna:

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn