Málefnasamningur Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks

Málefnasamningur nýs meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks var lagður fram í bæjarráði Kópavogs í gær.

Meðal þess sem fram kemur í málefnasamningnum er að unnið verður að stefnumótun í mennta- og ferðamálum, framboð á félagslegu húsnæði verður aukið og rekstrarfyrirkomulag þess endurskoðað, starfsumhverfi kennara og starfsfólks í leik- og grunnskólum bætt, þá verður áhersla á flokkun sorps og vistvæna orkugjafa í umhverfismálum. Þá er í málefnasamningnum lögð áhersla á að nýjungar í tæknilausnum verði notaðar til að bæta stjórnsýsluna og aðra þjónustu við Kópavogsbúa

Lögð verður áhersla á heilsueflingu eldri borgara. Í efri byggðum verður opnuð lestrar- og menningarmiðstöð en þá verður umhverfi Hamraborgarsvæðisins bætt. Skattar og gjöld verða lækkuð, skilvirkni stjórnsýslu aukin og skuldir bæjarsjóðs lækkaðar.

„Málefnasamningurinn er ítarlegur og kannski fyrst og fremst verkefnalisti fyrir komandi kjörtímabil þar sem leitast er við að bæta þjónustu við íbúana. Sérstök áhersla er lögð á leik- og grunnskólana um leið og mikið er lagt upp úr snjallvæðingu stjórnsýslunnar og annarrar þjónustu,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs og oddviti Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Kópavogs.

„Í málefnasamningnum er lögð sérstök áhersla á málefni eldri borgara og metnað í þeim málaflokki. Ég er mjög ánægður með áherslur í skólamálunum og einnig þær áherslur sem snúa að íþróttum og tómstundum barna í Kópavogi,“ segir Birkir Jón Jónsson formaður bæjarráðs Kópavogs og oddviti Framsóknarflokks í bæjarstjórn Kópavogs.

Málefnasamningurinn skiptist í níu hluta: Skóla- og menntamál, eldri borgara, velferðarmál, íþrótta- og æskulýðsmál, umhverfismál, samgöngur, skipulagsmál, rekstur- og stjórnsýslu og skemmtilegri bær.

Ármann Kr. Ólafsson verður bæjarstjóri Kópavogs, Birkir Jón Jónsson formaður bæjarráðs. Forseti bæjarstjórnar verður Margrét Friðriksdóttir.

Málefnasamninginn má nálgast í heild sinni með því að smella hér: Kopav_Malefnasamningur-2 (002)

 

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér